Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.2005, Síða 25
DV Menning FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 25 Á föstudagskvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á stóra sviöi Borgarleikhússins leikgerö eftir skáld- sögu Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna. Stór hópur listamanna kom að tilurð sýningarinnar og hefur hún vakið nokkra eftirvæntingu því uppselt er á fyrstu sýningar. Sýningin rekur aðstæðurnar sem verða til þess að Ólafur Jensson ákveður að slást í hóp eins fyrsta hópsins sem hélt vestur, segir frá harðbýlisárum hans þar og lýkur þessum hluta verkins þar sem hann stendur einn uppi. Sagan gefur glögga mynd af þeim örlögum sem þúsundum íslendinga voru búin í landnámi Vesturheims. Það er miðvikudagur og komið að hádegi. Framundan eru tökur fyrir sjónvarp og boðun er tímastillt eftir gervum: þeir sem em með mestu gervin mæta fyrst í smínk og þær Guð- rún Þorvarðardóttir, yfirmaður förð- unardeildar, og Filippía Elísdóttir búningahönnuðurinn þurfa að vera snöggar. Guðrún kallar fólk inn um leið og það birtist í almenningnum og Filippía segir, um leið og hún hleypur upp stiga: „Það liggja nótur inni í her- berginu þínu ffá mér." Það er þessi kyrra spenna í loftinu sem er oftast góðs viti, fólk er ömggt. í kvöld er fjöl- miðlarennsli, á morgun lokaæfing og á fostudag mætir leikhópurinn áhorfendum og skilar verki sínu til samfélagsins. Falinn heimur á pappír Það hefur lengi verið hugsað um sviðsetningar á sögum Böðvars um Vesturheim. Þær öðluðust þegar við útgáfu Ffíbýla vindanna miklar vin- sældir þótt ekki fæm þær hátt, en sett- ust svo á metsölulista og sátu þar misseri efdr misseri. Þær opnuðu nýjum kynslóðum og eldri heim vest- urfaranna sem hafði um árabil verið hulinn, geymdur í bókum og bréfum, skjölum og munnmælum. Löngu fyrr hafði Halldór Laxness að hluta gert sér mat úr vesturferðum mormónanna og Jóhannes úr Kötlum skrifað um þær sagnabálk. Víða um Evrópu vom höfundar á síðustu öld að minnast þessara ferða: Moberg hinn sænski skrifaði um þær miklar sögur sem urðu fyrst að kvikmynd og sjón- varpsþáttum og síðar að söngleik þeirra Abba-manna. Svo seint sem í fyrra var Roddy Doyle að halda áff am sagnabáfki sínum um írskan strák úr Páskauppreisninni sem fer til Ameríku og feril hans þar. Vesturfarimar em enn að kalla á athygli Evrópubúa. Með skipulegri útgáfu bréfa frá þeim tíma heim og heima eykst aðgangur að þeim erfiðu örlögum sem biðu innflytjenda um alla austurströndina, ekki vom þau skárri örlögin sem biðu þeirra sem komu yfir Kyrrahafið til fyrirheitna landsins. Þessi saga er enn lifandi veruleiki. Fiðlungur og kona hans í Híbýlum vindanna segir ff á Ólafi Jenssyni fióh'n og ættmennum hans en um leið er þetta saga lífsbaráttu íslendinga austan hafs og vestan á ofanverðri nítjándu öld og í upphafi þeirrar tuttugustu. Sagan styðst við fjölda sögulegra atvika frá landnámi Islendinga í Kanada og rekur sumpart atvik sem gerðust á þeirri erfiðu för. í fréttatilkynningu leikhússins segir: „Híbýh vindanna er leikrit um drauma, brosmar vonir og söknuð, en fjallar síðast en ekki síst um þrautseigju og fómir fóUcs í leit að nýj- um samastað í tilverunni." Sú hugmynd hafði verið lengi á kreiki meðal leikhúsfólks að þessa sögu mætti leikgera. Þegar Leikfélag Reykjavíkur fékk réttinn til vinnslu verksins var Guðrúnu Vilmundardótt- ur fahð að vinna að leikgerðinni í samvinnu við Þórhildi Þorleifsdóttur sem átti að leikstýra sviðsetningunni. Fór svo að Bjama Jónssyni var fahð að halda leikgerðinni áfram og um síðir kom aUur leUchópurinn af vinnunni undir stjóm ÞórhUdar. Tuttugu og fimm á sviði Með hlutverk Ólafs fiölíns og Sæunnar, fyrri konu hans fara Bjöm Ingi Hilmarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. I öðmm hlutverkum em: Bergur Þór Ingólfsson, Bima Haf- stein, Guðmundur Ólafsson, Gunnar Hansson, HaUdór Gylfason, HaUdóra Geirharðsdóttir, Hanna María Karls- dóttir, Jóhanna Vigdís Amardóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Sveinn Geirsson og Theodór Júhus- son. Auk þeirra koma 6 böm og nokkr- ir aukaleikarar frá Stúdentaleikhúsinu fram í sýningunni. Höfundur tónhstar er Pétur Grétarsson. Láms Bjömsson lýsir. Höfundur búninga er FUippía I. Ehsdóttir. Höfundur leikmyndar er Vytautas Narbutas. Dökkir litir leysast upp „Þetta em um 120 búningar," segir FUippía. „Við höfum verið að stytta síðustu æfingar svo það hefur eitthvað fækkað. Þetta em núklar sldptingar. Það er ansi mikið. Við vUdum ekki fara í Jdisjur, ekki afmarka efnið of mikið í tíma í búningagerðinni. Þetta fólk var á sauðskinnskóm, en við setjum það á gúmrm'túttur. Þetta em mest dökkir litir sem leysast svo upp í brúnt. Við vUdum leggja áherslu á heUdarmynd- ina, þetta væri einn líkami." FUippía segir hluta af föðurfóUd sínu hafa farið vestur. „Það var eitthvað samband lengi. Það eiga alhr einhverja sem fóm vesmr." Ems og aðrir starfsmenn sýn- ingarinnar sem rætt var við er fint hljóð í fólkinu. „Það er búinn að vera óvenjugóður samhljómur í þessari vinnu. Alhr lagst á eitt, sem einn lík- ami.