Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005
Neytendur DV
Heilbrigði fylgir hjónabandinu
Samkvæmt rannsókn bandarísku heil-
brigðisstofnunarinnar sem kom út fyrir ára-
mót er fóik í hjónabandi mun heilbrigðara
en þeir sem eru einhleypir. Rannsóknin stóð
fráárinu 1999 til 2002 og rúmlega 127 þús-
und manns, 18 ára og eldri, tóku þáttf
henni. Chariotte Schoenborn, töifræðingur
og einn aðstandenda rannsóknarinnar, teiur
að tvær ástæður liggi að baki niöurstöð-
unni. Aðalástæðuna segir Schoenborn vera
þá að hjónabandið bæti heilsuna töiuvert,
vegna þess að fólk í hjónabandi hafi meiri
innkomu, bæti hvort annað upp féiagslega
Hjónabönd og heilsan Svo virðistsem
heilbrigðir einstaklingar gangi i hjónaband oq
þau hjónabönd haldi.
og andlega og stuðli að heilsusamlegra lif-
erni. Hina ástæðuna segir hún vera að svo
virðist sem heilbrigðir einstaklingar gangi i
hjónaband og þau hjónabönd haldi. Svo
virðist sem þeir einstakiingar sem veikjast
oftar og eru iíklegri til að þjást afýmiskonar
sjúkdómum gangi siður i hjónaband og ef
þeir giftast eru þeir iíklegri til að skilja eða
missa maka sinn. i rannsókninni kom einnig
í Ijós að fólk í hjónabandi þjáist siður af
verkjum í baki, höfuðverkjum og andlegu
álagi og er mun óiiktegra til að neyta
áfengis og reykja en einhleypir.
Læknaði sjálfa
sigafhunda-
æði
Bandarísk táningssstulka
sem smitaðist af hundaæði
og lá á milli heims og helju
vikum saman er á batavegi
eftir að líkami hennar fór að
mynda mótefni gegn sjúk-
dómnum. Stúlkan hafði ekki
verið bólusett gegn hunda-
æði og er þetta fyrsta þekkta
tilfellið um að líkaminn
myndi mótefni gegn hunda-
æði. Læknar gáfu stúikunni
lyf sem vörðu heila hennar
og taugakerfi og eftir nokkra
daga fór ónæmiskerfi líkam-
ans var farið að mynda mót-
efni gegn hundaæðinu.
Stúlkan liggur en á sjúkra-
húsi en líðan hennar batnar
dag frá degi.
Geta ekki
hætt að reykja
Samkvæmt nýjustu tölum
gengur reykingamönnum í
Ástrallu ekki vel aö vinna
bug á fíkn sinnis þrátt fyrir
aö stjórnvöld hafi I heilan
áratug rekiö mikinn áróður
gegn reykingum. Árlega
hefur verið gerö
könnun meðal
fjölda reykinga-
manna i álfunni
og hafaþeirí
áratug reynst
20% þjóöarinnar. Þeim
fækkaöi lítillega á árunum
1997 til 1999 en nú eru þeir
aftur orðnir 120%.
Eóiag isienskra {istdansð ra |
Bal lettskói i
'du zScltevmg
Safnaðarheimili Háteigskirkju
Gleðilegt ár!
Kennsla hefst 10. janúar
Upplýsingar í síma:
561 5620
Þá er flensan komin á fulla ferð.
Úti um allt land eru heimilin undir-
lögð af hóstandi og illa höldnum
flensusjúklingum. Hár hiti, höfuð-
verkur, beinverkir og uppköst eru
fastir íylgikvillar. Flensan kostar sjúk-
linginn 5-7 daga í rúminu, allt eftir
því hversu illa menn eru haldnir. Ég
hef heyrt um börn sem urðu að halda
sig við rúmið í eina tíu daga. Það
gerist víst líka hjá fullorðnum. Ég
man sjáifur eftir 10 daga flensulegu
fyrir nokkrum árum þar sem ég lá,
hálfblindur, með háan hita og illa
haldinn. Það er bara að vona að þetta
gangi nú hratt yfir svo að pestarsjúkir
landsmenn komist á ról á nýjan leik.
Eina ráðið er víst að taka öllu með ró
í vissunni um það að öll él styttir upp
um síðir.
Pestirnar fara ekki eftir
stimpilklukku
Þegar börnin taka að hópast
heim, hóstandi og illa á sig komin af
flensunni, þá
Á meðan við foreldrar
segjum ekkert, þá er
ekki von á því að
stjórnmálamennirnir
láti sig málið varða.
