Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Síða 19
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER2004 1 9
Magnús Þór Gunnarsson Hætt er við því að Keflvíkingurinn snjalliyrði ósáttur við að
þriggja stiga línan yrði tekinn burtu úr leiknum efundan er skildar síðustu fimm mínútur
leiksins. Magnús Þór hefur verið ein a/besta þriggja stiga skytta deiidarinnar undanfarin ár.
Þróunardeild NBA-boltans gerir tilraunir með þriggja stiga
skotregluna í vetur og hafa margir körfuboltaspekingar
vestra tekið því fagnandi. Leikmenn eru þó ekki sama sinnis
og segja enga þörf vera á breytingum hvað þriggja stiga körf-
una snertir. íslenskir leikmenn segja leikinn myndi deyja út
ef til breytinganna kæmi hér á landi.
Skemmtanagildið
myndi minnka
NBDL (National Basketball Development League) er þróunar-
deild fyrir NBA-körfuboltann þar sem gerðar eru tilraunir með
íþróttina í von um að gera hana betri. Deildin olli miklu
fjaðrafoki í síðustu viku þegar tilkynnt var að til stæði að breyta
þriggja stiga reglunni í NBA og að gerðar yrðu tilraunir með það
í NBDL í vetur. Aðeins verða þrjú stig gefin fyrir skot utan þriggja
stiga línunnar, síðustu fimm mínútur hvers leiks og í framleng-
ingu, ef til hennar kemur.
Viðbrögð leikmanna við uppá-
tækinu hafa verið blendin en þjálf-
arar NBA-liða virðast vera sammála
um að breytinga sé þörf. „Ég er mjög
spenntur fyrir hugmyndinni,“ sagði
Larry Brown, þjálfari Detroit Pi-
stons, núverandi NBA-meistara.
„Þriggja stiga skotið hefur skemmt
leikinn töluvert, einkum hjá unga
fólkinu."
Scott Skiles, þjálfari Bulls, tekur
undir orð Brown, en Skiles skoraði
sjálfur 524 þriggja stiga körfur á ferl-
inum. „Ég er ekki mikill aðdáandi
þriggja stiga skotsins, punktur,"
sagði Skiles. „Aðalatriðið er að
bandarískir krakkar þurfa að læra að
drippla boltanum, gefa hann og
skjóta. Þegar það gerist, mun íþrótt-
in verða betri."
Alltof mörg þriggja stig skot
Athygli vakti að Steve Kerr, besta
þriggja stíga skyttan í sögu NBA með
rúmlega 45% nýtíngu á ferlinum, var
einnig hlynntur því að breyta tíl
hvað regluna varðar. „Það eru alltof
mörg þriggja stiga skot tekin í leik í
dag og það hefur slæm áhrif á leik-
inn,“ sagði Kerr og bættí við að hann
fagnaði því að deildin gerði tilraunir
með regluna.
Reggie Miller, leikmaður Indiana
Pacers var ekki sáttur við að Stu
Jackson, varaforseti NBA, hefði uppi
hugmyndir um að breyta þriggja
stíga reglunni. „Það er fnykur af
þessu máli. Ætíi Jackson leiðist
þama á Park Avenue eða hvar sem
þessar NBA-skrifstofur nú em,“
sagði Miller.
Eftir að þriggja stiga reglan tók
gildi hefur leikurinn breyst til muna
og það gefur leiknum aukna breidd
að þriggja stiga reglan sé fyrir hendi.
Væri hún ekki til staðar væri hætt við
„Þetta væri kannski
fínt fyrír Bandaríkja-
mennina en dauða-
dómur fyrír okkur.
Það sást best á
Ólympíuleikunum í
haust að Evrópubúar
eru mun framar í und-
irstöðuatriðum körfu-
boltans en Banda-
ríkjamenn."
að leikurinn færðist til muna undir
körfuna sem gæti orðið fullmikið
teigshnoð og leiknum alls ekki til
góðs, hvað fjölbreytn snertir. Þá gæti
farið svo að körfubolti yrði leikur há-
vaxna mannsins og vægi hæðarinn-
ar mun meira en í dag.
