Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 44
fylli sína af. Gorgas komst fljótt á snoðir um, að
þessi fluga verpir siðan ávallt einhvers staðar i eða
nálægt mannabústöðum í stöðnu vatni, venjulega í
eitthvert ílát. Og hann komst brátt á snoðir um það,
að kerin, sem Havanabúar söfnuðu rigningarvatni i,
voru gróðrarstíur fyrir Stegomyia. Flugan fannst
aldrei i mannlausu húsi, þótt þar væri vatn í liverju
keri, en jafnskjótt og fólk var flutt inn, voru allar
skálar og kirnur orðnar fullar af eggjum og lirfum.
Flugan virtist vita vel, hvar liún á að ráðast á mann
til þess að ná í blóðið. Hún bítur einlægt í öklann
eða undir úlnliðinn, þar sem húðin er mýkst og
þynnst.
Þegar Gorgas taldi sig liafa fengið nægilega þekk-
ingu á flugunni til þess að geta lagt út í styrjöld gegn
henni, gerði hann sínar ráðstafanir. Og borgarbúar
í Havana vöknuðu einn góðan veðurdag við þá frétt,
að út var gefin ný og mikil tilskipun, sem lagði sekt
við því að hafa mýflugnalirfur i hibýlum sínum.
I.eiðbeiningar voru gefnar um, hvaða ráðstafanir
þyrfti að gera til þess að forðast, að egg flugunnar
gætu þroskazt í hibýlum manna og i kringum þau,
og eftirlitsmenn skipaðir til þess að fylgjast með, að
fyrirmælunum væri framfylgt. Mönnum var ekki
bannað að hafa blóm í skál, en fyrirskipað að skipta
daglega um vatn. Ef vatnið var látið standa tvo til
þrjá daga, fóru lirfurnar að þroskast, og ef eftirlits-
mennirnir fundu lirfur í nokkru vatni á heimilinu
eða utan þess, var gefin áminning, og fólkið sektað,
ef slik vanræksla fannst viðloðandi. Öllum tunnum
fyrir rigningarvatn varð að loka með vírneti, sem
flugurnar gátu ekki komizt í gegnum. Verst var að
kcnna fólkinu að hafa ekki standandi vatn inni hjá
sér. Gorgas varð að senda herskara af mönnum til
þess að kenna fólkinu og jafnvel sýna þvi lirfurnar,
sem söfnuðust í vatnið, en komu ekki að sök, ef dag-
(42)