Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Qupperneq 29
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2004 29
Neyðist til
að flytja
Paris Hilton hefur neyðst til
að kaupa sér nýtt hús þar sem
heimili hennar í Hollywood er
sífellt umsetið af brjáluðum að-
dáendum hennar. Paris á einnig
hús á Park Avenue og íbúð á
Waldorf-hótelinu. Hún varð afar
hrædd er brjálaður aðdáandi
bankaði á útidyrahurð hennar í
samfellt sjö klukku-
stundir. Hún hefur
einnig fengið bréf
skrifuð með blóði,
alls kyns hótanir
og fjölda hjú-
skapatilboða. „Það
eru margar ástæður
fyrir því að ég verð að
kaupa mér nýtt hús en
engin þeirra er góð.“
Langar að
eldast með
Ben
Matt Damon segist dreyma
um að eldast með besta vini
sínum, Ben Afíleck, enda hefur
vinskapur þeirra enst lengur en
öll ástarsambönd hans hingað
til. „Lengsta samband mitt við
konu stóð í tvo og
hálft ár. Sá tími
er stuttur
miðað við
þann tíma
sem ég hef
verið vinur
Bens." Da-
mon er nú á
föstu með innan-
húshönnuðinum Luciano Bar-
roso sem er vinkona Jennifer
Lopez. Heyrst hefur að Matt
þoli hins vegar ekki J.Lo. „Ég
mundi aldrei dæma konuna í lífi
Bens og býst við að hann mundi
aldrei dæma kærustuna mína."
Ekkertof
gronn
Leikkonan Kate Winslet segir
fáránlegt af fjölmiðlum að segja
að hún sé óvenjulega grönn. „í
rauninni hef ég ekkert grennst.
Ég er nýbúin að eignast barn og
hef nú náð barnaspikinu af
mér," sagði leikkonan. „Ég er
búin að eignast tvö börn á síð-
ustu fjórum árum svo vöxtur
minn er breyttur frá því sem var.
En ég hef ekki farið í megrtrn eða
æft neitt meira en vanalega."
Kate segist alls ekkert
svekkt yfir að hafa
ekki fengið að
kyssa Johnny
Depp í mynd-
inni Finding
Neverland.
„Allar vinkon-
ur mínar voru
mjög svekktar fyrir
mína hönd en ég hefði bara
hlegið."
Söngkonan Gwen Stefani er í sjokki eftir að í ljós kom að
eiginmaður hennar á 15 ára dóttur með fyrrverandi kær-
ustu sinni. Hjónaband Stefani og Gavin Rossdaie stendur á
brauðfótum eftir að hjónakornin fengu fréttirnar.
Söngvari Bush á 15 ára
Faðemi Daisy Lowe, 15 ára fyrir-
sætu, varð ljóst á dögunum og er um
fátt annað talað meðal fræga fólks-
ins vestan hafs og austan. Móðir
Daisy er söngkonan og fatahönnuð-
urinn Pearl Lowe, sem er þekkt í
skemmtanalífi Lundúna og er góð
vinkona Kate Moss, Sadie Frost,
sem gift var leikaranum Jude Law,
og Hollywood-leikaranna Liv Taylor
og Samantha Morton. Pearl hefur
búið með Danny Goffrey, trommara
hljómsveitarinnar Supergrass, í
mörg ár og h'tur Daisy á Danny sem
föður sinn.
Vildu komast að faðerninu
Haft er eftir góðvini fjölskyldunn-
ar að Pearl hafi alltaf gmnað að
Gavin Rossdale væri faðir Daisy.
Mæðgurnar ákváðu í sameiningu að
komast að faðerinu. Eftir að lög-
fræðingar gengu í málið féllst Gavin
á að fara í blóðrannsókn og í síðustu
viku lá niðurstaðan fýrir. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum var
mæðgunum nokkuð bmgðið við
fréttimar, sem og Gavin. Vinkonur
Pearl, þær Kate Moss og Sadie Frost,
undmðust ákvörðun mæðgnanna
um að komast að faðerninu eftir all-
an þennan tíma en stóðu með þeim.
Pearl og Daisy segjast ekki vilja sjá
peninga frá Gavin, þær hafi farið út í
þetta til að finna föður stúlkunnar.
Ástir unglinga
Þau Gavin, sem nú er 38 ára, og
Pearl, 33 ára, hittust í Egyptalandi
þegar þau vom unglingar. Þau fóm
að vera saman og brátt varð Pearl
ólétt. Þau fluttu til móður Gavins í
Lundúnum og skömmu eftir að
Daisy fæddist shmaði upp úr sam-
bandinu. Eitthvað virðist þó faðerni
stúlkunnar hafa verið á huldu. Pearl
hitti Danny Goffrey fyrir 10 árum
og eiga þau synina Alfie og
Frankie sem em 5 og 7 ára. Gavin
hefur alltaf verið í góðu sambandi
við mægurnar og er guðfaðir
Daisy.
