Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 43
oft og mikið um, hvernig unnt yrSi aS nota þá þekk-
ingu, sem unnizt hafði, til þess að útrýma gulu sótt-
inni í Havana. Þeir komust fljótt aS þeirri niSur-
stöSu, aS ekki væri vinnandi vegur aS útrýma Stego-
myia meS því aS veiSa eSa drepa fullorSnu flug-
urnar. Havana var of yfirfull af þeim til þess að
slíkt mætti takast. Gorgas datt í hug að reyna bólu-
setningu, líkt og við taugaveiki. Hann lét sýktar
flugur stinga sextán manns. Helmingur þeirra fékk
gulu sóttina, og þrir dóu, meðal þeirra hjúkrunar-
kona, sem sýnt hafði mikinn áhug'a fyrir tilraunun-
um. Þetta urðu inikil vonbrigði, og Gorgas sá, að
fara yrSi aðrar leiðir.
Þar sem vitað var, að flugan varð að stinga sjúk-
linginn fyrstu þrjá dagana, sem hann var veikur,
gaf Gorgas út skipun um að tilkynna skyldi hvert
tilfelli, sem grunsamlegt væri, að gæti verið gula
sóttin. Síðan var hver nýr sjúklingur fluttur í sjúkra-
hús, eSa þá að hann varð að gangast undir, að gengið
yrði frá húsi hans samkvæmt fyrirskipun heilbrigð-
isyfirvaldanna og það yrði jafnskjótt algerlega undir
þeirra vald sett. Þar voru þá settir verðir, sem gættu
þess, að vírnetin, sem yfirvöldin létu setja fyrir dyr
og glugga, væru örugg, og að dyr stæðu aldrei opnar,
svo að nokkur fluga gæti komist inn. Mikið vantaði
þó á, að tilkynningar bærust um nýja sjúklinga, og
þessar ráðstafanir reyndust ófullnægjandi. Gorgas
sá, að hann varð að beina baráttu sinni meira gegn
flugunum, sem úti voru. En það var slíkur ægilegur
mývargur, að engan veginn var árennilegt að leggja
til atlögu gegn honum.
Fyrsta boðorðið í öllum hernaði er að þekkja óvin
sinn. Gorgas lagði sig í líma til þess að kvnnast Stego-
myia-flugunni og öllum hennar háttum. Hann vissi,
að það er aðeins kvendýrið, sem stingur, og aS dýrið
getur ekki orpið eggjum sínum nema komast fyrst
i mannsblóð, heitt og lifandi, sem það getur sogið
(41)