Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Page 14
74 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 Tækni og vísindi DV Byrjaði sem einmenningshugmynd Hverman ekki eftir tán- ingsstráknum sem fann upp Napster, honum Shawn Fanning (sjá mynd). Strákgreyið varð fyrir barðinu á valdamikl- um mönnum og var hreinlega barinn til hlýðni. Þökk sé tækninni sem notuð var á Napster varð til urmull afsvipuðum forritum og hugbúnaði sem byggðu á sömu hug- mynd. Ungur maður að nafni Bram Cohen ákvað einn daginn að hætta að vinna fyrir dauðadæmt netfyrirtæki og hanna hugbúnað sem myndi koma að einhverjum notum. Hann bjó til BitTorrent, setti forritið á heimasíðuna sína (og það er þar enn í dag) og þar getur fólk nálgast það og greitt fyrir með frjálsum framlögum. Samkvæmt mælingum bar BitTorrent ábyrgð á 35% allrar netumferðar heimsins og er Coheri almennt talinn einn mesti netfrömuður síðari ára. Ekki virðist þó standa til að draga hann fyrir dómstóia, þar sem hann skrifaði aðeins hugbúnaðinn, en dreifði sjálfur engu efni. Beðið um aðstoð Rétt fyrir jól fóru stærstu höfundarréttasamtökin í Bandaríkjunum í mál við þá aðila sem hýstu heimasiður sem geymdu svokallaðar BitTorrent-skrár. Þá var sú tækni orðin það umsvifamikil að talið var að 35% allrar netnotkunar í heim- inum mætti rekja til notkunar þeirrar tækni. Stjórnendur þeirra fyrirtækja, sem nóta BitTorrent-tæknina á heimasfðum sínum og hafa verið lögsótt, hafa brugðist misjafhlega við. Sumar hafa verið lagðar nið- ur, endurkoma annarra, þá end- urbættra, hefur verið boðuð og enn aðrar ætía í hart. Á einni þeirra var hrint af stað söfnun til að afla ijár fyrir lögmannskostn- aði. Áætíað er að sá kostnaður verði um 30 þúsund Bandaríkja- dalir, um 2 milljónir króna, á mánuði og hefur sú upphæð safnast nú þegar og gott betur. Það virðist því sem notendur síð- unnar séu tilbúnir að berjast fyrir málstaðnum svo þeir geti haldið áfram að hala niður efni. Deilir.is neifar sök Ríkislögreglustjóra hafa borist kærur á hendur 11 einstaklingum í tengslum við DC-málið svokaU- aða, en fyrr í haust gerðu yfirvöld rassíu hjá 12 einstaklingum vegna gruns um ólöglega dreiflngu efnis um nokkra íslenska tengipunkta. Tveir þeirra tilheyra vefsvæðinu deili.is en samkvæmt tilkynningu sem birtist á téðri heimasíðu vilja stjórnendur síðunnar ekki kann- ast við að neinum í þeirra röðttm hafi borist kæra. Eftir því sem næst verður komist eru tengi- punktar deilis.is enn virkir. vio BHTorrent Um miðjan síðasta mánuð tóku margir af stærstu hagsmunaaðilum í Hollywood höndum saman og kærðu eigendur þeirra heimasíðna sem hýsa svokailaðar BitTorrent- skrár. Þá mátti rekja þriðjung af allri netnotkun heimsins til notkunar þessarar tækni og má gera sterklega ráð fyrir að aðallega hafi notendur verið að skiptast á ólöglegum útgáfum kvikmynda, sjónvarps- þátta, tónlistar, forrita, leikja og þannig mætti áfram telja. Þessi tækni hefur ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi, enda verið hálfgerður undirheimur netsins þar sem kvikmyndir ganga manna á milli án mfidlla vandkvæða. Símafyrirtækin græða Ein helsta ástæðan fyrir því að BitTorrent-tæknin er ekki mikið notuð hér á landi er sú að notand- inn verður að gera ráð fyrir að um erlent niðurhal sé að ræða. Það kostar sitt og miðað við að hvert er- Ient megabætí kosti rúmar 2 krónur má gera ráð fyrir að kvikmyndir í miklum gæðum kosti íslenska not- endur um 1500 krónur. Þeir aurar renna þó ekki til framleiðanda við- komandi kvikmyndar, heldur ís- lensks símafyrirtækis sem greiðir ekki nein stefgjöld eða ígildi þeirra. Því hafa íslenskir netnotkendur, sem yfir höfuð vilja nálgast þetta ólöglega efhi, stólað á íslenskt net- umhverfi í þessum efnum. Eins og kunnugt er gerðu íslensk yfirvöld rassíu hjá meint- um stjórnend- um þessara ís- lensku tengi- punkta sem gerðu hinum al- menna notanda kleift að. nálgast efni hjá hver öðr- um. Því beinist rannsókn yfir- valda ekki ein- ungis að þeim sem geyma efnið heidur gera öll- um kleift að nálg- ast það hjá hver öðrum. BitTorrent- notendur um all- an heim urðu heldur bétur varir við aðgerðirnar í síðasta mánuði og „undirheimur- inn“ reyndar allur. Hjá öllum vin- sælustu síðunum var hætt að hýsa BitTorrent-skrár, sem þýddi að ekki var lengur hægt að náígast nýjustu