Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Qupperneq 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 23 Hvatningarviðurkenningu FKA hlaut Edda Jónsdóttir í i8 galleríi og þakkarviðurkenningu hlaut Guðrún Steingrímsdóttir eigandi Lífstykkjabúðarinnar. Margar helstu athafnakonur landsins voru viðstaddar athöfnina og samglöddust kynsystrum sínum í atvinnurekstri. Katrín í Lýsi hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur Viðurkenningar FKA voru veittar í sjötta sinn á fimmtudag- inn. FKA stendur fyrir Félag kvenna í atvinnurekstri og veitir konum árlega viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í heimi viðskipta. Allar helstu framakonur ís- lands komu saman af þessu til- efni og skáluðu í kampavíni og gæddu sér á snittum. Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir borgarfulltrúi stýrði hófinu við góða lukku en þau Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti íslands, og Einar Sveinsson, stjórnarformaður ís- landsbanka, sáu um að afhenda viðurkenningarnar. Endurreisti Lýsi í ár fékk Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis hf., við- urkenninguna. Árið 1999 stóð Lýsi hf. mjög höllum fæti en Katrín sá möguleika í rekstrinum og keypti fýrirtækið. Síðan þá hefur leiðin legið upp á við og ársveltan er nú 5 milljarðar. Um 90% framleiðslunnar fer til útflutnings og er stöðug þróun- arvinna í gangi. Með útsjónar- # staðinn fyrir að klaga mútaði hún systkin- unum og fékk nokkrar krónur fyrir að kjafta ekki í foreldrana. semi og framkvæmdaelju hefur Katrínu tekist að ná þessum stór- kostlega árangri með fyrirtæki sem allir aðrir höfðu gefið upp á bátinn. Mútaði systkinum sínum Katrín hélt ræðu við afhend- inguna og minntist þar á að hún hefði alltaf verið mikil viðskipta- kona. Rifjaði upp að þegar hún var 6 ára komst hún að því að eldri systkini hennar voru farin að fikta við að reykja. Þarna sá hún tromp í hendi og í staðinn fyrir að klaga mútaði hún systkinunum og fékk nokkrar krónur fyrir að kjafta ekki í for- eldrana. Hún sagði þessa aðferð þó ekki vænlega og lagði áherslu á að til að viðskipti væru farsæl yrðu þau að vera heiðarleg. Guðrún í Lífstykkjabúðinni Tvær aðrar viðurkenningar voru veittar þessu sinni. Þakkar- viðurkenninguna hlaut Guðrún Steingrímsdóttir, framkvæmda- stjóri Lífstykkjabúðarinnar, en hún hefur rekið búðina með dug og dáð og er hvatning annarra kvenna sem standa í slíkum atvinnurekstri. Lífstykkjabúðin skipar háan sess á sínum mark- aði og hefur orð á sér fyrir að veita fyrsta flokks þjónustu enda skipta margar konur eingöngu við þessa rótgrónu verslun. Gallerí i8 virt um víða veröld Edda Jónsdóttir í Galleríi i8 hlaut hvatningarverðlaunin fyrir sitt framlag en hún hefur verið ötul við að koma listamönnum á . framfæri gegnum tíðina, ekki síst á erlendri grundu. Edda hef- ur einstaklega næmt auga fyrir list og virðist alltaf veðja á réttan hest þegar hún tekur að sér lista- menn. Hún hefur líka einbeitt sér að því að koma erlendum lista- mönnum á framfæri hér á landi með góðum árangri. - Katrín Pétursdóttir Zar | að vonum glöðyfir viður- kenningunnipg hvatti aðrar kgniírtil döða. Katrín S. Óladóttir formaður FKA, Vigdís Finn- bogadottir fyrrverandi forseti fslands, Edda Jonsdóttir framkvæmdastjóri i8, Guðrún Stein- grimsdottir eigandi Lífstykkjabúðarinnar, Einar Sveinsson stjórnarformaður íslandsbanka og Ingibjorg Sólrún Gfsladóttir borgarfulltrúi. RYMUM FYRIR NYJUMUOSUM LAGERUTSALAN FER FRAM Á LAGER OKKAR AFTAN VIÐ LUMEX BÚÐINA SKIPHOLTI 37, GENGIÐ INN FRÁ BOLHOLTI OPIÐ: FÖSTUDAG 12-20 / LAUGARDAG 10-18 / SUNNDAG 13-18 / MÁNUDAG 12-20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.