Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Side 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 23 Hvatningarviðurkenningu FKA hlaut Edda Jónsdóttir í i8 galleríi og þakkarviðurkenningu hlaut Guðrún Steingrímsdóttir eigandi Lífstykkjabúðarinnar. Margar helstu athafnakonur landsins voru viðstaddar athöfnina og samglöddust kynsystrum sínum í atvinnurekstri. Katrín í Lýsi hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur Viðurkenningar FKA voru veittar í sjötta sinn á fimmtudag- inn. FKA stendur fyrir Félag kvenna í atvinnurekstri og veitir konum árlega viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í heimi viðskipta. Allar helstu framakonur ís- lands komu saman af þessu til- efni og skáluðu í kampavíni og gæddu sér á snittum. Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir borgarfulltrúi stýrði hófinu við góða lukku en þau Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti íslands, og Einar Sveinsson, stjórnarformaður ís- landsbanka, sáu um að afhenda viðurkenningarnar. Endurreisti Lýsi í ár fékk Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf., við- urkenninguna. Árið 1999 stóð Lýsi hf. mjög höllum fæti en Katrín sá möguleika í rekstrinum og keypti fýrirtækið. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við og ársveltan er nú 5 milljarðar. Um 90% framleiðslunnar fer til útflutnings og er stöðug þróun- arvinna í gangi. Með útsjónar- # staðinn fyrir að klaga mútaði hún systkin- unum og fékk nokkrar krónur fyrir að kjafta ekki í foreldrana. semi og framkvæmdaelju hefur Katrínu tekist að ná þessum stór- kostlega árangri með fyrirtæki sem allir aðrir höfðu gefið upp á bátinn. Mútaði systkinum sínum Katrín hélt ræðu við afhend- inguna og minntist þar á að hún hefði alltaf verið mikil viðskipta- kona. Rifjaði upp að þegar hún var 6 ára komst hún að því að eldri systkini hennar voru farin að fikta við að reykja. Þarna sá hún tromp í hendi og í staðinn fyrir að klaga mútaði hún systkinunum og fékk nokkrar krónur fyrir að kjafta ekki í for- eldrana. Hún sagði þessa aðferð þó ekki vænlega og lagði áherslu á að til að viðskipti væru farsæl yrðu þau að vera heiðarleg. Guðrún í Lífstykkjabúðinni Tvær aðrar viðurkenningar voru veittar þessu sinni. Þakkar- viðurkenninguna hlaut Guðrún Steingrímsdóttir, framkvæmda- stjóri Lífstykkjabúðarinnar, en hún hefur rekið búðina með dug og dáð og er hvatning annarra kvenna sem standa í slíkum atvinnurekstri. Lífstykkjabúðin skipar háan sess á sínum mark- aði og hefur orð á sér fyrir að veita fyrsta flokks þjónustu enda skipta margar konur eingöngu við þessa rótgrónu verslun. Gallerí i8 virt um víða veröld Edda Jónsdóttir í Galleríi i8 hlaut hvatningarverðlaunin fyrir sitt framlag en hún hefur verið ötul við að koma listamönnum á . framfæri gegnum tíðina, ekki síst á erlendri grundu. Edda hef- ur einstaklega næmt auga fyrir list og virðist alltaf veðja á réttan hest þegar hún tekur að sér lista- menn. Hún hefur líka einbeitt sér að því að koma erlendum lista- mönnum á framfæri hér á landi með góðum árangri. - Katrín Pétursdóttir Zar | að vonum glöðyfir viður- kenningunnipg hvatti aðrar kgniírtil döða. Katrín S. Óladóttir formaður FKA, Vigdís Finn- bogadottir fyrrverandi forseti fslands, Edda Jonsdóttir framkvæmdastjóri i8, Guðrún Stein- grimsdottir eigandi Lífstykkjabúðarinnar, Einar Sveinsson stjórnarformaður íslandsbanka og Ingibjorg Sólrún Gfsladóttir borgarfulltrúi. RYMUM FYRIR NYJUMUOSUM LAGERUTSALAN FER FRAM Á LAGER OKKAR AFTAN VIÐ LUMEX BÚÐINA SKIPHOLTI 37, GENGIÐ INN FRÁ BOLHOLTI OPIÐ: FÖSTUDAG 12-20 / LAUGARDAG 10-18 / SUNNDAG 13-18 / MÁNUDAG 12-20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.