Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVMEBER 2004
Fréttir DV
Mest af
síldinni í
frystingu
Veiðar á íslensku sumar-
gotssfldinni hafa gengið
ágætlega undanfarnar vik-
ur. Upp-
sjávarfyrir-
tækin á
Austur-
landi hafa
notið góðs
af því að
veiðin hef-
ur undan-
farið verið
fyrir austan landið. Stór
hluti aflans, eða ríflega
60%, hefur farið í frystingu
eða söltun sem eykur afla-
verðmætið til muna. Til
samanburðar fór 47% í
frystingu/söltun á vertíð-
inni í fyrra. Nokkur skip-
anna hafa fryst aflann beint
um borð en önnur séð
vinnslunni í landi fyrir hrá-
efni með því sem næst dag-
legum löndunum undan-
farnar vikur. Greining ís-
landsbanka segir frá.
Sérbýli í
sérflokki
Ahrif lægra vaxta og
rýmri veðheimilda á
fasteignalánum eru nú
að koma fram á fast-
eignamarkaðnum. Ljóst
er að fasteignaverð hefur
hækkað verulega sam-
kvæmt vísitölu íbúðar-
húsnæðis, eða um 14%
síðastliðna 12 mánuði.
Það sem vekur þó eink-
um athygli er hve verð á
sérbýli hefur tekið við
sér en það hefur hækkað
um 21,5% síðastliðna 12
mánuði en verð fjölbýli
hefur hækkað um 11,5%
á sama tíma. Greining
KB banka segir frá.
Flúðir þú
gúmmibrunann
hjá Hringrás
Hilda Hafsteinsdóttir,
ibúi á Kleppsvegi.
„Nei, ég tók ekki eftir neinu.
Vissi samt aö eitthvað væri að
brenna. Fann lyktina þegar ég
fór i vinnuna í morgun. Ég
heyrði I gær að maöur ætti að
ioka gluggum og kynda ofna.
Mér fannst það ágætt. Enda
ekki óvön því að kynda vel."
Hann segir / Hún segir
„Ég fór i nótt og ætlaði að
kíkja á þetta. Þaö var bara svo
vitlaust veður. Nei, það var
enginn reykur hjá mér.
Ástandið var verra á efri hluta
Kleppsvegar. Annars er hræði-
legt þegar svona gerist. Veðrið
varlíka vitlaust."
Sævar Ciesielski,
íbúi á Kleppsvegi.
Guðmundur Eiríksson, sendiherra íslands í Kanada, er sagður í tygjum við
Adrienne Clarkson landstjóra. Stórblaðið The National Post lætur að þessu liggja í
dálkum sínum en sendiherrann ber þær sögur allar til baka og segist aðeins vera
vinur landstjórans og fjölskyldu hans.
Islensk sendiherrann
sagöur í ástarsnmbandi
viö kanadíska Inndsflórann
Kanadíska stórblaðið The National Post staðhæfir að náið sam-
band sé á milli íslenska sendiherrans í Kanada og kanadíska
landstjórans, frú Adrienne Clarkson.
Því er haldið fram í blaðinu að
eiginmaður landstjórans sé hættur
að mæta í samkvæmi með eigin-
konu sinni vegna aðdáunar hennar
á Guðmundi Eirflcssyni sendiherra
sem á síðum blaðsins er lofaður fyr-
ir glæsileika og sagður nýjasta
stjarnan á himni samkvæmislífsins í
Kanada: „The silver-haired, silver
tongued Eiriksson," eins og blaðið
kýs að lýsa íslenska sendiherranum.
Guðmundur Eiríksson, sem
verið hefur sendiherra í Kanada
síðan í september 1993, aftek-
ur með öllu að hann eigi í
ástarsambandi við
kanadíska landstjórann.
Bara vinir
„Við erum nánir vin-
ir eins og þarna segir en
að öðru leyti er ekki fót-
ur fyrir þessum skrif-
um,“ segir Guðmundur
og ítrekar að sérlega góð
vinátta sé á milli fjöl-
skyldu sinnar og fjöl-
skyldu landstjórans og eigi
það bæði við um maka og
börn. „Sannleikurinn er sá að
þetta blað hefur lagt land-
stjórahjónin í einelti um langt
skeið og þessi skrif eru hluti af því.
Blaðamaðurinn sem þetta skrifar er
þekktur fyrir þessa gerð blaða-
mennsku," segir sendiherrann og
viðurkennir að víst séu þessi skrif
bagaleg fyrir sig og eiginkonu sína:
„Konan mín hefur lesið þetta
og auðvitað er leiðinlegt
fyrir alla sem í
svona lög-
Guðmundur Eiríksson og
Adrienne Clarkson Sendiherranum
llkt viö tunguiipran silfurrefsem skot-
ist hafi upp á kanadískan samkvæm-
ishimin á ótrúlega skömmum tima.
uðu lenda og sérstaklega fyrir þá
sem ekki eru vanir því."