“ Mikil saga „Það em að ég held tíu ár síðan ég fór að tala um þetta," sagði Guð- mundur Ólafsson leikari. „Það er búið að vera gaman að vera með í þessu með höfundi og leikstjóranum. Þetta er mikU saga, en á endanum þá emm við í þessari sýningu bara með fyrri hlutann. Leikhópurinn hefur fengið að koma miklu meira að sjálffi leUcgerðinni en tíðkast hefur. Við emm búin að vera með bókina í höndunum aUan tí'mann. Höfum fengið að spinna upp kafla sem okkur þóttu áhugaverðir og sannreynt hvernig þeir standa á eftir. Þetta er búin að vera svona vinna eins og mann hefur margoft dreymt um." Guðmundur fer með þrjú hlutverk, og er svo í þremur öðmm smálegum. Mjög krefjandi Theodór Júlíusson er að taka sig tU: „Þetta hefur verið skemmtileg vinna en mjög, mjög krefjandi. Þetta er svo frábær saga. Við fengum að eiga þátt í að skapa sýninguna, kom- um ekki að tilbúnu handriti, fengum að leggja okkar til, impróvisemðum atriði sem okkur þótti akkur í sem Bjarni tók svo og skrifaði um. Það hefur verið mjög gaman. Nú síðustu daga eru styttingarnar og þá verður maður að sjá eftir ýmsu. Þetta er nærri þriggja tíma sýning eins og hún stendur í dag. Furðulegt hvernig hef- ur tekist til miðað við hvað þetta er stór hópur og allir hafa lagt sitt tU. Það er ánægjulegt." Theodor fer með þrjú hlutverk í sýningunni. „Pabbi var með vesturfarirnar á heilanum- svo ég hef alltaf haft áhuga á þessari sögu og lesið margt um vesturfarirn- ar. Svo löngu löngu seinna fór bróðir minn til Kanada og bjó þar í tvo ára- tugi." Langömmubróðir fór Fyrri hluta verks Böðvars lýkur þegar Ólafur missir fyrri konu sína sem Katla Margrét leikur: „Þau kynn- ast hér heima og hún fer með honum vestur þar sem hún deyr úr bólunni. Þau er samheldin en hún er ekki upp- litsdjörf þegar komið er vestur. Svo fer að renna í henni blóðið. Hún er > jarðbundin og hlý kona," segir Katla um hlutverkið sitt sem er annað af stórhlutverkum sýningarinnar. „Þetta er búin að vera mikil vinna og strembin, en skemmtileg". Fór eitt- hvað af fólkinu hennar vestur? „Langömmubróðir minn fór." Svo er hún farin. Frumsýning á Híbylum vindanna er á föstudagskvöld og er þegar uppselt á lokaæfinguna og fyrstu fjórar sýningarnar. BORGARLEIKHUSIÐ Leikfélay Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reyk]avík STÓRA SVIÐ HIBYLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar á vesturfara- sögu Böðvars Guðmundssonar Aðalæfing í kvöld kl 20 - VFPmJ Frumsýning fö 7/1 kl 20 - IIPPSBJ Lau 8/1 kl 20 - gul kort - UPPSé&T Su 9/1 kl 20 - aukasýning - ÍÍPPS&J Lau 15/1 kl 20 - rauð kort - tíPPS&J Su 16/1 kl 20 - græn kort Fö 21/1 kl 20 - blá kort Lau 22/1 kl 20 - UPP5ÖJ Lau 29/1 kl 20 Su 30/1 kl 20___________ HERI HERASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 LINA LANGSOKKUR e. Astríd Lindgren Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14, Su 23/1 kl 14 Su 30/1 kl 14 tAið&sM&n i Bofgerlfrfkhúvínu er og>m: ÍO-18 ménudaga c»g þrtðjudaga, 10-20 miSvíku-, fimmtu- wg fóuudaga 12-20 íaugardaga og vurtrtudaga Miðavöluvímí 56b 8000 mtdasalas borgaríeikhuiij Mlðasaia á rtelínu www.borgarleikhusis Börn ,2 ára og yngri iá friP, i Swgáfiefkhúsíð í f/Igd fuliwðinng NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ —TlT íi....... 11 I I I I ■ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta 1eik í aðalhlutverki Fö 7/1 kl 20 Fö 14/1 kl 20 Su 16/1 kl 20 ÁUSA eftir Lee Hati o STÖLARNIR eftir fonesco / samstarfi við LA Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20, Fi 13/1 kl 20, Lau 15/1 kl 20 eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Fö 14/1 kl 20 Fi 20/1 kl 20__________________ SAUMA.STOFAN 30 ARUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson í samstarfi við TÓBÍAS Frumsýning Su 16/1 kl 20 Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 LEiKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDl - Kl 18:00 Cleðistund I forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðiil kvöldsins KI 20:00 Leiksýning kvðidsins NÆRINC FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ í TÍMA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.