Bræðrabandið - 01.05.1978, Page 8

Bræðrabandið - 01.05.1978, Page 8
að tungutalsgáfann byggi upp einstakl- inginn en spádómsgáfan byggi upp allan söfnuðinn. Hann segir einnig að hann vildi fremur tala fimm orð með skiln- ingi en tíu þúsund orð á óþekktri tungu. Tungutal er sjaldan nefnt nema á tímum Biblíunnar. Gjöfin virðist hafa dáið úr þegar frá leið. Sirniir telja að tungutalsgáfan hafi verið sérstaklega ætluð til þess að hjálpa til að koma hinum kristna söfnuði á fastan grund- völl, að fá boðbera til að ganga fagnaðarerindi á hönd meðal hinna ýmsu málahópa og yrðu þeir síðan til þess að boða boðskapinn sínu fólki. Þar sem ekki væri eftir það þörf á gjöfinni hlyti hún að hætta. Chrysostom og Augustinus létu til dæmis þá skoður í ljós að tungutal væri fyrirbæri úr fortíðinni. Chrysos- tom hafði þetta að segja um l.Kor.12,1: "Allt þetta mál er augljóst. En það kemur af því að við þekkjim lítið þær staðreyndir sem vitnað er í og að tungu- talið hefur hætt. Það átti sér áður stað en fer nú ekki lengur fram." Augustinus skrifaði um tungutalsgáfuna að hún væri tákn "sem átti við á þe^m tíma", og hún væri um garð gengin." "Allt frá tímum Origen, hins bráð- gáfaða kristna heimspekings sem kenndi og ritaði í Alexandríu um miðja þriðju öld," skrifar Morton T.Kelsey, "virtust kirkjufeðurnir ekki viðurkenna að tungutal hafi nokkurn tíma verið almennt iðkað. Þaðan í frá eru flestar tilvitnanir í tungutal útskýringar á því hvers vegna fyrirbæri það sem átti sér stað á Biblíutímum sæist ekki lengur.^ Frá þessvim tíma og um allar miðald- ir er lítið eða ekkert sagt um tungu- tal, svo lítið að einn höfundur kallar þetta tímabil "þyrkingstímabilið langa" Hvítasunnxnnenn segja að ástæðan fyrir því að tungutalið hafi horfið á þessum öldum sé sú að syndin hafi ríkt í söfn- uðinum (kirkjunni) og fólk ekki trúað (fyrirheitum Guðs og^einnig að kærl'eikur margra hafi kólnað. TUNGUTAL 1 DAG Á sautjándu öld kom tungutalið fram í Frakklandi þegar ofsóknir brutxast út gegn Húgenottum eftir að tilskipunin frá Nantes var tekin til baka og hreyfing kom fram um að koma aftur á kaþólskri trú sem trúarbrögðum þjóð- arinnar. Isabeau Vincent dóttir smá- bónda nokkiirs, sem talaði aðeins mál- lýsku á að hafa spáð klukkustundum saman á óaðfinnanlegri frönsku. í Englandi á nítjandu öld kom tungutalið fram og var forsprakki þeirrar hreyfingar Edward Irving.ÞÓ að hann bæði til Guðs um að hljóta þessa gjöf fékk hann hana aldrei. Hreyfingin hóf feril sinn með bóndastúlku í Skot- landi sem Mary Campbell hét og stuttu síðar kom hreyfingin fram í London. 1 fyrstu reyndi Irving að halda öllu inn- an hreyfingarinnar í rósemi en eftir nokkurn tíma varð hún að því sem náinn vinur hans, Thomas Carlyle, kallaði "blátt áfram geðveikrahæli".® Þar kom að að Irving var settur af og gerður brottrækur úr kirju Skotlands.9 Hvítasunnustefnan eins og við þekkjum hana í dag kom fram um alda- mótin að sumu leyti sem angi úr Heilag- leikahreyfingunni sem var nokkurs konar uppreisn gegn kenningum Meþódista um fullkomnun.Einn Heilagleikaprest- ur sem Charles F.Parnham hét og var að kenna við lítinn Biblíuskóla í Topeka í Kansas lagði hendur sínar yfir einn af nemendum sínum, Agnes Ozman, sem hlaut þá gáfu að tala andlegri tungu. Hreyfingin sem óx út frá þessu var með ýmsu móti, allt frá litlum hópum hér og þar til stórra vakninga samkoma.H Ót frá þessari hreyfingu spruttu all- margir söfnuðir Hvítasunnumanna svo sem Assemblies of God, The Church of God, og The International Church of the Foursquare Gospel. Á síðari árum hefur tungutal komið fram í rótgrónum mótmælenda söfnuðum.12 Reyndar má segja að tuntutal hafi komið fram í öllum höfuðsöfnuðum mótmælenda og Rómversk-kaþólsku kirkjunni. Á síðari árum hefur þessi hreyfing valið miklum áhyggjum á meðal kristinna manna. Tungutal er undarlegt og athyglis- vert fyrirbrigði. Oft telur sá sem talar hið óþekkta tuntutal sitt vera tungumál engla. Eru þessar nútíma tungur í raun og veru gjöf frá Guði? Ellen White segir að sumir "tali þvoglumáli sem þeir kalli óþekkta tungu sem er ekki aðeins ókunnug mönnum heldirr einnig Guði og öllum himninum. 8

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.