Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Page 31
DV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVMEBER 2004 31 Varaformaður Vinstri grænna skrifar um amer- ískar bíómyndir á íslensk- um sjónvarpsstöðvum. Kjallari með Kristjáni Guy Burgess Sömu myndirnar alls staðar Dagur Kári Pétursson, kvik- myndaleikstjóri, ljáði máls á því á dögunum að hér á landi væri að vaxa úr grasi heil kynslóð sem þekkti nánast ekkert annað en bandarfskar kvikmyndir, framleiddar í drauma- verksmiðjunni, og sem hefði varla séð evrópskar kvikmyndir eða myndir á öðru tungumáli en ensku. Fyrsta myndin sem ég man eftir að hafa séð í bíó var önnur myndin í Stjömustríðsþríleiknum hinum fyrri þar sem keisarinn svaraði fyrir sig eftir háðulega útreið í fyrstu mynd- inni þar sem Helstirnið var sprengt í loft upp af uppreisnarmönnum. Þessi mynd er enn meðal uppá- haldsmynda minna og líklega hefur megnið af þeim myndum sem éghef séð síðan í bíó verið bandarísk draumaverksmiðjuffamleiðsla. Þetta er mikil breyting frá fyrri tímum. Ég komst á dögunum yfir gömul bíóprógrömm frá sjötta, sjö- unda og áttunda áratugnum þar sem lesa mátti um söguþráð mynda. Þær voru oft og tíðum franskar, þýskar, danskar og ítalskar ekki síð- ur en bandarískar. Á þessum tíma- punkti rann upp fyrir mér að fjöl- breytni í kvikmyndahúsum hefur Efmaður opnar blað- ið í gær og lítur yfir bíóauglýsingar þá eru nánast sömu mynd- irnar í öllum kvik- myndahúsum og þær nánast allar banda- rískar. þar má jafnvel finna hörmulegar sjónvarpsmyndir (ábyggilega fram- leiddar af Hallmark) þar sem óþekktir leikarar skæla yfir sjúkum börnum eða illa leiknir íjöldamorð- ingjar eru dregnir til dóms og laga af illa leiknum löggum eða lögfræðing- um eða réttarmeinafræðingum (sem maður vissi ekki að lifðu svona spennandi h'fi). Þetta er sýnt á besta tíma en seint á sunnudögum koma svo verðlaun- aðar íranskar, danskar eða franskar kvikmyndir vegna þess að það er búið að ákveða að á þær vilji enginn horfa. Nú er ég ekki á móti bandarísk- um eða breskum kvikmyndum og alls ekki Hollywood, enda margar minna eftirlætiskvikmynda ekta Hollywood-myndir, hvort sem um er að ræða Stjörnustríð eða Hringa- dróttinssögu eða Matrix. Enda er ótrúlega margt gott við frjálslyndið og anarkfið í Hollywood-myndum þar sem nánast alltaf er ráðist gegn kerfinu og hugmyndafræðilegu frelsi hampað, oft í líki sérvisku eða furðulegheita. Hins vegar er fábreytnin slæm, sérstaklega á tímum þegar pening- arnir flæða um allt og hinn dæma- laust lofaði hagvöxtur heldur áfram út í eitt. Einmitt á slíkum tímum skyldi maður ætla að bíóhúsin gætu boðið upp á fleiri myndir í sölum sínum og frá fleiri löndum. Einmitt á slíkum tímum gæti maður haldið að metnaðurinn blómstraði. En kannski er fábreytnin - það sama í boði á fleiri stöðum en áður - fylgi- fiskur markaðssamfélagsins þar sem stóru fiskarnir éta þá litlu með þeim afleiðingum að við fáum ekkert nema stórfiska í matinn og missum af fjölbreytninni. • Þá sögðum við einnig frá því að á sama tíma sótti annar forsætis- ráðherra, Þorsteinn Pálsson, það fast að snúa aftur til íslands, úr sendiherrastól í ritstjórnarstól á Mogganum. Þor- steinn hafði reynslu sem rit- stjóri á Vísi á átt- unda áratug síð- ustu aldar og þótti koma vel til greina. Ritstjóra- starfið á Morgun- blaðinu hefur því verið eftirsóknar- vert enda hafa einhverjir látið hafa það eftir sér að það væri ígildi ráð- herrastóls. Þar situr þó enn Styrmir Gunnarsson, sprækari en nokkru sinni fýrr þótt hann sé að nálgast eftirlaunaaldurinn... • Miklar hræringar hafa orðið á Útvarpi Sögu upp á síðkasdð. Þrír af Qórum máttarstólpum hafa yfir- gefið skútuna og skilið Amþrúði Karlsdóttur eftir eina. Hún hefur fengið til liðs við sig nýtt fólk, As- gerði Flosadóttur sem gerði garðinn frægan hjá Mæðrastyrks- nefnd og Gústaf Níelsson sagnfræðing sem hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn og súlustaðinn Bóhem. Nýjasti liðs- maðurinn er Þorgrímur Gestsson, fyrrum fréttamaður á Ríkisútvarp- inu. Hann er Ásgerði að góðu kunnur, því hún réð hann til að skrifa sögu Mæðrastyrksnefndar... • Tryggir hlustendur hafa áhyggj- ur af Útvarpi Sögu eftir að þeir Ingvi Hrafn, Sigurður G. Tómasson og Hallgrímur Thorsteinsson yfir- gáfu skútuna. Viðbrögð áheyr- enda virðast vera minni en áður, einkum og sér í lagi í þáttum þar sem hlustendur hringja inn. í þætti sem Gústaf Níelsson sá um í fyrrakvöld stóð á sér að hlustendur létu í sér heyra. Þá hringdi