Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2005, Qupperneq 31
DV Síðast en ekki síst
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 31
Svartir dagar en sögulegir
Ársins 2004 verður í stjórnmála-
sögunni sjálfsagt að mestu minnst
fyrir atburðina í kringum fjölmiðla-
lögin. Eða öllu heldur fjöimiðlalag-
anna sem aldrei urðu að raunveru-
leika. Svartir dagar en sögulegir má
segja, enda bæði inntak laganna og
adragandi þeirra, svo ekki sé talað
um endalokin, dæmalaus.
AJlt var þetta með ólíkindum og
fyrsti vetur nýkjörins Alþingis varð
einn sá átakamesti sem sögur fara af
vegna fjölmiðlalaganna, aðdraganda
þeirra og eftirmála. Atburðarásin öll
var makalaus. Aðdragandinn, um-
ræðan innan þings og utan, sögulegt
málskot forseta fslands á lögunum til
þjóðarinnar, sumarþingið með setn-
ingu nýrra fjölmiðlalaga sem síðan
endaði með afnámi þeirra og þar
með engri þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þessu fýlgdi síðan mikil harka í allri
stjómmálaumræðunni og þeir sem
sátu á Alþingi þessár undarlegu vikur
gleyma þeim sjálfsagt seint.
Sögulegir atburðir sannarlega,
enda hafði forseti lýðveldisins aldrei
áður gert málskotsréttinn virkan og
hrakfarir lagasemingarinnar urðu að
stærsta pólitíska ósigri Davíðs Odds-
sonar. Fram að því virtist hann hafa
þá náttúm að lenda alltaf standandi
á löpppunum, sama hvað. Ekki í
þetta skiptið og dramatíkin var mikil
og náði hámarki í hálfgerðri þjóðhá-
tíðarstemningu daginn sem Ólafur
Ragnar Grímsson beitti málskots-
réttinum. Það ríkti með einhverjum
hætti sú stemning að við byggjum nú
þrátt fyrir allt í lýðræðisrító þar sem
yfirgangi valdsins væri takmörk sett.
Hvenær má þjóðin ráða?
Fjölmiðlalögin og málskotið vakti
upp margvíslegar umræður og
áleimar spumingar. Þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins héldu því margir
ffam að í raun hefði forsetinn ekki
þennan málskotsrétt samkvæmt
stjómarskrá. Niðurstaða þeirrar
miklu og ítarelegu umræðu varð hins
vegar til að taka af öll tvímæli um
ætlan Alþingis þegar stjómarskráin
var fest í lög. Málskotsrétturinn var
tvímælalaust forsetans. Umræður
frá þeim tíma færa ótvírætt heim
Björgvin G. Sigurðsson
segir Framsóknarflokk-
inn vera á hverfanda
hveli.
Kiallari
Þar með ætlaði Sjálf-
stæðisfíokkurinn
bókstafíega að ganga
afgöfíunum. Yfirþví
að fólkið fengi að
leiða málið til lykta en
ekki flokkuirnn og
foringinn! Enda hefur
þjóðin aldrei útkljáð
deilumál með beinum
hætti og þeir ekki
vanirsvo undarlegum
stjórnarháttum að
fólkið fái að ráða en
ekki foringinn.
sannindi um það. Forsetinn fer með
þetta vald og er þegar allt kemur til
alls kjaminn í embættinu.
Hvenær má þjóðin ráða beint og
milliliðalaust og hvar liggja mörkin?
Sú spurning stendur eftir og þar
liggur lærdómurinn sem af þessu
máli má draga. Hver réttur þjóðar-
innar á að vera til að leiða mál til
lykta með beinni kosningu er sú
spurning sem stendur upp á stjórn-
málaflokkana að svara með afdrátt-
arlausum hætti og sérstaklega
vegna þess að nú er að hefjast vinna
við endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram
að þessu hafnað auknu beinu lýð-
ræði á meðan Samfylkingin hefur
gert það að einu að sínum helstu
stefnumiðum þannig að verulega
ber í milli á meðal flokkanna og
verða þessar umræður og deilur án
efa mjög heitar á næsta ári.
Fólkið eða foringinn
Leikreglur og umgjörð lýðræðis-
ins í samfélaginu er það sem máhð
snýst um. Ætlum við að búa við það
gamaldags og úrelta flokks- og ráð-
herraræði sem við gerum nú eða
stíga skref í átt til raunverulegs lýð-
ræðis. Lýðræðis þar sem réttur þjóð-
arinnar til að kalla mál til beinnar
atkvæðagreiðslu er tryggður í
stjómarskrá.