Rótgróin andúð
Andúð The National Post á
kanadísku landstjórahjónunum skín
í gegn í öllum skrifum blaðsins um
meint ástarsamband íslenska sendi-
herrans og
land-
stjórans. Eiginmaður landstjórans,
heimspekingurinn Ralston Saul, fær
þá einkunn að öll skrif hans á fræði-
vellinum séu lflcust hitabeltissvampi
og sjálfur sé landstjórinn allt að því
heimsþekktur fyrir peningabruðl sitt
á kostnað kanadískra skattgreið-
enda.
Dýrt ferðalag
Reynar komst frú Adrienne
Clarkson í fréttir þegar hún heim-
sótti ísland í upphafi ársins ásamt
fjölmennu fylgdarliði. Tók hún þá
109 herbergi á leigu á Hótel Nordica
og lét sítengja þau öll við netið. Var
þá haft eftir starfsmönnum hótels-
ins að aldrei fyrr hefðu þeir fengið
aðra eins gesti. Kanadíski land-
stjórinn var þá á ferð um norð-
urslóðir með viðkomu á íslandi,
Finnlandi og Rússlandi
en alls kostaði
ferðalagið rúmlega
fimm milljónir dollara,
eða um 275 milljónir ís- 'ff?|
lenskra króna.
„Innilegt samband"
í grein The National Post
segir orðrétt: „Hinn ómótstæði-
legi, tungulipri silfurrefur Eiriks-
son - sem reynar er fæddur í
Winnipeg - er nú stjarna í sam-
kvæmislífi diplómatanna
sem á annað borð
umgangast
Clarkson
sem sýni-
lega er
hrifin af íslenska sendiherranum og
samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um okkar er sú hrifning gagnkvæm.
Þau tvö eiga í „innilegu sambandi”,"
segir einn sem vel þekkir til."
Sem fyrr segir ber Guðmundur
Eiríksson sendiherra allar þessar
fréttir til baka og vísar til föðurhús-
anna. Þetta sé eitthvað sem menn
verði að búa við í Kanada umgangist
þeir landstjórann og eigi að vini eins
og raunin sé í tilviki hans.
Jólagjöfin í ár kostar 8.500 krónur.
Snjóhvítar tennur á jólunum
„Þessu er penslað á tennurnar og
nægir í fjórtán skipti," segir Heiða
Björk tanntæknir sem hefur, starfs
síns vegna, fyrir löngu komið auga á
jólagjöfina í ár. Litla buddu með
búnaði til að gera tennur hvítari,
meðferð sem hingað til hefur verið
veitt á tannlæknastofum. Buddan er
til sölu á fjölmörgum tannlækna-
stofum og ábyrgjast þeir sem til
þekkja að árangur sé öruggur. „Ann-
ars getur fólk bara skilað buddunni.
Sjálf hef ég notað þetta í tvígang
með frábærum árangri," segir Heiða
Björk og það fer ekkert á milli mála
þegar hún brosir: Tennurnar eru
Heiða Björk með jólgjöfina Allt i einum
pakka til að gera tennurnar hvítari um þessi jól.
mjallahvítar. í buddunni er sérstakt
krem og penslar auk tannbursta.
Meðferðin er einföld og skýrir sig
sjálf þegar leiðbeiningar eru lesnar.
Heiða Björk segir þessa jólagjafa-
hugmynd skemmtilega, ekki síst
með tilvísun í hvít jól sem eru ein-
kenni velheppnaðra jóla eins og best
er þekkt úr jólalaginu White
Cristmas.
Þessi hátíðlega útgáfa af tannlýs-
ingu er seld undir vörumerkinu
Viva-Sfyle Paint-On, Professional
Tooth Whitening System. Buddan
kostar 8.500 krónur. „Allt í einum
pakka," segir Heiða Björk.
Söng fyrir
mömmu
Kristján Jóhannsson og fleiri
stórsöngvarar sungu fyrir fullum sal
í dvalarheimilinu
Hlíð á Akureyri á
mánudagskvöld.
Með Kristjáni
voru Jóhann Már
Jóhannsson
bróðir hans og
stórfrændi þeirra
bræðra, Örn Við-
ar Birgisson. Þetta kemur fram á
heimasíðu Akureyrarbæjar. Þeir
voru þangað komnir til að syngja
fyrir móður bræðranna, Fanneyju
Odddgeirsdóttur sem býr í Hlíð, og
aðra heimilismenn Öldrunarheim-
ila Akureyrar.