Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Qupperneq 29
X>V Sjónvarp MIÐVIKUDACUR 24. NÓVEMBER 2004 29 Hvað veistu umKeiru Knightley? Taktu prófið _ 1. Hvað æfði Keira áður en hún ákvað að snúa sér að leiklistinni? a. Fótbolta b. Söng c. Dans d: Módelstörf. 2. Hversu gömul var Keira þegar hún fékk sér umboðsmann? a. I8dra b. 6 ára c. 12 ára d. 15 ára 3. Hvað heitir persónan sem hún leikur í Bend It Like Beckham? a. Juliette b. Jess c. Mel d. Pinky 4. Hvaða ár fæddist Keira? a. 1984 b. 1982 c. 1985 d. 1979 5. Hver var fyrsta stóra Hollywood- myndin sem hún lék f? a. Pirates ofthe Carribbean b. Star Wars: The Phantom Menace c. Lord ofthe Rings: The Fellowship ofthe Ring d. The Fast and the Furious. 6. Við hlið hvaða leikkonu mun Keira leika f Hroka og hleypidómum eftir Jane Austen? a. Nicole Kidman b. ReneeZellweger c. Meryl Streep d. Judi Dench 7. Við hvað starfar mamma hennar? a. Leikstjóri b. Fyrirsæta c. Söngkona d. Leikskáld 8. Keira litaði nýverið hárið. Hvaða lit valdi hún? a. Brúnt b. Rautt c. Ljóst d. Svart ■isgh 8 ViWWT 'l !pnf9 eoDueyy woiuogd 3iil:sjdm JDIS ‘S S861 ‘k suaanr £DJpxss z sudq • ( •■m s Bumbun og bpjostahaldarar Þetta er ein af þessum myndum sem nánast hver einasti sauma- klúbbur á landinu hópast á og nán- ast hver einasta kona sem er ekki í saumaklúbb fer líka á. Flestir karl- menn fara einungis í fylgd með kærustum, nema þetta sé einn af þessum gaurum sem á bara vinkon- ur en er í raun ástfanginn af þeim flestum og fer með þeim af því að þeim finnst svo gott að tala við hann. Ég þurfti að fara einn af því að konan hafði farið með vinkonum sínum kvöldið áður. Ekki mjög töff, en hvað um það. Ég hafði ágætíega gaman af fyrstu myndinni um kjánann Bridget Jones sem skrifar í dagbæk- ur og hafði svo sem ekkert á móti því að sjá þessa þó að ég hefði alveg getað lifað án þess. Þessi tekur upp þráðinn átta vik- um eftir að sú fyrri endaði og hefur fröken Jones sett ansi utan á sig á þessum tveimur mánuðum og er hætt að nota allan farða af einhverri ástæðu. Hún er í hamingjusömu sambandi með Mark Darcy en er alltaf eitthvað að kjánast og haldin þeirri grillu að hann sé að halda framhjá. Verður það til þess að það flosnar upp úr sambandinu og hún verður kona einhleyp á ný. Daniel nokkur Cleaver (Hugh Grant) lætur sjá sig aftur og þarf Jones að vinna þátt með honum fyrir sjónvarpið sem endar með ósköpum. Helsta vandamálið við þessa mynd er það að það er enginn sögu- þráður og hún er ekkert sérlega fyndin. Það eru nokkrir ágætir brandarar hér og þar en ekki nóg til að halda henni uppi í tvo tíma. Zellweger er næstum því bara pirrandi með þessa kjánatakta og ósannfærandi breska hreim. Það er svolítið skrítíð að sjá hana svona mun „feitari" og meira óglamúrus en í þeirri fyrri. Það er eins og þeir hafi ekki þorað að ganga svona langt í fyrstu myndinni en nú þegar hún var svo vinsæl og Zellweger fékk svo mikið hrós fyrir að vera svo „hug- rökk" að fita sig fyrir hlutverkið þá vill hún reyna að bæta fyrra met. Hugh Grant er í þeirri seinni af þeim tveimur persónum sem hann virðist geta leikið, stamandi sjarmer- andi auiabárðinn eða sjarmerandi töffarann. Hann á bestu línumar í myndinni en sá leikari sem stendur sig best að vanda er Jim Broadbent sem leikur föður Bridgetar. Hann er því miður bara allt of h'tið í henni. Skítsæmileg mynd, fín í deitið en ekki mikið meira en það og ef ég væri Tælendingur yrði ég satt að segja sármóðgaður yflr henni. Ómai öm Hauksson Brídget Jones: The Edge of Reason Sýnd í Sambióunum, Há- skólabíói og Laugarásbíói. Leikstjóri: Beeban Kidron. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jacinda Barrett. ★ ★ Ómar fór í bíó Brad Pitt vill að vinur sinn, Matt Damon, verði kjörinn kynþokkafyllsti karl heims erfitt þokkafræðum fyrir. Hann var að berjast af hörku. Greyið gerði eins vel og hann gat og það reyndist honum að láta í minni pok- ann fyrir Jude Law,“ segir Brad og bætir við: „Ef hann heldur sínu strikið og gefur Matt Damon Þrátt fyrir harða baráttu laut hann i lægra haldi fyrirJude Law. sig í þetta þá munum við sjá hann á toppnum á næsta ári.