Gwen niðurbrotin
Gavin og bandaríska söngkon-
an Gwen Stefani giftu sig árið 2002
eftir 6 ára samband. Haft er eftir
góðum vini þeirra að hún taki fað-
emismálið afar nærri sér og nú hrikti
í stoðum hjónabandsins. Hún hefúr
sagt í viðtölum að hennar heitasta
ósk sé að eignast barn með eigin-
manni sfnum og að hún sé ekki kát
með stjúpdótturina.
Þegar Gavin var
spurður út í mál-
ið á dögunum
vildi hann ekki
tjá sig um það
en viðurkenndi
að vera faðir
Daisy. Það á því
eftir að liggja fyr-
ir Daisy að bæt-
ast í hóp frægra
dætra rokktón-
listarmanna.
Gavin og Gwen Gavin og bandaríska
söngkonan Gwen Stefani giftu sig árið
2002 eftir 6 ára samband. Haft er eftir góð-
um vini þeirra að hún taki faðernismálið
afar nærri sér ognú hrikti f stoðum
hjónabandsins.
Þynnkuspóla í besta falli
Maður getur lært ýmislegt af því að
horfa á Anacondas. Græðgi mannsins
getur orðið honum að falli og leitin af
eilífri æsku er varasöm. Maður lærir
líka að græðgin er ábyrg fýrir þessari
leiðinlegu ræmu sem á meira heima á
vídeóspólu en í kvikmyndahúsi.
Þetta er svona óbeint framhald af
Anaconda, mynd sem varð óvænt vin-
sæl fyrir átta árum og skartaði Jennifer
Lopez og Ice Cube í aðalhlutverkum
auk Johns Voight sem var ferskur á
kommbakk-brautinni á þeim tíma, en
þessi mynd tengist þeirri fyrri að engu
leyti fyrir utan nafrúð.
Hópur vísindamanna heldur til
Bomeo til að finna blóm sem á að
innihalda lykilinn að lengra lífi. Hóp-
urinn leigir bátskrifli af helmössuðum
og fúlskeggjuðum Bandaríkjamanni
til þess að ferja þau upp ána og freista
þess að ná í blómið áður en það leggst
Anacondas:
The Hunt for the
Blood Orchid.
Leikstjóri: Dwight H. Little
Aðalhlutverk: Johnny '
Messner, KaDee Strickland, s
Matthew Marsden, Eugene f
Byrd .Jka
Omar for 1 bio
í dvala í sjö ár. En þau lenda í
smávægilegu veseni á leiðinni. í fýrsta
lagi lenda þau í fossi sem eyðileggur
bátinn þeirra (hvemig þau geta lent í
fossi þar sem þau em að sigla á móti
straumi hef ég ekki hugmynd um en
svona er bíó stundum). Síðan vill svo
skemmtilega til að það er fengitími
hjá anaconda-snákunum og risastór-
ar slöngur em við hvert fótmál og
næla sér í þá vísindamenn sem fara
ekki varlega, jafnvel þó að anaconda-
snáka sé bara að finna í Suður Amer-
íku, en ekki í Asíu. En hvað um það.
Þetta verður svo allt frekar fyrirsjáan-
legt og óspennandi og endar svo í enn
fyrirsjáanlegri klisjusúpu.
Leikarahópurinn er slappur upp til
hópa, Johnny Messner, sem líkir sjálf-
um sér við Steve McQueen, er algjör-
lega steinrunninn og stífur og vonlaus
sem leikari í bitastæðu hlutverki.
Einnig er Eugene Byrd, sem „the to-
ken funny black guy", alveg skelfileg-
ur og gjörsamlega ófyndinn, öskrandi
nánast allan tímann þannig að mann
langar helst til að rota helvítið. Restin
er ffemur auðgleymanleg og ómerki-
leg.
