Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Blaðsíða 5
RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS VIÐ ÖBÍ Fyrir kosningar: „Ég hef tröllatrú á því að hver sem að ríkisstjórnin verður sem að tekur við að loknum kosningum, að þeir standi við þetta samkomulag. Ég hef enga trú á því að hver sem ríkisstjórnin verður, að þeir vilji hefja styrjöld við Öryrkjabandalagið." Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í RÚV 25. mars 2003. „Samkomulagið sem gert var við Öryrkjabandalagið náðist eftir fjölmarga formlega, en ekki síður óformlega samráðsfundi, sem undirritaður og embættismenn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins hafa átt með forystumönnum bandalagsins að ógleymdum Halldóri Ásgrímssyni." Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í Morgunblaðinu 27. mars 2003. „Báðir sögðumst við sannfærðir um að enginn stjórnmálaflokkanna myndi einn eða í samráði við aðra flokka reyna að rokka við því samkomulagi sem gert hefur verið." Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í Morgunblaðinu 27. mars 2003. Eftir kosningar: „Það er Ijóst að það vantar þarna upp á og miðað við þá peninga sem ég hef - einn milljarð króna - get ég ekki farið í nema tvo þriðju núna.“ Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðherra í DV 27. nóvember 2003. „Það hefur komið í Ijós að fullnusta þess (samkomulagsins) er dýrari en lá fyrir þá og ég er að leita leiða og láta fara yfir málið til þess að hægt verði að fullnusta samkomulagið." Heiibrigðis- og tryggingamáiaráðherra í Fréttablaðinu 29. nóvember 2003. Niðurstaðan var því sú að sögn ráðherra að greiða þyrfti hækkanirnar sem um var samið í áföngum, 66% koma til greiðslu um næstu áramót og afgangurinn ári síðar. - „Þetta varð niðurstaðan í meðförum ríkisstjórnarinnar um fjárlagafrumvarpið." Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í Morgunblaðinu 28. nóvember 2003. Úr forystugreinum Morgunblaðsins: „Stjórnmálamenn, sem í vor töldu ríkissjóð hafa nægt svigrúm, þannig að bæði væri hægt að lofa að lækka skatta og heita öryrkjum brýnum kjarabótum, geta ekki verið þekktir fyrir að seinka nú efndum loforða sinna." Morgunbiaðið 27. nóvember 2003. „Kjarni málsins er sá, að ríkisstjórnin gerði samkomulag, sem flestir töldu að markaði tímamót í samskiptum hennar og öryrkja eftir áralangt stríð og málarekstur fyrir dómstólum. Samninga, sem gerðir eru, ber að efna.“ Morgunblaðið 13. október 2004. ÖRYRKJABANDALAG ÍSLANDS Auglýsingin er greidd með erfðafé Óiafs Gisla Björnssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.