Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 91
stæðisbaráttunni, slævðist að miklum mun, þá er
hún tók að náigast úrslitamarkið.
Nokkru áður en ísland var viðurkennt sjálfstætt ríki
í konungssambandi við Danmörku, voru stofnaðir
hér á landi tveir stjórnmálaflokkar, sem miðuðu
stefnu sína við þau innanlandsmál, er biðu úrlausnar,
Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Að þeim
fyrrnefnda stóðu verkalýðsfélögin, en samvinnufélög
bænda og að nokkru ungmennafélögin voru bakhjarl
hins. Á öðrum tug aidarinnar fylktu þeir svo liði
sínu, sem voru andstæðir þessum flokkum.
Erlendis áttu jafnaðarmenn við að etja harðvitugt
kirkjuvald og urðu að brjóta niður múra mjög aft-
urhaldssamra sértrúarflokka, og þar var verkalýð-
urinn revrður i fjötra harðra siðferðislögmála, sem
yfirstéttirnar viðurkenndu og þóttust fylgja, en fóru
á margan hátt í kringum i skjóli þeirra möguleika,
sem fjármagn og stéttarsamheldni veitti þeim. For-
vigismenn verkalýðsins og jafnaðarstefnunnar er-
lendis veittust þvi á baráttuárum sinum mjög hat-
rammlega gegn kirkju og trúarbrögðum og ýmsum
þeim siðferðislegu lögum og reglum, sem talin .voru
órjúfanleg. Án tillits til þess, að hér var hvorki við
að striða steingert og voldugt kirkjuvald né harð-
svírað yfirstéttarsiðferði, veittust ýmsir forvigismenn
verkalýðssamtaka og jafnaðarstefnu að trúarbrögð-
unum og borgaralegu velsæmi, en hins vegar áttu
verkalýðssamtökin og jafnaðarstefnan hér á landi
enga eldhuga í hópi andans manna, sem gætu yarpað
yfir framsókn verkalýðsins þvi heita töfragliti, sem
orkaði alialmennt á hugi manna til hugsjónalegrar
hrifni og frjórrar andlegrar vakningar. Og þá er
skildi leiðir kommúnista og lýðræðisjafnaðarmanna,
urðu deilur þeirra eitt höfuðviðfangsefni jafnt almenn-
ings, sem fyllti þessa flokka, og leiðtoganna. í sveitun-
um varð sífelld fækkun, og allt var þar meira og minna
á hverfanda liveli um framtíðina, og þótt hafizt væri
(89)
t