Og á meðan við iátum
okkur hafa það að
okkur, íslenskum for-
eldrum, eru búin
verstu skilyrði á Norð-
urlöndum þegar börn-
in veikjast.
þýðir nú lítið annað fyrir foreldrana
en að halda í humátt á eftir. Ekki dug-
ar að láta skinnin liggja eftirlitslaus
með þessa iiivígu hitapest. Það
þarf að
v ”6 ‘tuissær-
aviöverkir ^
""£=? ASS1!e™
dögUm en síppS^ y* a' 3 til 5
mun Jengur. g hosti geta varað
þjónusta litlu flensusjúklinga á alla
lund og aliir vilja gera sitt besta til
þess að þeim verði nú rúmlegan ögn
bærilegri. En það er eins gott fyrir for-
eldrana að flensufaraldramir verði
ekki fleiri í ár. Og það er líka eins gott
að ekki leggist nema tvö börn ef báðir
foreldrarnir vinna úti, eitt ef fýrir-
vinnan er aðeirís ein. Því réttur for-
eldra til þess að vera heima frá vinnu
vegna veikinda barna sinna nemur
eins og einni flensulegu, sjö til tíu
dögum. Eftir það falla latmin niður,
nema hjá félagsfólki í VR sem fær
stuðning frá sínu félagi.
Og hvað gera foreldrar þá, ef
flensan dregst á langinn eða ef fleiri
börn leggjast í pestina? Og tii hvaða
ráða grípa foreldrar næst þegar ein-
hver pestin segir til sín, þegar háls-
bólga eða gubbupest barnanna verð-
ur til þess að aftur þarf að fá frí úr
vinnu? Þá er flensan búin að eyða
upp ölium veikindakvótanum og góð
ráð verða dýr. Sumir eru svo heppnir
að eiga góða vinnuveitendur sem
hlaupa tmdir bagga og leyfa foreldr-
unum að taka sér aukafrí.
Það er þó ekkert grín að
þurfa að eiga slíkt undir
vinnuveitendum. Því rétt-
indin eru ekki fyrir hendi
og veikindi barnanna geta
f kostað foreldrið vinntma
Spyrjið séra
Þórhall
DV hvetur lesendur til að senda inn
spurningar um hvaðeina sem snýr
að hjónabandinu og fjölskyldunni
til séra Þórhalls Heimissonar. Séra
Þórhallur svarar spurningum les-
enda í DV á þriðjudögum. Netfang-
ið er samband@dv.is.
ef sá gállinn er á vinnuveitandanum.
Aðrir grípa til ömmu eða jafnvel afa,
ef þau eru ekki upptekin í vinnu.
Oftast „reddast" málið einhvern
veginn, þó það geti kostað alls konar
vesen, stress, tekjumissi og sam-
viskubit gagnvart ólíklegusm aðilum
þegar blessuð börnin veikjast í
meira en sjö daga á ári. En pestirnar
fara ekki eftir 6timpilklukku. Ef um
verulega langvarandi veikindi er að
ræða, þá versnar nú fýrst málið.
Langvarandi veikindi barna geta
kostað fjárhagslegt hmn fjölskyld-
unnar.
Verstu skilyrðin eru hérlendis
Já, það er erfitt þegar blessuð
börnin veikjast. En veikindi bam-
anna þyrftu ekki að valda svona mikl-
um áhyggjum foreldra gagnvart
vinnu og tekjum. Ekki ef hér giltu
sömu reglur og á hinum Norðurlönd-
unum. Þar hafa foreldrar rétt á 90 til
120 daga fjarvistum frá vinnu á ári
vegna veikinda bama sinna. Halda
foreldrar þá allt að 85% launa á með-
an á veikindunum stendur. Ég hef oft
velt því fyrir mér hvers vegna sömu
reglur gilda ekki hér á landi um veik-
indaorlof vegna veikinda barna eins
og hjá frændum okkar á Norðurlönd-
unum. Ætli ástæðan sé ekki fyrst og
fremst sú að íslenskir foreldrar hafa
aldrei sett kröfu um úrbætur í þess-
um málaflokki á oddinn?
Á meðan við foreldrar segjum
ekkert, þá er ekki von á því að stjóm-
málamennimir láti sig málið varða.
Og á meðan við látum okkur hafa það
að okkur, íslenskum foreldrum, em
búin verstu skilyrði á Norðurlöndum
þegar bömin veikjast, þá er bara að
halda áffarn að harka í vinnuveitend-
um og ömmum næst þegar flensan
bankar á dymar.
Sr. ÞórhallurHeimisson