Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 11
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVMEBER 2004 11
Kennedy-
fjölskyldan
er brjáluð
Kennedy-fjölskyldan er brjáluð
af reiði og hneykslun þessa daga
vegna vídeóleikjar
þar sem þátttak-
endum er ætlað að
taka þátt í laun-
morðinu á John F.
Kennedy forseta í
Dallasfyrir41 ári.
Það eru leikja-
hönnuðirnir í
Traffic Games í
Glasgow sem búið hafa til leikinn
sem heitir JFK Reloaded. Þátttak-
endur skora stig með því að skjóta á
bílalest forsetans út um gluggann á
bókasafninu þar sem Lee Harvey
Oswald var staðsettur á morðdag-
inn. Edward Kennedy bróðir Johns
F. Kennedy segir að leikurinn sé
„hreinn viðbjóður".
Raunveru-
leikaþáttur
með sniglum
Sjónvarpsstöo hefur hafið
sýningar á raunveruleikaþætti
með sniglum sem byggður er á
þáttunum „Ég er þekkt - komið
mér héðan“. Breska sjónvarps-
stöðin UKTV G2 segir að þættirn-
ir standi yfir í ellefu daga og aðal-
leikararnir eru afriskir risasniglar
með nöfnum á borð við Slime-
On Cowell, Snailey Thompson,
Snail Porter og Carol Slimey. Þeir
munu leysa ýmsar sniglaþrautir
eins og 100 millimetra maraþon-
ið og kálát. Einn snigill er síðan
kosinn út á hverjum degi. Reikn-
að er með fjörlegu kynh'fi í þátt-
unum þar sem afrískir risasniglar
eru þekktir fyrir að fjölga sér
hraðar en kanínur.
Stærsti ham-
borgari í heimi
Stærsti hamborgari í heimi sem
er á daglegum matseðli er 5,5 kfló-
gramma skrímsli. Aðeins er vitað
um einn mann sem tókst að torga
honum öllum. í borgaranum eru
tæp 700 grömm af fitu. Hann telur
um 12.500 kaloríur, eða tífaldan
ráðlagað dagskammt - og það er án
frönsku kartaflnanna sem fylgja.
Borgarann, sem ber nafnið Ye Olde
‘96er, er hægt að kaupa á tæp 13
pund á barnum Denny í Clearfield
í Pennsylvaníufylki. í honum eru
nær þrjú kíló af kjöti og tæplega tvö
kíló af osti og öðru meðlæti auk
brauðsins.
Ótrúlega góður tenór
Maður getur ekki annað en ver-
ið jákvæður og menningarlegur í
þetta sinn. Það er nóg fjallað um
brunann og alls konar mál í þjóð-
félaginu en efst í mínum huga
núna er leiksýning sem ég fór á í
Óli Ómar Ólafsson
hreifst afsýningu I Iðnó.
Leigubílstjórinn segir
Iðnó f vikunni. Ég fór á Tenórinn
með honum Guðmundi Ólafssyni
og sýningin var frábærlega
skemmtileg. Innihaldið var gott
þar sem hann fjallaði um lífið og
fjölskylduna og svo syngur hann
ótrúlega vel.
Ég er yfirleitt ekki mikið fyrir að
fara í leikhús heldur vil ég frekar
eyða tíma í sumarbústaðnum á
sumrin þegar ég á frístundir en
stundum er maður dreginn út í
alls konar hluti af æðra valdinu.
Ég viðurkenni alveg að ég fór með
hálfum huga á þessa sýningu, sem
kom mjög á óvart. Við fórum
þrenn hjón saman og skemmtum
okkur öll konunglega. Guðmund-
ur var að gera góða hluti og það
var greinilegt að söngnámið hans
hefur borgað sig. Ég sé ekki eftir
þessu.
Ég hef ekki komið í Iðnó lengi
og það var gaman að koma þang-
að aftur. Maður fór í gamla daga af
og til en aðalbreytingin er að
maður getur núna farið á barinn í
hálfleik.