Brellumar em frekar augljósar er
ekkert miðað við þær sem vom í þeirri
fýrri og myndin hefur einhvem
plebbalegan sjónvarpsbrag yfir sér
sem er ekki skrítið þar sem leikstjórinri
kemur einmitt þaðan. Því miður getum
við búist við annarri mynd þar sem
þessi gekk vel í Ameríku en það er bara
vonandi að það verða önnur átta ár i
það. Ómar öm Haukssor
Stjörnuspá
Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður
er 54 ára í dag. „Hún virðist oft hafa það
á tilfinningunni að hún sé læst inni án
þess að vera fær um að
. njóta stundarinnar, en
khún gerir sér grein fyrir
r að þegar þráin til Ijóss-
rins eykst veit sálin ná-
kvæmlega hvar mótstaðan
’ er. Hún ætti að huga sér-
staklega vel að þessu og
treysta á visku sálarinn-
ar," segir í stjörnuspá
hennar.
Guðrún ögmundsdóttir
VV Mnsberm(20.jan.-18.febr.)
vv -------------------------------
Þú virðist hafa verið í uppnámi
vegna nýafstaðinna atburða ef marka má
stjörnu þína, vatnsberanns, og þú gerir án
efa mun meira úr vandanum en hann í
raun og veru er. Hversdagslegt amstur ætti
ekki að tefja velgengni þína.
H
F\skam (19.febr.-20.mars)
Allt sem þú aðhefst er til þess að
þú lærir kæri fiskur. Þú stefnir hátt og
kemst þangað, en hér birtast smávægileg-
ar hindranir á vegi þínum (tilfinningalega
séð). Þessar hindranir stuðla óbeint að vel-
gengni þinni.
T
Hrúturinn (21.mars-19.a
Hér kemur fram að þú virðist
eiga það til að taka ekki eftir því hvað þú
velur og á það við þig um þessar mundir
miðað við stjörnu hrútsins. Fólk sem til-
heyrir stjörnu þessari er þannig mótað að
það svarar áhrifum frá eigin umhverfi á
venjubundinn hátt og er oft á tíðum auð-
velt að segja fyrir um viðbrögð þeirra.
ö
NaUtÍð (20. aprll-20. t
Farðu með gát þegar kemur að
einhverri ákvörðun sem þú stendur frammi
fyrir um þessar mundir ef þú ert fædd/ur í
veröldina undir stjörnu nautsins.
n
VlbUim'U (21.mal-21.júní)
Það virðist vera leikur einn fyrir
þig að hylja réttar tilfinningar þínar gagn-
vart þeim sem þú elskar kæri tvíburi. Heið-
arleiki og réttlæti eiga vel við þegar þú tek-
ur á þessum málum. Gefðu þér tíma til að
bæta aðstæður og ekki síður sjálfan þig.
Krabbmn (22.júni-22.júii)
Félagslegar aðstæður virðast
hafa áhrif á líðan þína. Næstu daga mun
það sem skiptir þig mestu máli eiga hug
þinn allan en ef þú hefur áhyggjur af ein-
hverjum kærkomnum er það tímabundið
áhyggjuefni fyrir fólk í merki krabbans.
\.)Ó\\\b(23.júli-22.ágústl
'~' Síðustu misseri hefur þú eflaust
safnað í kringum þig já-bræðrum og systr-
um sem þú tekur þó sjaldan mark á. Þú
býrð yfir óbugaðri þolinmæði en ekki fara
yfir þau mörk sem þú settir þér í byrjun
ársins.
H5
Meyjanpi. ágúst-22. sept.)
Skemmtilegur tími bíður þín þar
sem þú brýtur vanann og tekst á við nýja
og fræðandi hluti sem gefa þér án efa mik-
ið. Þú veist best þegar þú hefur á réttu á
standa, mundu það dagana framundan.
o Vogin (23.sept.-23.okt.)
Þú munt á næstu dögum takast
á við próf einhvers konar þar sem forystu-
hæfileikar þinir verða skoðaðir. Þú ert
fædd/ur foringi en ættir að læra að næra
sjálfið til muna, sem og dýpstu tilfinningar
þínar.
ni
Sporðdrekinn (2iokt.-21.n0v.)
Þú býrð yfir ómældri umhyggju í
garð náungans en ættir að passa þig að
drukkna ekki í smámunasemi í leit að
einhvers konarfullkomnun.
/
BogmaðurinnpzmH'.-jí.ítoj
Þú býrð yfir framúrstefnulegri
hugsun sem þú ættir að nýta þér í starfi
kæri bogmaður. Þú átt það til að gleyma
kostum þínum. Hugaðu betur að draum-
um þínum.
Steingeitin (22.des.-19.janj
Dagurinn verður góður og þú
gerir þér Ijóst næstu daga að með aukinni
sjálfsvitund eflir þú innsæi þitt. Gleymdu
aldrei að þú býrð yfir einhvers konar al-
heimsverndarhjúp sem hjálpar þeim sem
hjálpa sér sjálfir.
3
SPÁMAÐUR.IS