Bræðrabandið - 01.05.1978, Síða 4

Bræðrabandið - 01.05.1978, Síða 4
hefur lyft upp hæl sínum á móti mér." Jóh.13,11.18. En síðar, þegar merking orða hans varð auðskilin, höfðu þeir íhugunarefni þar sem var þolinmæði og miskunn Guðs gagnvart hinum verstu afbrotamönnum. ÞÓ að Jesús hefði þekkt JÚdas frá upphafi, þá laugaði hann fætur hans. Og svikarinn naut þeirra forréttinda að sameinast Kristi í neyslu sakramentis- ins. Hinn þolinmóði frelsari beitti öllum fortölim til þess að syndarinn veitti honum viðtöku, að hann iðraðist og yrði hreinsaður af saurgun syndar- innar. Þetta er okkur fordæmi. Þegar við teljum að einhver sé vegvilltur og í synd, þá eigum við ekki að forðast hann. Við eigum ekki fyrir neinskonar undanbrögð að láta hann eftir varnar- lausan gegn freistingum eða hrekja hnn út á áhrifasvæði Satans. Það er ekki aðferð Krists. Það var vegna ávirðinga og villu lærisveinanna að hann þvoði fætur þeirra, og allir nema einn þeirra fengust fyrir það til að iðrast. Fordæmi Krists bannar manngreinar- álit við borð Drottins. Að sönnu úti- lokar opinber synd þann seka. Það kennir Heilagur andi ótvírætt. l.Kor.5,11. En fram yfir það má enginn fella dóm. Guð hefur ekki eftir skilið mönnvun að ákveða hver skuli gefa sig fram við slíka athöfn. Því hver getur lesið hjörtun? Hver þekkir hismið frá hveitinu? "Hver maður prófi því sjálf- an sig og síðan eti hann af brauðinu og drekki af bikarnum." Og "Hver sem þess vegna etur brauðið eða drekkur bikar Drottins óverðuglega, hann verður sekur við líkama og blóð Drottins." "Sá sem etur og drekkur, hann etur og drekkur sjálfum sér til dóms ef hann gjörir ekki greinarmun á líkamanum." l.Kor.11,28; 2 7;29 Þegar trúaðir koma saman til að halda boðin, þá eru þar viðstaddir sendiboöar ósýnilegir mannlegum augum. 1 hópnum getur verið einhver JÚdas, og sé svo, þá eru þar sendiboðar myrkra- höfðingjans, því að þeir standa að baki öllum sem neita að láta stjórnast af Heilögum anda. Himneskir englar eru einnig þar. Þessir ósýnilegu gestir eru viðstaddir allar slík.ar athafnir. í hópinn geta komiö menn sem í hjarta sínu er ekki þjónar sannleikans og heilagleikans, en vilja samt taka þátt í athöfninni. Ekki skal banna þeim það. Vottar eru þar staddir er einnig voru við þegar Jesús laugaði fætur lærisvein- anna og Júdasar. Fleiri augu en mann- leg voru þar sjónarvottar. Kristur er þar fyrir Heilagan anda til þess að innsigla sitt eigið boð. Hann er þar til að sannfæra og mýkja hjartað. Ekkert augnatillit, engin iðrunarhugsun, fer framhjá honum. Hann bíður eftir hinum iðrandi hinxim sorgmædda. Allt er reiði^búið til að veita slíkri sál viðtöku. Hann sem þvoði fætur Júdasar þráir að þvo blett syndarinnar af hverju hjarta. Enginn skyldi útiloka sig frá sakramentinu af því að einhverjir óverðugir kunna að taka þátt í því. Sérhverjum lærisveini er ætlað að vera þar opinberlega og bera því þannig vitni að hann meðtaki Krist sem per- sónulegan frelsara. Það er við slík tækifæri, við athafnir sem hann sjálfur hefur átt frumkvæði að, sem Kristur hittir fylgjendur sína og veitir þeim þrótt með návist sinni. óverðug hjörtu og hendur geta jafnvel útdeilt sakra- mentinu, en Kristur er þar engu að síður til þess að annast börn sín. All- ir sem koma með trú sína staðfasta í honum mxinu hljóta ríkulega blessun. Allir sem vanrækja þessar stundir guð- dómlegra forréttinda munu bíða tjón. Um þá má með réttu segja: "Þér eruð ekki allir hreinir." Með því að neyta af brauðinu og vín- inu með lærisveinunum hét Kristur þeim að verða frelsari þeirra. Hann fól þeim í hendur hinn nýja sáttmála, sem allir er hann meðtaka verða Guðs börn fyrir, og samarfar Krists. Með þessimi sáttmála öðluðust þeir alla þá blessun sem himinninn gat veitt þeim þessa lífs og annars. Þessi sáttmálagjörð átti að fullgildast með blóði Krists. Og út- deiling sakramentisins átti að vera lærisve inxinum áminning vim hina óendan- legu fórn sem færð var fyrir hvern einstakan þeirra sem hluta af hinni miklu heild fallins mannkyns. En sakramentisþjónustan átti ekki að vera sorgarathöfn. Það var ekki tilgangur hennar. Þegar lærisveinar Drottins safnast saman við borð hans er ekki ætlunin að þeir minnist ófull- komleika síns og harmaheima. eiga ekki að hafa hugann bundinn við 4

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.