Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1953, Blaðsíða 95
tækara og tímafrekara viðfangsefni. í flestum blöð-
unum ríkti af hendi ritstjóra og blaðamanna mikið
tómlæti um bókmenntir, og samfara þessu urðu biöð-
in stórum óvandaðri að máli og stíl.
Árið 1924 kom út íslenzlc lestrarbók, sein Sigurður
prófessor Nordal hafði tekið saman. Framan við les-
kaflana er ritgerð eftir Nordal um samhengið í ís-
lenzkum bókmenntum, og hafði sú ritgerð mikil áhrif
í þá átt, að íslenzk ljóðskáld virtu forna bókmennta-
hefð um rímreglur. Þá mun og Lestrarbókin hafa
glætt dvínandi áhuga manna á bókmenntum og skiln-
ing á gildi þeirra fyrir þjóðina. Persónuleg kynning
af Nordal liafði og allmikið gildi fyrir ýmis hinna
ungu skálda. Um svipað leyti og Lestrarbókin kom
út, hófst deila milli Nordals og Einars H. Kvarans,
rithöfundar, um lífsskoðanir í bókinenntum, og vöktu
þær geipimikla athygli um land allt. Guðmundur
skáld Friðjónsson deildi á hina yngri rithöfunda í
greinum og fyrirlestrum — einkum út af bersögli
þeirra um ástalífið, og gætti nokkurrar þröngsýni
í ádeilum skáldsins. Urðu út af þessu deilur milli
hans og séra Sigurðar Einarssonar, sem var ærið
stórhöggur og sást lítt fyrir, þá er hann vó að hinum
„fornu dyggðum“.
Hin marxistísku sjónarmið i þjóðfélags- og sið-
gæðismálum komu fram i Bréfi til Láru eftir Þór-
berg Þórðarson og vöktu allmikinn gný, en þeir, sem
gegn Þórbergi skrifuðu, virtust engan veginn jafn-
okar hans um ritleikni, liarðskeytni og rökvísi. Sjón-
armiðum svipuðum þeim, sem Þórbergur hélt fram,
var talsvert á loft haldið í tímaritinu Iðunni, eftir
að Árni Hallgrimsson var örðinn ritstjóri hennar,
en af Iðunni tók við ársritið Rauðir pennar og siðan
Tímarit Máls og menningar. í þessuin ritum mótuðu
kommúnistisk sjónarmið dóma um strauma og stefn-
ur og um bækur íslenzkra og erlendra höfunda, en
ritstjórinn var Kristinn magister Andrésson, einn af
(93)