Bræðrabandið - 01.05.1978, Page 15

Bræðrabandið - 01.05.1978, Page 15
langað að gera árum saman en aldrei haft tíma til að gera. Ég þekki fólk sem hafði svo miklar áhyggjur eftir að hafa hætt störfum sínum og yfirgefið stöðu sina að það fór á staðinn á hverjum degi til þess að athuga hvort allt gengi vel. Það sleit sér^fljótlega út á því að hafa áhyggjur út af málefnum sem þeir gátu ekkert gert við. Þetta er ónauðsynlegt. Enginn maður er ómissandi en þetta er erfitt fyrir sumt fólk að skilja. Eftir að hafa verið í ábyrgðarstöðu fá þeir þá hugmynd að hlutirnir hrynji til grunna ef þeir hætti. Það er undarlegt hvað vel gengur eftir að slíkt fólk hverfur af athafnasviðinu. 3. Hafið tómstundastarf. Þar sem þú ert hættur skaltu ekki vera aðgerðar- laus og láta þér fara aftur. Það er öruggasta leiðin til þess að draga þig snemma til dauða. Hafðu tómstundastarf, jafnvel mörg. Ég lét innritast í nám- skeið þar sem kennd var olíumálun og gerði eitthvað sem mig hafði langað til árum saman - mála landslag. Þessi mál- verk hafa komið sér vel sem brúðar- gjafir fyrir barnabörnin og gjafir handa börnum mínum. Þetta eru ekki meistarverk en að minnsta kosti slá þau á einhverja strengi tilfinninganna í þeirra augum. Konan mín og ég keyptum steinslíp- unarverkfæri og útveguðum okkur hundruð kílóa af steinum utan úr eyðimörk - flesta verðlausa - en við slípuðum og skárum fallega steina og límdum þá á alls konar muni. Slíkir munir hafa mikið gildi en auk þess er gleðin sem hlýst af því að búa þá til. Fimm árum áður en ég hætti reglu- legum störfum keypti ég mér landspildu 2 km frá skólanum og byggði mitt eigið hús. Strax og ég hafði tíma fór ég að rækta í garðinum. Ég plantaði ávaxta- tré og berjarunna og þar fengum við okkar eigin ávexti og ber til þess að setja í frystikistuna ásamt öllu því ferska grænmeti sem við þurftum á að halda. Enn í dag rækta ég garðinn minn á hverju ári. 4. Hafið nóg að gera. Siðan ég hætti reglulegum störfum hef ég farið i margra vikna ferðalög. Það er varla til sá aðalvegvu: i Vesturrikjunum sem ég hef ekki farið um. Ég tók þátt i tveim ráðstefnxim visindastofnana aðventista og fór með syni minum Ervil i margar af rannsóknarferðum hans. Árið 1973 þegar ég var 72 ára gamall ók ég til Kanada og fór eftir Trans- Kanada brautinni til New Brunswick. Ég fór um austur hluta Bandarikjanna allt til Suður Karolinu og á heim- leiðinni fórum við aðra leið. Við vorum i burtu i þtjá mánuði. í einn mánuð vorum við hjá bróður minum á gamla setrinu i Vermont þar sem ég hafði alist upp. Við fylgdum haust- litunum frá Quebec i ágúst til Korólinu i október. Einn tilgangur þessarar löngu ferð- ar var að taka myndir til að skýra sköpunartrúna og Review and Herald útgáfufyrirtækið ætlaði að gefa þessar myndir út og selja. Þessi reynsla hjálpaði mér líka við kennslu mina i bréfanámskeiði i jarðfræði i bréfaskóla safnaðarins en þar hef ég verið kenn- ari siðan 1936. Árið eftir að ég hætti reglulegum störfiim varð ég gjaldkeri Pacific Union safnaðarins og þeirri stöðu hélt ég í tiu ár. Margar milljónir dala fóru i gegnum hendur minar á þessum tima. 5. Haldið áfram að læra. Látið ekki huga ykkar fara aftur þvi þá mun likamanum lika fara aftur. Ég fæst nú við djarfasta viðfangsefni lifs míns. Þegar konan min sem ég hafði búið með i 60 ár lést fyrir fjórum árum var ég i aumkunarveröu hugarástandi og þá gerði ég mér grein fyrir að ég yrði að hafa eitthvað til að fást við. Með samþykki sonar mins sem veitti forstöðu liffræðideildinni við Pacific Union skólann tók ég það að mér að mynda jurtir i Kaliforniu. Kaliforníuflóra eftir Munz sem er höfuðrit um plöntur í fylkinu skiptir flórunni i 29 samfélög., Verkefni mitt er að taka myndir af 315 höfuð tegundum og eins mörgum öðrim og’ mögulegt er. Þessar myndir verða siðan notaðar við kennslu. Sumarið 1976 ferðaðist ég og nýja konan min um 10.000 km með hjólhýsið okkar frá Tucson i Arizona til Bend i Oregon. Á fjögurra ára tímabili hef^ BRÆÐRABANDIÐ Ritstjóri og ábyrgðarmadur: Sigurður Bjarnason. Utgetendur: Aðventistar á Islandi. 15

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.