Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2004, Síða 27
DV SíOast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 2004 27
Leiðin frá hallæri til kúls var ekki í boði ríkisins
Nú er Iceland Airwaves skollin á
og allir sem rokkvettlingi geta valdið
ættu að flykkjast á tónleika. Út um
allan bæ eru æsandi gigg með fram-
sæknum erlendum listamönnum og
íslenskum snillingum, sem augu og
eyru útlendinga beinast að, enda er
það löngu orðin viðurkennd stað-
reynd meðal tónlistaráhugafólks að
íslensk tónlist sé fersk og spennandi.
En þetta var ekki alltaf svona. Langt I
frá.
í iðrum kúlsins
Fyrir ekki svo löngu var íslensk
tónlist nefnilega álíka hallærisleg og
slavneskt polka í augum umheims-
ins. Hljómar, sem Thorís Hammer,
reyndu á ná útlendum eyrum en
þótt rokkið þeirra væri æsandi gerð-
ist ekkert íyrr en löngu seinna þegar
endurútgáfurnar sýndu fram á
snilldina. Pelican gh'mdu við sveitta
ístrubelgi sem vildu „make you a
star“, en ekkert gerðist. Hér liðu
mörg ár í röð án þess að erlend bönd
kæmu til að spila og þegar einhver
kom loksins lá við öngþveiti. Austur-
stræti fylltist t.d. af fólki þegar skoski
popparinn B.A. Robertson áritaði
plötur í Kamabæ. Karlgreyið hafði
aldrei séð annað eins og yljar sér ör-
ugglega ennþá við tilhugsunina og
smjörþefinn af frægðinni.
Smátt og smátt sönnuðu menn
sig I augum heimsins. Þursaflokkur-
inn gerði það gott í Hollandi með
séríslenska loparokkinu sínu og
Mezzoforte komst í 17. sæti smá-
skífulistans í Englandi 1983. Þá um
sumarið átti ég leið framhjá diskó-
Dr. Gunni
fjallar um hvernig
Islendingar hættu að
vera hallærislegir.
Kjallari
teki á Leicester Square og heyrði
tóna „Garden Party" h'ða út I nótt-
ina. Ég fylltist sjaldgæfu stolti fyrir
hönd þjóðarinnar og var næstum
rokinn á næsta Breta til að segja
honum að strákarnir í hljómsveit-
inni væru landar mínir.
Næsta skref var það stærsta: Syk-
urmolarnir slógu í gegn og seldu
miUjónir platna. Þetta fólk sem mað-
ur hafði drukkið við hliðina á á Kaffl
Gesti var bara allt í einu komið fram-
an á útlend stórblöð. Þetta var ein-
stakt og það hefur ekki verið horfið
frá þessari þróun síðan. Allir vita
hvemig fór: I dag nennir maður varla
að líta við þegar útlendar stjömur
verða á vegi manns og maður hefur
ekki undan að fara á tónleika með
útlendri snilld. íslensk tónlist hefur
fyrir löngu sannað sig og dvelur nú í
iðrum kúlsins. Við verðum varla hall-
ærisleg aftur í bráð.
Rokk fyrir sendiherrann
Sem betur fer hafa Riki eða Bær
h'tið komið nálægt þessari þróun. ís-
land væri ömgglega ekki kúl ef það
hefði verið markmið áralangs plotts
stjórnvalda. Á sínum tíma fóm Syk-
urmolarnir betlandi milh stofhana
þegar þeim bauðst að hita upp fyrir
U2 en fengu hvergi krónu, en nú er
þetta aðeins skárra. Flugleiðir og
Borgin styðja t.d. rausnarlega við
Airwaves. AJlt rfldsstyrkt Usta- og
tónlistarhafarí er upp til hópa mis-
heppnað og varla annað en afsökun
fyrir íslenskt stofhanafólk að fá dag-
peninga til að fara á fyUirí. Sjáiði
bara nýlegt dæmi: íshlunkinn í París
og delluna í kringum það. í hvaða
Óralandi býr fóUc sem heldur að
svona penmgasóun hafi eitthvað að
segja? Ekki fyrir löngu sigldi einhver
ofurhugi í kjölfar Leifs Eiríkssonar á
heimasmíðuðu fleyi og þegar hann
náði á leiðarenda var haldin „menn-
ingarhátíð" í höfhinni í New York. Á
svipuðum tíma buUaði Ólafur Ragn-
ar eitthvað um að Disney ætti að
gera teiknimynd um Lucky Leif.
Nokkur íslensk bönd vom send út á
vegum ríkisins til að spila á höfninni
og giggið var auglýst á heUsíðu í New
York Times. Svo spUuðu útfluttu
böndin fyrir íslenska sendiherrann
og konuna hans og einhverja stofri-
anafauska sem höfðu flogið út með
rokkurunum á Saga Class. Það hefði
alveg eins verið hægt að henda pen-
ingunum sem fór í þetta mgl út úr
þotunni á leiðinni út, það hefði
komið á sama stað niður „kynning-
arlega" séð.