“ Brad segist ekki einn um þjálfunina því annar fyrrverandi titilhafi, George Clooney, sé með honum í þessu. „Við erum að vinna með nokkrum ungum mönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Ef Jude Law væri á nám- skeiði hjá okkur þá yrði hann efstur í bekknum. Það er augljóst að kynþokkinn er honum eigin- legur. Við bindum hins veg- ar vonir við Matt og ætlum okkur að koma honum alla leið." Fekur Matt í kennsl Brad Pitt hefur að undanförnu veitt kollega sínum Matt Damon tilsögn í kynþokka. Brad vill svo gjarnan að vinur sinn Matt vinni titilinn „Mest kynæsandi karl ver- aldar". Matt tapaði naumlega fyrir Jude Law í síðustu kosningu en það er bandaríska tímaritið People sem tekur árlega saman lista af þessu tagi. Brad hefur sjálfur hampað þessum eftirsótta titíi og virðist ekki hafa áhuga á að endurtaka leildnn. Hon- um er bara umhugað um Matt. held Matt hafi verið mjög brugðið þegar úrslitin Stjörnuspá Eyþór Arnalds tónlistarmaður er 40 ára í dag „Maðurinn sem hér um ræðir réttir hér fram hönd sína og í hana verður tekið. Hann veit að þegar þörf hans er sönn fær hann hjálp og það á _ vissulega við um þessar . mundir. Hann er einnig j minntur á að tengslin við ^kærleikann slitna aldrei. ’ Lífstala mannsins er 1 sem segir til um frumkvæði, for- svar, sjálfstæði og I árangur," segir í [stjörnuspánni hans. Eyþór Arnalds VV. Vatnsberinn (20./an.-is.few V\ --------------------------------- Þú virðist forðast einhvers konar óþægindi þessa dagana. Þú ættir að rækta skopskyn þitt og horfa fram á við með já- kvæðu hugarfari. Fólk í merki vatnsberans býr yfir þeim góða eiginleika að koma jafnvægi á eigin líðan þar sem tunglið hef- urtöluverðáhrif. H V\Skm\Ul9.febr.-20.mars) Þú býrð yfir yfirvegun og rósemi sem er oft á tíðum óskiljanleg en vissulega jákvæð í fari stjörnu fiska. Umfram allt, hafðu ekki áhyggjur því þú ert einstök/- einstakur, með rétt viðhorf til lífsins. Láttu í Ijós þína einstæðu hæfileika. Hrúturinn (21.mars-19.april) Þér er ráðlagt að hjálpa sam- ferðafólki þínu eins og þú ert fær um. Vittu til, góðverkin koma til þín fyrr en síðar. Mundu að tilvera þín er lífsundur og allir vegir eru þér færir þegar þú ákveður að þú eigir það besta skilið. T Ö Nautið (20. april-20. mal) D Þegar þú gefur og þiggur er hugarfar þitt það sem skiptir höfuðmáli og það veistu, kæra naut. Þegar stjarna þín gefur með gleði í hjarta vex kraftur hennar sem gjöfinni fylgir og verðmæti hennar margfaldast. Tvíburarnir(2! . mai-21.júni) Eitthvað mjög gott sem þú gerir ekki ráð fyrir mun gerast næstu daga og ýtir það undir þakklætistilfinningu þina, kæri tvíburi. Þú ert rétt að byrja miðað við stöðu sólar gagnvart stjörnu þinni. ^ Krabbinn(22.jú/i/-22.jú/o Þú ættir fyrir alla muni að forðast að halda í gamlar hugmyndir sem þú veist að eru úreltar ef um framtíðar- áætlanir er að ræða. Ljónið (23.júlí- 22. ágúst) Þú hleypirfólki ekki nálægt þér fyrr en að vel athuguðu máli. Þú ert án efa ráðrík/-ur mjög en átt einnig mjög auðvelt með að gera fólkið í kringum þig ham- ingjusamt með nærveru þinni. Það er án efa breytilegt hvernig þú beitir hæfileikum þínum þessa dagana en þeirfæra þér það sem þú þráir. Meyjan (21 ágúst-22. septj Þú ert gædd/-ur þeim góða hæfileika að vita hvað borgar sig og hvað er tímasóun. Oft á tíðum gefur þú ákaflega mikið að þér og á það sérstaklega við þig ef þú trúir á málstaðinn sem þú vinnur að. Q Vogín (23.sept.-23.okt.) Þessa dagana birtist þú náung- anum sem þrjósk manneskja sem er með- vituð um sjálfið en einmitt þar felst styrkur vogar. "I Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Þú birtist á þessum árstíma mjög næm/-urfyrir þörfum fólks og tekur hvers kyns neyð og vanda með dugnaði og skilningi sem reynslan hefur án efa kennt þér. Þú birtist að sama skapi gef- andi en ættir að hugsa þig tvisvar um áður en þú ákveður að laga l(f þitt að óskum / Bogmaðurinn (22.n6v.-21.desj Ekki gleyma hvert þú ætlar þér. Viðskipti blómstra og áætlanir munu standast hjá stjörnu bogmanns. z Steingeitin(22.rfffl.-;9.jonj Ánægjuleg heimsókn erfram- undan og veit hún á gott fyrir fólk í merki steingeitar. Ekki dæma náungann. Þú munt brátt heyra gleðitíðindi sem tengjast fjölskyldu þinni en á sama tíma er þér ráð- lagt að treysta eingöngu á eigin getu og undirbúa þig vel fyrir próf einhvers konar sem bíður þín fyrir árslok. SPAMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.