Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.2004, Blaðsíða 9
T DV Fréttir FIMMTUDAOUR 30. SEPTEMBER 2004 9 Náttúrugripir í Kópavog Fulltrúar Samfylkingar- innar í bæjarstjórn Kópa- vogs vilja að Náttúrugripa- safn íslands verði flutt í Kópavog. „Á Kópavogstúni við Kópavog mætti koma upp náttúrugripasafni í afar áhugaverðu og gróðursælu umhverfi, til að mynda í endurbyggðu húsnæði gamla holdsveikraspítal- ans," segir í greinargerð bæjarfúlltrúanna. Einnig kemur til greina „að reisa nýja glæsilega safnabygg- ingu á ströndinni fast við Kópavogsleiru". Kókaín-æði Ásgeir öm Ásgeirsson játaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær að hafa flutt 140 grömm af kóka- íni til landsins. Dómur verður kveðinn upp í málinu á föstudaginn. Að sögn Sævars Lýðs- sonar, fulltrúa Sýslu- mannsins í Keflavík, ber mikið á kókaínsmygli til landsins þessa dagana. í gær átti einnig að þing- festa mál gegn Herði Sig- þórssyrú sem var tekinn með 160 grömm af kóka- íni í Leifsstöð. Hörður er staddur erlendis og því þurfti að fresta réttar- höldunum. Vestfirskir framsóknarmenn eru þrumu lostnir vegna meðferðar þingflokksins á Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni. Björgmundur Guðmundsson. fyrrverandi varaþingmaður, segir að stuðningsmenn þingmannsins muni fylkja sér að baki honum og krefjast upprisu hans í nefndum. Vestfirðingar vígbúast og kreljast upprisu Kristins Framsóknarmönnum á Vestfjörðum er mjög brugðið vegna brottreksturs Kristins H. Gunnarssonar úr þingnefndum. Þeir safna nú saman vopnum sínum og vígbúast í því skyni að reka forystu flokksins til baka með þá ákvörðun að svipta þingmann- inn nefndarsætum sínum. „Ég er orðlaus vegna þessa. Nú munum við stuðningsmenn Kristins hugsa það mál hvernig hægt verður að koma honum til valda innan flokksins," segir Björgmundur Guð- mundsson, fyrrverandi varaþing- maður Framsóknarflokksins og einn þungavigtarmanna flokksins á Vest- fjörðum. Aftöku Kristins innan þingflokks- ins í fyrradag bar brátt að. Hjálmar Ámason, formaður þingflokksins, og Magnús Stefánsson, samherji Kristins í Norðvesturkjördæmi, voru meðal flutningsmanna tillögunnar. Vestfirðingar, sem DV ræddi við, eru ekki síst slegnir vegna þess sem þeir kalla svik Magnúsar sem á sínum tíma söng hið sígilda dægurlag Traustur vinur. Aðeins Jónína Bjartmarz sýndi Kristni móralskan stuðning innan þingflokksins en það var með því að sitja hjá við afgreiðsluna. Björgmundur segir að vissulega séu framsóknarmenn slegnir vegna þessa. „Norðvesturkjördæmi er í raun- inni búið að missa besta þingmann- inn. Við lítum þannig á að þau mál sem Kristinn hefur barist fyrir séu flestöllum flokksmönnum hugleik- in. Hann hefur verið að berjast fyrir hinn almenna flokksmann," segir Björgmundur. Hann segir að Kristinn eigi gott bakland á meðal flokksmanna; ekki aðeins á Vestfjörðum heldur um allt land. „Stór hópur mun berjast fyrir upprisu BCristins. Framundan er bæði kjördæmisþing og flokksþing og þar munu menn láta í sér heyra og segja álit sitt á þessum gjörningi," segir Björgmundur. Hjálmar Árnason hefur lýst því í fjölmiðlum að samband Kristins við þingflokkinn hafi verið eins konar kulnað ástarsamband og skilnaður óumflýjanlegur. Björgmundur blæs á þessi ummæli eins og hvert annað bull. „Pólitík er ekki ástarsamband. Hún snýst um að koma hugmynd- um og hugsjónum í framkvæmd. Forysta þingflokksins er að gefa okkur langt nef. Kristni er úthýst vegna skoðana, ekki bara sinna eigin, heldur hins almenna flokksmanns. Mér finnst aðdáunarvert að hann skuli ætla að starfa áfram í þing- flokknum. Þetta sýnir glöggt hans mikla styrk sem stjórnmála- manns," segir Björgmundur. rt@dv.is Fókus er risinnu Allt um djammiön tónlistinai bióin pp frá dauöum- menningun tiskui oq miklu meira til ■ Á! ■%, , ^ * 1 < / »♦ wL t 4Í1L i Hf 1v / / á.„ M m%x ■ / í \j\_Æ ’-' ~ iHri iTr”nl I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.