inn kona sem hlustendur gátu ekki heyrt betur en væri sjálf Amþrúður Karlsdóttir. Ræddu hún og Gústaf um ástandið í þjóðfélaginu og voru nokkuð sammála... liklega minnkað heldur undanfarna áratugi. Reyndar þarf ekki að leggjast í neinar sagnfræðirannsóknir til að skynja að bíómenning á íslandi er vægast sagt fábreytt. Ef maður opn- ar blaðið í gær og lítur yfir bíóaug- lýsingar þá eru nánast sömu mynd- irnar í öllum kvikmyndahúsum og þær nánast allar bandarískar þótt sjá megi eina íslenska heimildar- mynd í almennum sýningum og eina norræna barnamynd. Við þetta bætast hins vegar tvær kvikmynda- hátíðir, norræn og alþjóðleg. Það vekur auðvitað upp spurn- ingar hvort það sé æskilegt að myndir á öðrum tungumálum en ensku séu eingöngu sýndar á til þess gerðurn „menningarlegum" hátíð- um. Þar með er búið að upphefja kvikmyndagerð þessara landa, setja hana á sérstakan stall og stimpla sem frávik frá hinu eðlilega sem eru bandarísku Hollywood-myndimar. Með þessu virðist aðsókn þó ekki aukast á evrópskar myndir og meira að segja íslenskar myndir geta ekki keppt við Hollywood og hala inn ör- fáa áhorfendur. Sömu stefnu má finna á öllum sjónvarpsstöðvum hér á landi sem sýna bara bandarískar og enskar myndar nema Ríkissjónvarpið sem seint á sunnudögum sýnir stundum myndir frá öðrum löndum. Það er þó ekki svo að það séu endilega toppmyndir á dagskrá stöðvanna, Katrín Jakobsdóttir • Fréttablaðið sló því upp í dálki, hliðstæðum þessum, í gær að komið hafi til greina á sínum tíma að Davíð Oddsson yrði rit- stjóri Morgun- blaðsins þegar Matthías Johann- essen hætti. Fréttablaðið sagði að þetta hefði aldrei komið fram áður. Við notum þá tækifærið og ri^um það upp sem mönnum kann að hafa yfirsést í DV í byrjun febrúar. Þar stóð að DV hefði heyrt úr innsta hring að þegar Matthías lét af starfi, hafi komið til greina að Davíð fengi stólinn: Stjórnar- menn íArvakri ámálguðu þetta við Davið sem hafnaði því ekki þá að þeirhéldu áfram að ræða þessar hugmyndir. Ekki reyndist samstaða um þessa niðurstöðu enda hefurDavíð sjálf- sagt langað til að vera áfram í pólitík... Samráðsgróðinn renni til sjúkrahúsa Gömul kona skrifar: Þakka skemmtilegt dagblað og ég tala ekki um Fréttablaðið með. Ég er ellilífeyrisþegi svo launin eru ekki mikil, en ég veiti mér samt Stöð 2 og DV. Mér finnst óskaplegt að þar sem góður mað- Lesendur ur er f starfi - Þórólfur Árnason - fær hann ekki frið frekar en Clint- on forðum. Ég hef þá trú að íraks- stríðið væri ekki ef hann væri enn við völd. Davíð vó að Þórólfi og sagði að ef þetta væri sjálfstæðismaður fengi hann engan frið. En hvað um Björn Bjarnason á sínum tíma? Hann fékk að sitja þótt hann vígbúist á friðartímum í friðvænu landi. Er skömm að sérsveitar- mönnum vopnuðum, að ég tali ekki um þessi grey úti í löndum vopnuðum 500 skota rifflum eða byssum og heita íslendingar. Af hverju er lítið talað og ritað um olíufurstana? Hver trúir því að Sólveig, kona Kristins, hafi ekkert vitað? Er það trúverðugt? En hér kemur það sem mér lá á hjarta: Það sem olíufélögin stálu af kaupendum verði reiknað og þeim gert skylt að greiða sjúkra- húsum landsins það. Hverju sjúkrahúsi í sama byggðarlagi og bensínafgreiðslan. Þetta ætti að vera gott fyrir heilsugæslu á land- inu og stytta halann sem biðin er með mjaðmagrind og bara allt mögulegt. Kennaradeilan á löngu að vera sett í lögbann. Það er svívirða hvernig farið er með æsku þessa lands. Það á að borga sömu laun fyrir sömu vinnu. Grunnskóla- kennarar eru með sama nám og framhaldsskólakennarar. Við erum í yndislegu landi - ef því verður ekki sökkt í óheilindum og eiturlyfjum. Höldum vörð um æskuna! Gömul kona. Vill Sigmar B. veiða hreindýr á sexhjóli? Halldór á Patreksfirði hringdi. Ég sé í fréttum að Sigmar B. Haukssson, formaður Skotveiðfé- lagsins, er að tala fyrir því að hrein- dýrum verði sleppt lausum á Vest- Qörðum. Sigmar vill gjarnan að byssumenn geti veitt þessi dýr víðar en bara á Austurlandi. Það fýrsta Lesendur sem mér datt í hug þegar ég sá þetta er atvik sem átti sér stað fyrir um tíu ámm síðan. Þá var Sigmar staðinn að því ásamt veiðifélaga sínum að fara um utan vega á Klettahálsi á vél- kúnu sexhjóli. Þessir menn eiga veiðihús á eyðibýli í Skálmafirði á Barðaströnd og hafa gert þaðan út á rjúpur. Megum við nú eiga von á því í framtíðinni að Sigmar þeytist um allt hálendi Vestfjarða á ólöglegum farartækjum til að drepa hreindýr? Halldór. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.