Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Side 32
y !j !j íl^Jj í C) !j Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
^wfnleyndar er gætt. ,-j
550 5mu
SKAFTAHLÍÐ 24, 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMIS50S000
j-
• Þær halda áfram að berast frétt-
irnar af velgengni Friðriks Weiss-
happel með nýjan veitingastað sinn
í Kaupmannahöfn. Frikki hefur ekki
viljað veita íslenskum fjölmiðlum
viðtöl
um
staðinn
og hagi
sína í
Kaup-
manna-
hö&i, þar sem hann býr með þar-
lendri unnustu, og ber því við að
hann hafi hreinlega ekkert á því að
græða. Hins vegar mun Frikki taka
vel á móti íslendingum sem koma á
staðinn og segir hikstalaust sögur af
ásókn erlendra fjölmiðla í sig.
Þannig mun kappinn nýverið hafa
stært sig af að hafa farið í viðtöl við
sænska fjölmiðla og meira að segja
viðtai í japönsku sjónvarpi. Ein-
hverjir íslendinganna munu hafa
brosað í kampinn við þessi tíðindi
og velt því fýrir sér hvað Frikki teldi
sig græða meira á viðtölum við
japanska fjölmiðla en þá íslensku...
Sigurður Skúlason flaug út Leikur
súkkulaðipjóf í Mackintosh-auglýsingu
Sigurður Skúlason leikari flaug til Svíþjóðar í
fyrradag í prufur fyrir alheimsauglýsingu
súkkulaðirisans Nestlé sem ffamleiðir Mackint-
osh-sælgætið undir vörumerkinu Quality Street. í
gærkvöldi var ekki ljóst hvort Sigurður hreppti
hnossið en á lokasprettinum átti hann í harðri
samkeppni við Svía sem einnig þótti líklegur.
Auglýsingin verður gerð í Bretlandi og frumsýnd
fyrir jólin 2005:
„Það voru margir íslenskir leikarar prófaðir fyr-
ir þessa auglýsingu, hátt í fjörutíu, en eftir stóð
Sigurður sem þótti henta mjög vel í hlutverkið,“
segir Bjarney Lúðvíksdóttir hjá Eskimo-módels
sem hafði milligöngu í málinu. „Ef af verður leik-
ur Sigurður óþekkan álf, Evil alf eins og það heitir
í handritinu, þjóf sem brýst inn á heimili fólks og
stelur Mackintoshi frá börnum," segir Bjarney
sem bindur miklar vonir við þetta verkefni.
Að loknum prufutökum í Svlþjóð í gær flaug
Sigurður beint til London til að sinna öðrum verk-
efnum en er væntanlegur heim á morgun. Þá ætti
að liggja Ijóst fyrir hvort hann fær hlutverkið í
þessari risaauglýsingu Mackintosh sem á eftir að
fara víða og gera andlit hans þekkt á meðal barna
um allan heim. Sigurður Skúlason hefur leikið
margan skúrkinn bæði á sviði og í kvikmyndum
en aldrei áður súkkulaðiþjóf á alþjóðlegum aug-
lýsingamarkaði.
„Sigurður hefur aldrei verið hrifinn af því að
leika í auglýsingum og kemur helst ekki fram í
innlendum auglýsingum," segir Dröfn Guð-
mundsdóttir, myndhöggvari og eiginkona Sigurð-
ar, sem hefði þrátt fyrir það ekkert á móti því að
húsobóndinn fái hlutverkið. „Hann hlýtur að vera
inni í myndinni þar til neikvætt svar berst en það
hefur eldd enn gerst," segir hún.
Sigurður Skúlason f Mackintos-
hdraumi Þykir líklegur til að hreppa
hlutverk i auglýsingu á alþjóðamark-
aði þrátt fyrir lítinn áhuga á að koma
fram í auglýsingum almennt.
Flúði á Hótel Barón
Sigurður Skarphéðinsson var
vakinn af lögreglunni kvöldið sem
gúmmídekkin brunnu við Sunda-
höfn og skipað að yfirgefa heimili
sitt. Hann segir að á þeim tímapu-
nkti hafi honum fundist það harka-
leg aðgerð. Nú sjái hann að lögregl-
an hafi verið í fiíllum rétti. Hann er
feginn að hafa flúið heimili sitt en
hlakkar til að snúa aftur.
„Þeir sögðu bara: Komdu þér út,“
segir Sigurður um heimsókn lögregl-
unnar. „Mér fannst þetta svolítið
harkaleg aðgerð en eftir á að hyggja
var þetta alveg rétt hjá þeim.“
Sigurður segir reyk hafa verið
kominn inn í íbúðina og börnin ver-
ið byrjuð að kvarta undan óþægind-
um.
„Ég hafði áhyggjur af börnunum
og lika íbúðinni sjálfri," segir Sigurð-
ur sem býr nú á Hóteli Barón. Sig-
urður segir atburði
síðustu daga mikla lífsreynslu. Eld-
urinn hafi verið óhuggulegur.
„Kannski þarf maður að eyða
einni nótt á hóteli í viðbót," bætir
Sigurður svo við. Hann eyddi gær-
deginum með eiginkonu, móður og
börnum á Hótel Barón.
í„glæpagengi"með Erpi
„Mitt fyrsta krú var CTP,“ segir í
texta við lagið Westur á nýjum diski
Blazrocas; Erps Eyvindarsonar, og
sveitar hans Hæsta hendin. Er þar
vísað til fyrstu rappsveitar Erps,
Crime time posse, eða glæpagengis-
ins, sem hann og félagi hans stofn-
uðu árið 1991 og átti eftir að verða
byrjunin á ferli rapparans Erps.
Félagi Erps í hljómsveitinni var
Ómar Valdimarsson sem nú gegnir
stöðu talsmanns ítalska verktakans
Impregilo við Kárahnjúka.
„Það má nú reyndar alveg
segja að hann sé aftur kominn í
glæpagengi, kallgreyið, þar
sem þessir ítölsku hryðju-
verkamenn eru. Hann er góð-
ur gaur í slæmum félagsskap,"
segir Erpur.
Erpur segir CTP hafa
verið bernskubrek,
þeim skilningi að
liðsmenn hafi ver-
ið ungir að árum.
„Við vorum á þeim aldri sem
manni finnst það brjálaður glæpur
að sparka í ljósastaura og svindla sér
í Kópavogsstrætóinn. Ómar er orð-
inn alvöru don í þessu núna með
ítölunum," segir rapparinn. Að
Erps gekk rapparinn
undir nafninu Predator
P, eða rándýrið P.
Glæpagengið Hljómsveitin
Crime Time Posse, eða glæpa-
gengið, var fyrsta sveit Erps
Eyvindarsonar og Ómars
Valdimarssonar, talsmanns
Impregilo.