Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Síða 3
DV Fyrst og fremst
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 3
Bannað að gera trappur ug nýjar dyr
„Þeir sögðu þetta geta orðið slæmt fordæmi," segir Alfreð
Hauksson. Hvorir tveggja skipulagsfulltrúinn og byggingafuli-
trúinn í Reykjavík höfnuðu ósk Alfreðs um að fá að steypa
nýjar tröppur og koma fyrir útidyrum götumegin á húsi við
Bjargarstíg.
Alfreð hafði verið að hugsa um að kaupa húsið í sumar en
vildi fyrst fá úr því skorið hvort leyfi fengist fyrir þessari breyt-
ingu sem hann taldi vera nauðsynlega. Málið dróst hins vegar
svo lengi í kerfinu að annar kaupandi eignaðist Bjargarstíg áður
en niðurstaðan fékkst.
„Inngangurinn inn í húsið, sem er þrjár hæðir, er að framan-
verðu um kjallara. Það þurfti að ganga í gegnum þvottahús til
að komast inn í húsið. Reyndar er annar gamall inngangur fyrir
aftan hús sem hægt var að nota til að komast upp á aðra hæð.
En þá þurfti að ganga í gegnum port sem breytt hafði verið í
bílastæði. Þar var mjög þröngt að komast framhjá ef bíl hafði
verið lagt og varla hægt án þess að rekast utan í og óhreinka
fötin sín."
Alfreð segist hafa bent á svipaðan inngang og hann vildi sem
er á öðru húsi í næstu götu. Ekkert tillit hafi verið tekið til þess.
Eftir að hafa fengið umsögn gatnamálastjóra neituðu bæði
skipulagsfulltrúinn og byggingafulltrúinn að leyfa framkvæmd-
irnar eins og áður segir. Trappan átti að ná 80 sentímetra út á
gangstéttina.
„Gatnamálastjóri sagði ekki mundu verða hægt að komast
með snjótroðara framhjá. Ég held að aðallega hafi þeir óttast
fordæmið sem gefið yrði. Mér fannst þetta nú frekar fúlt,“ segir
Alfreð.
Spurning dagsins
Kaup Símans á Skjá einum
Gott að fá fleiri en Baug
„Mér finnst þetta bara allt í lagi. Sé ekkert
athugavert viö þetta, satt best að segja.
Mér fmnst það nú bara ánægjuefni að
aðrir en Baugur eignist hlut í fjölmiðlum."
Peter Szklenar, starfsmaður Esso.
„Mér finnst
þetta mjög
grunsamlegt ef
ég á að segja
eins og er. Það
hlýtur alltafað
vekja spurn-
ingar efríkið er
með þessum hætti að fjárfesta
umfangsmikið í einkageiranum
og þá sérstaklega í þeirri sam-
keppni sem þar er og ríkið tekur
þátt í nú þegar."
Linda Hilmarsdóttir fram-
kvæmdastjóri.
„Ég hefnú lítið
fylgst með
þessari um-
ræðu núna en
finnst þetta þó
hálfgrunsam-
legt. Við þurf-
um að minnsta kosti ekki annað
ríkissjónvarp, það held ég að sé
nú á hreinu."
Sveinbjörn Veturliðason
ellilífeyrisþegi.
„Er það ekki
bara gott og
blessað?
Veistu, ég hef
bara ekki
myndað mér
neina skoðun
á þessu og læt
mér því nægja að hafa áhyggjur
afnáminu mínu frekar en Sím-
anum eða Skjá einum."
Helga Björg Ingvadóttir
nemi.
„Ég hefnú
bara ekki heyrt
afþessu. Mér
finnstsattbest
að segja allt í
lagi að Síminn
kaupi hlut í
Skjá einum, að
því gefnu að Síminn verði þá
seldursem allra, allra fyrst."
Jón Einarsson nemi.
Kaup Símans á hlut í Skjá einum hefur vakið misjöfn viðbrögð.
Stjórnarandstæðingar saka sjálfstæðismenn um að beita ríkisfyr-
irtæki fyrir sig í deilum við Norðurljós en stjórnarliðar segja kaup-
in eðlileg og arðsemissjónarmið ráði þarför.
ölvueigh í hei
Alþjóðafjarskiptasambandið og skýrsla Þróunarstofnunar fjarskipta eru
sammála um hvaða tíu þjóðir eru mestu tölvunotendur í heimi:
TÖLVUEIGN EFTIR LÖNDUM
Land Fjöldi tölva í landinu Tölvur á hverja 100 íbúa
1. Bandarikin 178.000.000 62,25
2. Svíþjóð 5.000.000 56,12
3. Ástralía 10.000.000 51,71
4. Lúxemborg 230.000 51,45
5. Singapúr 2.100.000 50,83
6. Noregur 2.300.000 50,80
7. Sviss 3.600.000 49,97
8. Danmörk 2.300.000 43,15
9. Holland 6.900.000 42,85
10. Finnland 2.200.000 42,35
En svo er gæðum og auðæfum jarðarinnar misskipt að afþeim rúmu sex milljörðum
manna sem hér búa á ekki nema tæpur hálfur milljarður tölvur - eða 7,74 afhverjum
hundrað.
arstjón 1879-1
Þeire
feðgar
Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu - útgáfu, og
Þóröur Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar KB
banka, eru feðgar. Páll Bragi, sem er viðskiptafræðing-
ur, hefur meðal annars starfaö hjá Almenna bókafélag-
inu, Hafskipum og auglýsingastofunni Hvíta húsinu.
Þórður, sem er hagfræðingur, starfaði áður meðal ann-
ars sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Stefanía Ingi-
björg Pétursdóttir er eiginkona Páls og móðir Þórðar.
Forstjórinn
m greinirínn
mæli
... AÐ MÖNDULSNÚNING-
UR JARÐAR ER HÆGARI í
MARS EN í SEPTEMBER.
TÖNLISTAR-
FRÆÐING-
UR ER MAÐ-
URSEM
KANNAÐ
LESA TÓN-
LISTEN
HEYRIR HANA EKKI.
- Sir Thomas Beecham hljómsveit
Það er stadreynd...