íþróttadeild DV setti sig í sam-
band við nokkra valinkunna menn
tengda körfubolta á íslandi og fékk
þá til að segja sína skoðun á því hvað
úr yrði, ef sams konar breytingar
yrðu gerðar á íþróttinni í Intersport-
deildinni. Menn vom sammála um
að deildin þyrfti ekki á slíkum breyt-
ingum að halda og yrðu þær iþrótt-
inni eingöngu til trafala.
Bandaríkjamenn aftar á mer-
}ft áður
inni en o
„Ég væri ekki hlynntur þessu,"
segir Benedikt Guðmundsson, þjálf-
ari Fjöínis.
„Skemmtanagildið myndi
minnka. Menn færu að hnoðast að
körfunni í tíma og ótíma og það væri
til lítils að vera með öflugar skyttur
ef skot utan af velli gæfu eingöngu
tvö stig.
í NBA er þetta orðið alltof mikið
að einhver byrji að drippla af stað og
ætli sér svo að hoppa yfir allt og alla.
Þetta sást best á Draumaliðinu á
Ólympíleikunum. Þar var vart finn-
andi sá leikmaður sem gat skotið af
einhverju viti. Það þyrfti eiginlega að
fá meira af skyttum, ef eitthvað er.
Þessi áhrif má finna hér heima
og t.d. með þessi yngri landslið að 3
þar er minna af mjög góðum
skyttum en var hér áður.
Þetta hefur verið að þróast í
þessa átt að menn vilja
keyra upp að körfu, vera
með flottar hreyfingar og
hoppa hátt, frekar en að
vera með gott skot fyrir
utan.
Ég er algjörlega á
móti þessu og myndi
mæta á þingið ef þetta yrði á
borðinu."
Leikurinn myndi
upp
„Mér þætti þetta fáránlegt,"
sagði Páll Axel Vilbergsson, leik-
maður Grindavíkur. „Þetta væri
kannski fínt fyrir Bandaríkja-
menn en dauðadómur fyrir
okkur. Það sást vel á Ólympíu-
leikunum í haust að Evrópubúar
eru mun framar í undirstöðuat-
riðum körfuboltans en Banda-
ríkjamenn.
Leikurinn yrði lokaðri, ef til
breytinganna kæmi, og menn færu
að pakka miklu meira inn í teig. fs-
lendingar hafa vanið sig á hraðan og
skemmtilegan leik með mikið af
þriggja stiga skotum. Leikurinn
myndi bara deyja út ef við færum út
í þetta.
Svo þegar fimm mínútur væru
eftir, þá færu lið að drita þristum,
leikurinn myndi leystast upp í visst
rugl. Þetta er eins og leyfa íjögurra
stiga körfu á vellinum, þá færu
menn að drita því endalaust sem
myndi ekki gera íþróttínni neitt
gott.“
Kannski gott fyrir yngri kyn-
slóðina
„Það væri kannski helst í yngri
flokkunum, en ekki í meistara-
flokki," sagði Hlynur Bæringsson,
leikmaður Snæfells. „Það væri snið-
ugt fyrir yngri kynslóðina þar sem
krakkarnir eru oft að reyna eitthvað
sem þeir ráða ekki við.
Ég myndi ekki vilja þetta í meist-
araflokki. Svæðisvörn, sem er ekki
skemmtileg á að horfa, yrði mun
meira spiluð. Það verður að vera
hægt að setja einn og einn þrist því
að þetta er stór hluti að leiknum .
Vandamálið í Bandaríkjunum er
að körfuboltaþjálfarar í gagnfræða-
skólum mega ekki sjást með leik-
mönnum ákveðinn tíma ársins
þannig að þá leika þeir lausum hala
og eru kannski frekar að leika sér að
troða og taka þriggja heldur en að
æfa dripplið og önnur grunnatriði.
Þar vantar meiri leiðsögn og aga af
hálfu þjálfaranna sem mega ekki
umgangast leikmenn á þessum
tí'ma." sXe&dvJs
| Páll Axel Vill ekki sjá
þessa reglu á Islandi enda
ein afbestu skyttum
landsins, maður sem
getur sett niður nokkrar
þriggja stiga körfur á
- stuttumtima.