Það sem stendur eftir fjölmiðla-
lagasetninguna er að forseti lýðveld-
isins gekk gegn því gerræðislega
valdi sem drottnar yfir þjóðinni og
beindi umdeildu og stóm máli sem
snertir sjálft tjáningarfrelsið beint til
þjóðarinnar. Þar með ætlaði Sjálf-
stæðisflokkurinn bókstaflega af göfl-
unum að ganga. Yfir því að fólkið
fengi að leiða málið til lykta en ekki
flokkurinn og foringinn! Enda hefur
þjóðin aldrei útkljáð deilumál með
beinum hætti og þeir ekki vanir svo
undarlegum stjórnarháttum að
fólkið fái að ráða en ekki foringinn.
Árið sem flokksræðið gekk of
langt
Mestu skiptir til að efla beint lýð-
ræði er að festa ákvæði um það í
stjómarskrá að ákveðinn hluti
atkvæðisbærra manna geti kallað
fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Beint
lýðræði er besta leiðin til að búa svo
um hnúta að hagsmunir hins
almenna borgara ráði ákvarðana-
töku um stærstu hagsmunamál
þjóðarinnar en ekki fjársterkir og
frekir sérhasmunahópar eða sterkir
foringjar og gerræði þeirra. Beint
lýðræði er bæði aðhaldið sem þarf og
sjálfsögð leið fólksins til að að leiða
mál til lykta.
Það mikla og andstyggilega
gerræði foringja stjórnarflokkanna
birtist með margvíslegum hætti á
liðnu ári og ekki einungis í fjölmiðla-
málinu. Ein ljótasta birtingarmynd
þess var þegar einum þingmanni
Framsóknarflokksins var vikið úr öll-
um nefndum þingsins af formanni
flokksins vegna þess að hann, meðal
annars, studdi ekki fjölmiðlalögin.
Þar gekk Halldór of langt og er meðal
annars að súpa seyðið af því með
fúllkomnu fylgisleysi eftir fyrstu
hundrað dagana í embætti.
Þetta var árið sem ráðherra- og
flokksræðið - gekk of langt. Þjóðinni
ofbauð og nú er að fylgja því eftir
með því að breyta stjómarskránni
með margvíslegum hætti þannig að
raunverulegt lýðræði sé tryggt í land-
inu. Til dæmis með því að gera land-
ið að einu kjördæmi og jafna þannig
atkvæðavægið til fulls og stjórnar-
skrárbinda rétt fólksins til beins lýð-
ræðis.
Öll fjölskylduform eiga að njóta jafnréttis
Frá Fzjálshyggjufélaginu
Vegna umræðna um stöðu fjöl-
skyldna í samfélaginu vill Ftjáls-
hyggjufélagið taka undir með þeim
semdir um það fyrirkomulag mála,
að stofnanir á vegum hins opinbera
ah upp börn, en ekki foreldrar
þeirra.
Þróun síðari ára í uppeldismálum
fer saman við þróun á öðrum sviðum
þjóðh'fsins. Ábyrgð eingtaklinganna
og fjölskyldnanna þverr og meira er
litið til ríkis og sveitarfélaga í öhu.
Þannig sér hið opinbera um uppeldi
okkar, heilsu okkar og efnahag. í því
skyni hefur það komið á fót margvís-
legum stofhunum og bannað okkur
ýmislegt sem ekki þykir skynsamlegt.
Þessi minnkandi ábyrgð einstak-
hngsins og aukin ábyrgð hins opin-
bera hefur skaðleg áhrif á fólk.
Einstaklingurinn er sjálfum sér næst-
ur og fjölskyldu sinni. Hann veit að
jafnaði betur hvað honum er fyrir
bestu en hið opinbera. Jafnframt
skerðir þetta fyrirkomulag ábyrgðar-
tilfinningu fólks og ýtir trúlega undir
ábyrgðarleysi. Fólk lærir ekki að
standa á eigin fótum.
Þeir eru til, sem finnst sú stjóm-
málastefna heihandi sem lofar
ábyrgðarleysi einstaklinganna,
þannig að þeir þurfi ekki að hafa
áhyggjur. Sú stefna byggist á einföld-
un og óskhyggju og getur ekki virkað.
Vandamál heimsins hverfa ekki, þótt
ríki og sveitarfélög taki við þeim.
Þvert á móti hafa þau tilhneigingu til
að aukast, því kerfið veldur því að
Qöldi fólks er sviptur möguleikanum
á því að sinna sínum málum sem
skyldi.
Frjálshyggjufélagið hvetur tíl þess
að hætt verði að líta á hið opinbera
sem föður og móður og fólkið sem
börn. Minnka ber því ríkisrekstur og
afnema margvísleg boð og bönn.
Frjálshyggjufélagið vih einnig
árétta, að opinberar aðgerðir tfl að
„styrkja stöðu fjölskyldunnar", til
dæmis með mismunun í skattkerf-
inu, ganga út á hið samaj að hafa vit
fyrir fólki. Öh fjölskylduform eiga að
njóta jafnréttis. Einstæðingar eiga
ekki að borga hærri skatta og leik-
skólagjöld eða fá lægri barnabætur
en aðrir. Einnig eiga karlar og konur
að njóta jafnréttis og bera ábyrgð að
jöfhu, þannig að það sé á forræði for-
eldra að skipta með sér verkum, ef
þau vilja.
