Bræðrabandið - 01.10.1978, Page 11

Bræðrabandið - 01.10.1978, Page 11
Þriðjudagur 31. október Kærleikur er að gefa Eftir E. C. Ward. Kærleikur er að gefa og okkar litli heimur er kennslubók í kærleika fyrir alheiminn. Lítill drengur stóð með föður sínum á hæð þar sem mátti sjá Golden Gate brúna í San Francisco flóanum. í norðri reis Tamalpais fjallið og hæðahryggur fyrir handan. Þegar þeir litu í austur sáu þeir flóann og borgirnar. I suðurátt mátti greina landið þakið húsum og þjóðvegum. Er þeir virtu fyrir sér þetta svið sagði faðirinn: „Sonur, kærleikur Guðs er eins víður og allt þetta.“ Pilturinn leit í allar áttir um stund og svaraði síðan: „þá hljótum við að standa í honum miðjum.“ Já, rétt er það að við stöndum umvafin kærleika Guðs, kærleika sem felst í því að gefa, kærleika sem Guð hefur verið að veita okkur öllum, allri sköpun hans frá eih'fum tímum. Kærleikur er það að gefa og okkar litli heimur er kennslubók í kærleika fyrir alheiminn. „Dýrðin sem skín af ástjónu Jesú er dýrð sjálfsfórnandi kærleika. í ljósinu frá Golgata mun sjást að lögmál sjálfsfórnandi kærleika er lögmál lífsins fyrir himinn og jörð, að sá kærleikur sem „leitar ekki síns eigin á uppsprettu sína í hjarta Guðs.“ DA 20. Mesta dæmi um kærleika sem gefur er sá kærleikur sem birtist í lunderni Krists, hins auðmjúka og lítilmótlega. Við erum umvafin þeim kærleika og höfum verið það frá eilífum tíðum. Kærleikur erþað að taka tíma Lítill drengur spurði móður sína við hverja af persónum Pilgrims Progress henni hkaði best. Hún svaraði: „Hinn kristna auðvita. Hann er hetja sögunn- ar.“ Sonurinn sagði: „Það finnst mér ekki mamma. Mér líkar best við Christianiu af því að þegar Kristinn fór í pílagrímsför sína lagði hann af stað einn en þegar Christianía fór af stað tók hún börnin sín með sér.“ Ellen White segir: „Hann (Guð) mun samstarfa með þeim foreldrum sem leggja sig fram við uppeldi barna sinna og biðja Guð um hjálp og vinna að sinni eigin sáluhjálp og barna sinna. Hann mun verka í þeim að vilja og gjöra honum til velþóknunar" AH 207. „Foreldrarnir ættu að nota kvöldin fyrir fjölskyldu sína. Leggið til hliðar áhyggjur og vandamál um leið og þið hættið störfum dagsins." Sama bók bls. 102. „Feður og mæður ættu að heita Guði því hátíðlega, þeim Guði sem þau segjast elska og hlýða, að fyrir náð hans ætli þau ekki að vera ósammála heldur muni í eigin lífi og lund sýna hugarfar sem þau vilja að birtist hjá börnum þeirra.“ Sama bók bls. 108. „Mannleg viðleitni ein dugar ekki til þess að hjálpa bömunum til þess að fullkomna lunderni fyrir himin- inn en með guðlegri hjálp má koma til leiðar göfugu og heilögu verki. Þegar þú tekur á þig foreldraskyldur í styrk Guðs skaltu aldrei slaka á í viðleitni þinni og staðfestu eða hverfa frá þeirri skyldu þinni að leitast við að gera bömin þín að því sem Guð vill að þau verði og mun þá Guð líta á ykkur með velþóknun. Hann veit að þið eruð að gera það besta sem þið getið og hann mun auka mátt ykkar. Hann mun sjálfur vinna þann hluta verksins sem faðirinn og móðirin geta ekki gert. Hann mun vinna með guðhræddri móður sem er vitur, þolinmóð og beinskeytt í viðleitni sinni.“ Sama bók bls. 207 „Foreldrar verða að hafa náið samband við börnin sín og Guð. Ef foreldrar starfa með þolinmæði og kærleika og leitast við af einlægni að ná hæsta staðli hreinleika og háttvísi mun þeim takast það.“ Sama bók bls. 208. „Þegar þú sinnir því starfi að bjarga börnunum þínum og halda þér sjálfum á vegi heilagleikans munu mjög erfiðar reynslur koma. En misstu ekki móðinn. Haltu þér fast við Jesúm. Hann segir: „Náðu taki á mínum styrk, til þess að þér getið gjört frið við mig og þér munuð gera frið við mig.“ Erfiðleikar munu koma upp. Hindranir munu verða í veginum. En lítið stöðugt til Jesú. Þegar hætturnar koma skuluð þið spyrja Drottin hvað þið eigið nú að gera?“ Sama bók bls. 207. 208. Kærleikur er það að taka tíma með börnum okkar og fjölskyldum svo við getum hjálpað þeim á leið þeirra með okkur til hins himneska ríkis. Kærleikur erþað að láta í Ijós vingjarnleika Dr. Courtland Myer átti að tala í ákveðinni borg og steig um borð í lest til þess að komast þangað og vonaðist til að geta undirbúið ræðuna á leiðinni. Hann breiddi úr bókum sínum og fór að lesa. Þybbin kona og fjögur óhrein börn sátu fyrir aftan hann. Einn drengurinn fór að klifra upp á sæti Dr. Myers og í slysni setti hann óhreina fingur sína á flibba hans. Dr. Myers langaði helst til þess að stinga drengnum á 11

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.