Þroskaheftur á betl-fundi
Þótt skömm sé frá að segja er ég
sammála frjálshyggjutuðurunum í
þessu: Listin á að fá að þróast að
mestu án styrkja og snflcja. Þetta segi
ég kannski bara af því að ég hef
nokkrum sinnum sótt um einhverja
Tónleikar Tónlistarhátlðin
lceland Airwaves erskollin á
og trekkirtil sín útlendinga.
Ég fylltist sjaldgæfu
stolti fyrir hönd þjóð-
arinnar og var næst-
um rokinn á næsta
Breta til að segja hon-
um að strákarnir í
hljómsveitinni væru
landar mínir.
styrki en aldrei fengið krónu. Man
að ég fór með tveimur öðrum á fund
með félagsmálaráðherranum Árna
Magnússyni, sem þá var aðstoðar-
eitthvað f Iðnaðarráðuneytinu. Ámi
hefur ömgglega haldið að ég væri
þroskahefhir því ég sat glottandi út í
horni allan ftmdinn og sagði ekki
orð. Ég datt eiginlega út og fór í aðra
„vídd", því með mér vom menn sem
kunnu að bulla sannfærandi í þeim
tilgangi að kreista aur út úr Rfldnu.
Þótt þeir bulluðu vítt og breytt um
þörfina fyrir að íslenska ríkið styrkti
Unun til heimsfrægðar fengum við
ekki krónu.
Auðvitað hefði komið sér vel að
fá borgaðar ferðir og kannski smá
dagpeninga þegar við hörkuðum á
þröskuldi meiksins með Visa og yfir-
dráttinn í botni. Þá væri ég kannski
ekki ennþá að borga niður skulda-
súpuna. Én á móti kemur að það er
meira kiil eftir á að geta sagst hafa
gert hlutina upp á eigin spýtur, en
ekki fyrir almannafé eins og hver
annar þurfalingur. Grey mennirnir
sem skammta úr sjóðunum hafa
hvort sem er nóg með kennarana,
öryrkjana og sjúklingana. Og svo
auðvitað sjálfa sig.
Ályktun en ekki
lesendabréf
í DV í gær var
ályktun frá Frjáls-
hyggjufélaginu
birt undir þeim
formerkjum að
um lesendabréf
væri að ræða. Birt
var mynd af for-
manni félagsins,
Gunnlaugi Jóns- Gunnlaugur
i.„. Jónsson For-
synt, með ályktun- ma6urFrjáls_
ínm sem fjallaðl hyggjufélagsins
um kennaraverk- skrifaði ekki les-
fallið. Ályktunina í endabréf, heldur
heild sinni má sendi félagið
finna á heimasíðu dWun.
félagsins, www.frjalshyggja.is.
m mm
Kærleikur Bréfritari fjallar um kærleik, sem er nánast óumflýjanlegur ikristnu samfélagi.
Skrifstof ur DV Margir hafa sent baráttu-
kveðjur vegna umfjöllunar um handrukkara.
Útrýmum meinum
þjóðfélagsins
Guðm undur Friðrík Sigurðsson
skrifar.
Ágætu ritstjórar.
Ég vil lýsa yfir aðdáun minni og
þakklæti fyrir framgöngu ykkar
Lesendur
gagnvart „ofbeldisseggjum". Til að
leggja mitt að mörkum til að blaðið
haldi áfram að dafna og hafi mátt til
áframhaldandi baráttu gegn þessari
ógn, óska ég eftir að gerast áskrif-
andi að blaði ykkar og að blaðið
verði sent mér á vinnustað minn.
Gefumst aldrei upp og útrýmum
„skaðlegum" meinum úr þjóðfélag-
inu.
Bestu þakkir mínar til hugrakkra
manna (karlkyns og kvenkyns) á
DV.
Ég elska þig!
Einarlngvi Magnússon, Heiðar-
gerði 35 Reykjavfk, skrifar.
Óskapleg er orðin mannvonskan
I þjóðfélaginu eftir fréttum í fjöl-
miðlum að dæma. Þar má lesa
hvern dag um gróf ofbeldisverk allt
til mannsmorða. Þetta eru fréttir
sem maður á einhvern veginn ekki
von á í samfélagi sem telur sig krist-
innar trúar.
Þeir sem fremja flest þessi voða-
verk eru fermt þjóðkirkjufólk.
Hversu langt nær trúræknin I sam-
félaginu? Lifa landsmenn ekki bara
einhverja yfirborðslega sunnudags-
trú, kristindóm andskotans og haga
sér samkvæmt þeirri h'fsspeki?
Hvað er orðið um kærleiksboð-
orð Krists: „Þú skalt elska náung-
ann eins og sjálfan þig“? Ef trú okk-
ar næði til hjartans fengjum við nýj-
an skilning á tilverunni og myndum
hætta eyðileggingarstarfseminni á
sjálfum okkur og öðrum, sem er ná-
kvæmlega það sem felst í kærleiks-
boði frelsarans.