kvikmyndirnar og allt það sem eft- irsóknarvert hefur talist. Vandasamt að stöðva nýju tæknina Árið 2004 var sérstakt fyrir BitTorrent. Allt árið jókst fjöldi notenda stöðugt og varð það einn allra vinsælasti hugbúnaðurinn á netinu. Síðari hluta ársins fóru höf- undarréttarsamtök og lögregluyfir- völd bæði í Evrópu og Bandarikjun- um að lögsækja þá sem hýstu heimasíður með tenglum á ólöglegt efni og héldu margir að nú yrði endanlega tekið til hendinni í þess- um málum. En hinir óprúttnu eru klókir með ólíkindum og eru alltaf nokkrum skrefum á undan yfirvaldinu. Nú þegar hefur verið tilkynnt um nýja útfærslu á BitTorrent-tækninni, sem mun kallast Exeem, og gerir það að verkum að nánast ómögu- legt verður að fylgjast með hveijir bera ábyrgð á dreifingu efnisins. í gamla kerfinu voru alltaf nokkrir „miðl- arar“ efnisins, sem í raun stjórnuðu umferðinni, ef svo mætti segja. í nýja kerfinu, Exeem, verða allir ineö tölu í hlutverki miðlara og því verður með öllu ógerlegt að fylgjast með hverjir koma efninu í umferð. Allir verða jafn ábyrgir og það er væntanlega mikið vandaverk að ætía að lögsækja allan þann fjölda sem notar BitTor- rent. Netið lifir, og mun alltaf gera. Spuming er hins vegar, hvemig ætía þeir sem höfundarrétt- inn eiga að bregðast við? Það er ljóst að þessi þró- un er ekki góð, því á endanum munu kvikmynda- og sjónvarps- þáttaframleiðendur ekki láta bjóða sér þessa meðferð og hreinlega hætta framleiðslu. Það er væntan- lega þróun sem enginn er hrifinn af. En ein tækni tekur við af annarri. Talsíminn tók við af ritsímanum, geisladiskar af segulböndum og mynddiskar (dvd) af myndböndum (vhs). Netið er bara ein tæknin í við- bót sem er hluti af daglegri tilveru og er það til lítils gagns að ætía að halda aftur af þeirri þróun. eirikurst@dv.is Tækni getur verö torskilin þó svo aö forritin og notkun þeirra sé oft einföld Hvað er BitTorrent? BitTorrent er hluti af P2P-tækninni, sem gengur út á að tvær eða fleiri tölvur tengj- ast saman um einn tengipunkt og deila með sér tölvuskrám. Sllkar tölvuskrár geta verið kvikmyndir, sjónvarpsþættir, tónlist, forrit, tölvuleikir, osfrv. Islendingar þekkja best til DC++, sem tengir íslenska notend- ur aðeins við aðra (slenska notendur,en þannig er hægt að halda niðurhalskostn- aði I lágmarki. önnur kunn alheimsforrit eru Kazaa, Napster og eDonkey. Munurinn á BitTorrent og Kazaa Kazaa er forrit sem sýnir hvaða notend- ur eru tengdir við það hverju sinni og hvaða efni þeir hafa upp á að bjóða. Sem þýðir að ef notandi vill ná I ákveðna kvik- mynd verður annar notandi sem á þessa kvikmynd líka að vera tengdur við forritið á sömu stundu. Oftast á fleiri en einn not- andi kvikmyndina, þvf gæti sá sem vill nálgast hana halað niður mörgum mis- munandi hlutum af kvikmyndinni frá mörgum mismunandi notendum en for- ritið, Kazaa, sér um að útkoman verði ein heil skrá, s.s. kvikmynd. BitTorrent er I megindráttum ekki ólíkt Kazaa. Munurinn er sá að notandinn þarf ekki að stóla á ákveðna aðila úti (heimi til að nálgast efnið.Tæknin gengur út á að notandinn heimsækir mismunandi vefsfður sem geyma svokallaðar BitTor- rent-skrár. Þessar skrár eru litlar, eins og almenn textaskjöl, og geyma upplýsingar um hvar hægt er að nálgast viðkomandi efni. Hinn almenni notandi nær (skrána, opnar sérstakt forrit til að virkja hana og nær þannig (kvikmyndina. Það tekur alltaf einhvern t(ma, en tæknin sem slík er mjög áreiðanleg og fylgst er með því að efnið sem (boði er sé gott og gilt. Þess fyrir utan er Kazaa yfirleitt talið mjög hvimleitt forrit og var nýverið veitt skammarverðlaun fyrir að vera helsta orsök njósnunarhugbúnaðar (spyware) á netinú. Af hverju er BitTorrent vinsælt? Margir notendur voru orðnir þreyttir á óstöðugleika forrita eins og Kazaa og fannst því BitTorrent vera góð lausn. Við- mótið er einnig mun einfaldara, (stað þess að ræsa forrit til að leita að efni er nóg að heimsækja síður sem hýsa litlar skrár sem alltaf er hægt að nálgast. Niður- halsforritið er svo keyrt á meðan kveikt er á tölvunni og efnið skilar sér oftast stuttu s(ðar. Annar kostur er sá að (BitTorrent er ekki hægt að hala niður án þess að hlaða upp á móti. Algengt var að notendur Kazaa slepptu því að gefa á móti því sem þeir þáðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.