Það er frábært þegar menn
geta komið málunum svona vel
frá sér eins og Guðmundur gerði,
þannig að maður verður glaður
lengi á eftir.
Auður Laxness vill að Hannes Hólmsteinn Gissurarson greiði henni 7,5 milljón
krónur í bætur fyrir að hafa stolið texta Halldórs Laxness og notað í fyrsta hluta
ævisögu sinnar um skáldið. Hún tiltekur í stefnu 120 atriði um ritstuld og krefst
alls hagnaðar hans af útgáfu bókarinnar.
AuDur Laxness krefst
7,5 nilljóni frá Kmnsi
Auður Laxness með Halldóri Auður
krefst þess að fá 5 milljón króna áætlað-
an hagnað Hannesar Hólmsteins af
bókinni um Halldór Laxness.
Auður Laxness, ekkja nóbelsskáldsins HaUdórs Laxness, hefur
höfðað mál gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor
við Háskóla íslands, vegna ritstulds. Hún krefst þess að hann
verði dæmdur til refsingar og að hún fái allan þann hagnað sem
hann hafi fengið af útgáfu bókarinnar. Hún vill að Hannes verði
dæmdur til að greiða henni 7,5 milljónir króna í bætur.
Lögmaður Auðar, Halldór H. Back-
man, segir í stefnu sem verður þingfest
hjá Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun,
að Auður hafi komist að því þegar bók
Hannesar, Halldór, kom út um jólin í
fyrra, að hann hefði nýtt sér í miklum
mæli texta Halldórs Laxness. Það hafi
hann gert „bæði í heimildaskyni án
þess að geta heimilda með viðhlítandi
og með beinum hætti án þess að til-
greina réttan höfund textans. Þá vom
talsverð brögð að því að stefndi bein-
línis nýtti texta Halldórs Laxness en
breytti honum að eigin geðþótta og
birti í bók sinni, í flestum tilfellum sem
eigin texta".
Auður segir að ekki hafi legið fyrir
samþykki sitt eða annarra erfingja Hall-
dórs fyrir noktun Hannesar á óútgefnu
efiti Halldórs. Auður höfðar málið í eig-
in nafni þar sem hún situr í óskiptu búi
Halldórs. Hún segir í stefnunni að bók
Hannesar sé að miklu leyti endursögn á
endurminningabókum Halldórs Laxn-
ess sem Halldór hafi skilgreint sem
skálsdögur í ritgerðarformi og því hafi
efni þeirra „ekki endiiega borið keim
sagnfiæðilegs sannleika".
120 dæmi
Með málinu er lögð ffam skýrsla
Helgu Kress, prófessors í bókmennta-
fræði, þar sem hún ber saman ffum-
texta Halldórs Laxness og samsvarandi
blaðsíður úr bók Hannesar. Síðan til-
tekur lögmaður Auðar 120 atriði þar
sem hún telur að höfundarréttur hafi
verið brotinn.
Auður vill 2,5 milljónir í miskabætur
vegna meintra höfundarréttarlaga-
brota en 5 miiljónir að auki í bætur.
Hún vill einnig dráttarvexti og að
Hannes borgi málskosmað.
Hún krefst refsingar þar sem brotin
hafi verið ffamin af ásetningi eða að
minnsta kosti stórfelldu gáleysi.
Refsiramminn markast af höfundalög-
um þar sem talað er um sektir eða fang-
elsi í allt að tvö ár. í stefnunni segir að
við refsikröfur sé á því byggt að taka
verði tillit til stöðu Hannesar Hólmst-
eins, gríðarlegs umfangs málsins og
þess að brotin hafi verið framin í
ágóðaskyni.