Fólk er á hlaupum til liðs við
önnur trúarbrögð vegna þess að því
þykja kirkjurnar hafa brugðist eða
það heyrir tómahljóðið er það kem-
ur við yfirborðið. Við skulum ekki
dæma hinn sanna kristindóm fyrir
andvaraleysi og ábyrgðarleysi ferm-
ingarbarnanna sem hafa ekki hald-
ið heit sín við Guð og Jesúm Krist,
sem þau lofuðu að gjöra að Herra
lífs síns.
Elskan og kærleikurinn eru
meðal merkja hins sanna kristin-
dóms og sá sem hefur þau að leið-
arljósi í lífi sínu ástundar góð verk
og frið við alla menn. Það er þeim
manni eiginlegt. Glæpir og ofbeld-
isverk hinna ótrúu fermingarbarna
þjóðkirkjunnar segja því sína sögu.
Þó er kirkjunni ekki um að kenna,
né kenningunni, heldur þeim sem
eru undirrót tíðarandans og allra
myrkarverka í veröldinni.
Sérhvert mannslíf er dýrmætt.
Svo dýrmætt að sonur Guðs kom til
jarðar og færði sjálfan sig að fórn
sérhverjum þeim til sáluhjálpar
sem trúir á og meðtekur hann. Það
ætti því að vera eiginlegt hverjum
þeim sem trúir, að elska þann sem
Guð elskar. Því hvernig ættum við
að hata einhvern sem Guð elskar?
Okkur er því gefið að breyta eftir
lögmáli kærleikans og hrinda ekki I
glötun nokkrum þeim manni sem
Kristur dó fyrir.
mefi Reyni Traustasyni
• Talað er um það í
viðskiptalífinu að
Margeir Pétursson
og Hagkaupsbræð-
urnir Sigurður Gísli
og Jón Pálmasynir
hafi ætlað að selja
bréf sín í Skjá einum
■ á yfirverði eða hátt I
300 milljónir króna.
Síminn snéri aftur á
móti á þá og keypti
aðsögnaf Gunnari
Jóhanni Birgissyni,
Hirti Nielsen og fleiri
litlum hluthöfum.
Hagkaupsbræður
sitja eftir í óvirkum minnihluta með
sárt ennið en þeir hafa svo sem efni
á því...
• Héraðsfréttablöð eiga sér mislang-
an líftíma enda misjöfn að gæðum
og sum þeirra vart boðleg sem fjöl-
miðlar. Eitt blað hefur borið höfuð
og herðar yfir önnur bæði hvað
varðar gæði og líftúna. Þetta er Bæj-
arins besta á ísafirði sem stofnað var
1984 af félögunum Halldóri Svein-
bjömssyni og Sigurjóni Sigurðssyni.
Þótt mannfækkun og óáran hafi
dunið á Vestfjörðum hefur blaðið og
vefur þess staðið sína plikt og nú er
væntanlegt risavaxið 20 ára afmælis-
rit...
• Málaferli fjöl-
skyldu Nóbels-
skáldsins Halldórs
Laxness á hendur
Hannesi Hólmsteini
Gissurarsyni ævi-
sagnahöfundi hefjast
í héraðsdómi á
næstunni. Prófessor
Hannesi er stefiit
þar vegna ritstuldar
og honum til vamar
var JónSteinar
Gunnlaugsson. Nú
er Jón Steinar geng-
inn í björg hæsta-
réttar en lögff æðing-
urinn Heimiröm
Herbertsson hefur tekið við keflinu.
Sá vinnur á lögfræðistofu Jóns Stein-
ars og er hermt að hann njóti hjálpar
fóstrans...
• Sex mínútur vom
liðnar af síðasta
fundi skipulags- og
byggingamefndar
Reykjavíkur þegar
Bjöm Ingi Hrafns-
son, aðstoðarmaður
HalldórsÁsgríms-
sonar forsætisráð-
herra tók sæti sitt. Það að Bjöm Ingi
skuli enn sitja í nefndinni þrátt fyrir
aðstoðarmannsstarfið mun þó ekki
vera til marks um litlar annir í for-
sætisráðuneytinu eða yfirburða
skipulagsgáfú Bjöms Inga. Kunnugir
telja fyrst og fremst um að ræða hag-
sýnissjónarmið aðstoðarmannsins
sem með nefndarsetunni fær dálitla
aukapeninga í heimilishaldið...
• Egill Helgason er í
miklu stuði í Silfrinu
og samkeppnin virð-
ist styrkja hann.
Meðal gesta hans á
sunnudag verða
össur Skárphéðins-
son, formaður Sam-
fylkingarinnar, GuðniAgústsson,
varaformaður Fram-
sóknarflokksins, og
Jón Baldvin Hanni-
balsson, fyrrverandi
utanríkisráðherra.
Margir bíða þess
spenntir að Össur og
Jón Baldvin beri
saman bækur sínar en þeir hafa ekki
komið fram í sama þætti um árabil...