Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Page 3
DV Fyrst og fremst FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 3 „Já, ég man sko eftir þessu. Á þessum tíma þótti voða merkilegt að heil fjölskylda þyrfti að nota gleraugu," segir Jón Holbergsson, verkamaður í Hafnarfirði, um myndina hér fyrir ofan. Þar sést Jón árið 1980 ásamt fjölskyldu sinni, sem á þessum tíma átti heima í Grindavík en býr nú í Hafnarfirði, á biðstofu augnlæknis. Eigin- kona Jóns, Sigurborg Pétursdóttir, heldur áfram með söguna: „Við vorum að fara með bömin okkar til augnlæknis þegar við hittum blaðamann. Hontun fannst áhugavert að við værum öll með gleraugu og lét taka þessa mynd af okkur. Greinin hans fjall- aði svo eitthvað um kostnaðinn við gleraugnanotkun sem getur jú verið ansi hár.“ Sigurborg segir að það hefði kannski verið betra ef blaðamaðurinn hefði hitt þau ári síðar. „Þá fyrst varð kostnaðurinn ansi hár. Yngsti sonur okkar sem er líka á myndinni er þroskaheftur og það gekk erfiðlega að láta gler- augun tolla á honum. Þau fór ansi mörg þetta ár. Svo varð stelpan líka fyrir smá einelti í skólanum, drengimir áttu það til að rífa af henni húfuna og þá fóm gleraugun oft með.“ Sigurborg segir að á þessum tíma hafi hún bara notað lesgler- augu en í dag þurfi hún að ganga með gleraugu allan daginn. „Þetta var mikil útgerð á sínum tíma að eiga þrjú böm sem öll notuðu gleraugu. Elsti sonurinn, sem er ekki á lífi í dag, var reyndar ekki með á myndinni en hann var líka með gleraugu,“ segir Sigur- borg en tekur fram að aðeins eitt bamabamanna noti gleraugu í dag. Spurning dagsins Hvað ætlarðu að léttast um mörg kíló? Er byrjaður að æfa „Ég ætla mér að taka fjögur kíló og er harðákveðlnn Iþví. Ég á líkamsræktar- kort og er eitthvað byrjaður að sprikla nú þegar. Ég hefnú verið að æfa áður þannig að þetta er ekkert nýtt." Jón Norðfjörð verslunar- stjóri. „Égernúað byrja að æfa og ætli ég taki nú ekki svona tíu kíló. Ég hef nú gert það áður, ég fór úr hundrað og sextán kílóum niður í níutíu og sex. svo þetta er ekkert nýtt fyrir mér.“ Sigurjón Valgeir Hafsteins- son nemi. „Ég er að fara að kaupa mér kort og er að fara að æfa en nú ekki i þeim tilgangi að létta mig. Ég ætla að lyfta og þyngja mig um tæp fímm kíló.Ég þarfnú ekki á því að halda, frekar að bæta við vöðv- um.“ Skúli Aðalsteinsson nemi. „Ég ernú ekki búin að kaupa mérkorten.já, ég ætla að taka afmér. Hvað það verður veit ég nú ekki, kannski tíu eða tuttugu kíló, hver veit? Ég hefsamt áður verið að æfa því ég var i kikkboxi en ég léttist ekkert viö það.“ Candy Loque nemi. „Ég þarfnú ekki á því að halda að losna við neitt.Ég er í svo góðum málum hvað varðar aukakílóin og þar afleiðandi ætla ég mér ekki að kaupa iíkamsræktarkort." Róbert Marshall, formaður Blaðamannafélagsins. Það er Ijóst að nú leggur stór hluti þjóðarinnar af stað á likams- ræktarstöðvar landsins og kaupir sér líkamsræktarkort eins og algengt er eftir át jólanna. Ef einhvern tíma er rétti tíminn til að skafa af sér aukakílóin, þá er það núna. Breiðholtið er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur Samkvæmt bráðabirgðatölum voru íbúar Reykjavíkur 112.490 1. desember 2002. 1. Breiðhoit - 21.534 mann 7. Árbær - 8.753 manns 8. Grafarholt - 858 manns 9. Kjalarnes - 742 manns 4. Vesturbær - 16.602 manns 5. Fossvogs- og Bústaðar- hverfi -13.880 manns 6. Laugarnes- og Vogahvei -13534 manns 2. Austurbær (Norðurmýri og Hlíðar) - 18.818 manns 3* Grafarvogur 17557 manns ÞAÐ ER STAÐREYND ... AÐ ÞAÐ TEK- UR 15 TIL 20 MÍNÚTUR AÐ GANGA KRING- UM BANDA- RÍSKA VARNAR- MÁLARÁÐU- NEYTIÐ, PENTAGON. ÞEIR ERU BRÆÐRASYNIR Landsvirkjunarstjórinn & verkalýðs- og náttúruverndarfrömuðurinn V Þeir standa sitt hvoru megin eldlínunnari Kdrahnjúkadeilunni, sama hvar bor- ið er niður, frændurnir Friðrik Klemenz Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og G uðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og einn helsti baráttumaðurinn gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Friðrik Ktemenz Sophusson er sonur Sophusar Auðuns Guðmundssonar frá Auöunarstöðum í Viðidat sem jafnframt er bróðir G unnars Guðmundssonar, föður Guðmundar verkalýðsleiðtoga. Þrátt fyrir að vera á öndverðum meiöi í virkjanapólitikinni ||t^ailri segja kunnugirað frændkærleikurinn sé aldrei langt undan. i Brautarholt 22 • Sími: 551 4003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.