Fijálshyggjufélagiö.
Ríkislögreglu-
stjóri með bux-
urnar á hælunum
Lesendur
Lesandi sendi bréf
Alvarlegt innanhússmál er f
gangi sem farið er með eins og
mannsmorð. Háttsettur yfirmaður
settur af. Sagt að mál fyrrverandi
yfirmanns fíkniefhadeildar sé smá-
mál miðað við þetta. Ráðuneyti og
ríkissaksóknara kunnugt um málið.
Varðar aðila sem áður hefur verið
settur af tímabundið, oftar en einu
sinni en ríkislögreglustjóri tók aftur
til starfa. Hverjum er viðkomandi
skyldur? Eru fleirri flæktir í máhð,
þar á meðai maki? Hvernig?
Vantar pennavin
frá fslandi
Afrísk stelpa skrifarfrá Ghana
Kæri herra. Ég óska eftir penna-
vini. Ég er 24 ára gömul afrísk
stelpa og er útskrifuð úr háskóla.
Lesendur
Ég vil eiga í bréfaskrifum við mann
með giftingu í huga. Ég yrði þakk-
lát ef þú gætir fengið þitt ágæta
blað tfl að birta nafn mitt og
áhugamál í pennavinadálkinum í
þínu trygga blaði til að koma aug-
lýsingu minni á framfæri. Ég vona
að mína auðmjúka umsókn muni
fá athygli og umhugsun. Nafn mitt
er Rebecca Aggrey-Fynn. Aldur 24
ára. Heimilisfang P.O. box cc 54
Uphill Street, Cape coast. Ghana.
W. A. Áhugamál eru: Eldamennska,
íþróttir, tónlist, sund, dans, skipt-
ast á hugmyndum, heimsóknir,
gjafir og ferðalög.
með Sfmoni Birgissyni
• Ármann Þorvalds-
son, forstöðumaður
KB banka í London,
hélt hinn árlega
nýársfagnað í Lund-
únum um helgina.
Þar mættu að vana
helstu fyrirmenn ís-
lensks viðskiptah'fs
og höfðu starfsfólk
innritunar Icelanda-
ir aldrei séð annað
eins þennan
nýársmorgun. Með-
gesta
voru Sigurjón Sig-
hvatsson, Hreggvið-
ur Jónsson, Hreiðar
Már Sigurðsson og
Elín Reynisdóttir
förðunarfræðingur...
• Annars er það
allra vinsælasta í dag
að komast með KB
kóngunum í einka-
stúku þeirra á Stam-
ford Bridge, velh
Chelsea. Þeir voru
svo séðir - eins og
þeir eru ahtaf - að þeir
nældu sér í stúkuna á spott-
prís viku áður en Roman
Abramovich keypti hð-
ið. Það er jafnvel talað
um það í bransanum
að þessi stúka hafi
jafnvel hækkað meira
í verði, hlutfallslega,
en sjálfur KB banki.
Ekki fylgir sögunni
hvort Eiður Smári heilsi upp á pen-
ingamennina fyrir leiki...
• íslenskir fótbolta-
menn eru nú í start-
holunum fyrir kosn-
ingar á næsta for-
manni Knattspyrnu-
samands íslands.
Það
er
talað um að sjálfur
meistari Guðni
Bergsson muni
bjóða sig fram gegn
stríðsherranum Egg-
erti Magnússyni...
• Elítan mætti í fimmtugsafmæli
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Þarna voru meðal
annarra Hannes
Hólmsteinn Gissur-
arson, Ólafúr Jó-
hann Ólafsson, Hall-
grímur Helgason,
Jakob Frímann
Magnússon, össur
Skarphéðinss (mætti
of seint og missti af
ræðunum) Katrín
Júlíusdóttir og ég
veit ekki hvað og
hvað. Eh'tan var
virkflega ánægð með
þá nýbreytni að
bjóða konfekt og döðlur í stað veit-
inga...
• Davíð Þór Jóns-
son var óvæntasta
stjarnajólabóka-
flóðsins. Hann gaf út
bækurnar Jólasnót-
irnar þrettlán og
Vísur fyrir vonda
krakka. Þetta voru
ljóðabækur fyrir böm og tróna þær
tfl að mynda enn efstar á söluhstum
í sínum flokki. Á sínum tíma gekk
Davíð Þór á milli æðstupresta bóka-
útgáfu á íslandi. Fékk hann þau
svör frá þeim stærsta, Eddu útgáfu,
að svona bækur myndu ekki ná
miklum árangri og að börn kynnu
ekki að meta tvíræðan húmor. Þetta
sagði útgefandinn sem hafnaði
sjálfum Harry Potter...