„Stefnandi byggir einnig á því að
stefhdi hafi með ítrekuðum og grófum
hætti brotið gegn höfundarrétti Hall-
dórs Laxness með því að breyta fium-
texta höfundarins og aðlaga hann að
eigin texta. Þannig hafi stefndi ýmist
slitið einstakar setningar úr samhengi
og bætt þeim inn í sinn eigin texta, fellt
út orð eða bætt við orðum."
Vill uppræta hagnað Hannesar
I sambandi við miskabætur segir
lögmaðurinn að 2,5 milljónir sé hæfileg
taia með hiiðsjón af miklu umfangi
brotanna og grundvallarréttindum
höfundarréttarins. „Telur stefnandi að
hafa beri í huga að Halldór Laxness
hafi verið og sé enn einhver merk-
asti rithöfundur þjóðarinnar og að
verk hans og sá höfundarréttur sem
þeim fylgi, sé í senn mikilvægur og
verðmætur. Stefndi hafi, með ólög-
mætum og saknæmum hætti, eign-
að sér ritverk Halldórs í miklum
mæli, sér tii hagsbóta."
Fimm milljón króna bætumar em
miðaðar við meintan ávinning Hann-
esar af brotum sínum, enda eigi Harni-
es ekki að njóta fjárhagslegs ávinnings
af útgáfu bókarinnar. Fjárhæðin er
miðuð við áætlun sem taki mið
fjölda seldra eintaka bókar
Hannesar samkvæmt upp-
lýsingum frá Al-
menna bókafélag-
inu. Auður skorar á
Hannes að upp-
lýsa um allar tekjur
sem hann hafi haft
af ritun og útgáfu
bókarinnar.
Auður stefnir Hannesi að mæta eða
láta mæta í fyrramálið klukkan 10 í
Héraðsdóm Reykjavíkur þegar málið
verður þingfest til að svara til saka.
Þegar DV ræddi við Hannes Hólm-
stein í gær hafði hann ekki séð stefn-
una. „Ég hef ekki séð þetta og get þar af
leiðandi ekkert tjáð mig um þetta,"
sagði hann.
kgb@dv.is
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Getur ekki tjáð sig um stefnu sem hann hef'■
ur ekki séð.
Höfrungar
bjarga fólki
frá hákarli
Hópur sundfólks á Nýja-Sjá-
landi hefur greint ffá því hvernig
hópur af höfrungum kom þeim til
aðstoðar og bjargaði þeim frá árás
hvíts hákarls. Um var að ræða
strandverði sem voru við æfingar
undan ströndinni við Whangarei á
norðureyju
Nýja-Sjálands.
Þriggja metra
langur hákarl-
inn kom að
hópnum og
byrjaði að
synda ógnandi í kringum hann. Þá
bar að hóp af höfrungum sem
mynduðu hring í kringum sund-
mennina og stugguðu hákarlinum í
burtu. Sjávarlíffræðingar segja að
svona hegðun sé ekki óalgeng hjá
höfrungum.
Enn meiri verðlækkun!
ÓDÝRARA
ATLAS^FRELSI
More Minutes
f More Countries
✓ Less Price
1000 kr.
að hringja til
útlanda
atlas<íreIsi
Fasst um land allt: Olís - Hagkaup -10-11 ■ Sparkaup ■ Penninn - Samkoup -Úrval - Nettó
www.atlassimi.is
2000 kr. Lönd í ódýrasta verðflokki ÍOOO kr. Lönd í ódýrasta verðflokki
Canada 540 min Canada 270 min
China 310 min China 150 min
Denmark 540 min Denmark 270 min
France 540 min France 270 mln
Germany 540 min Germany 270 min
lreland 540 min Ireland 270 min
Italy 540 min Italy 270 min
Netherlands 540 min Netherlands 270 min
Norway 540 min Norway 270 min
Poland 370 min Poland 180 min
Spain 540 min Spain 270 min
Sweden 540 min Sweden 270 min
UK 540 min UK 270 mln
USA 540 min USA 270 min