Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 2
PFIBKflR Páskar Biblíunnar voru stofnaðir þegar Drottinn leiddi ísraelsþjóðina út úr Egyptalandi eins og greint er frá í annarri Hósebók. Þeir áttu að minna ísraelsmenn á frelsun þeirra undan valdi Egypta. Þessi frelsun og þessir páskar urðu þá einnig táknræn fyrir frelsun undan valdi syndarinnar, og páskalambið táknaði Krist, hina fullkomnu fórn. Þegar Dóhannes skírari benti fólkinu á Krist við upphaf starfs hans sem Messías, sagði hann: "Sjá, Guðs lamb, sem ber synd heimsins." (3óh.1.29) Og þegar Kristur dó á krossinum sem Guðs lamb, berandi synd heimsins rifnaði fortjald musterisins í sundur í miðju. (Lúk. 23.45.46). Það táknaði að helgidómsþjónustunni var lokið. Táknmyndirnar höfðu fengið upfyllingu sína í Kristi. Hið sanna páskalamb var komið. Það var ekki lengur þörf á að benda fram til Krists. En frá þessari stundu var nauðsynlegt að minnast, og benda á það sem hafði gerst. Til þess stofnaði Kristur kvöldmáltíðina (Sjá Lúk 22.14-20). "Gjörið þetta í mína minningu" (Lúk. 22.19): Páll postuli tvítekur þetta í 1Kor. 11.24,25. Og enn fremur segir Páll: "Svo oft sem þér etið þetta brauð og drekkið af bikarnum, boðið þér dauða Drottins, þangað til hann kemur." (1Kor.11.26). Kvöldmáltíðin er þannig komin í stað páskanna og Sjöunda dags aðventistar hafa kvöldmáltíð ásamt fótaþvotti (sjá Oóh.13.2-12) u.þ.b.fjórum sinnum á ári. Þetta er afar hátíðleg athöfn sem hefur djúp áhrif á alla viðstadda. Þegar trúin íhugar hina miklu fórn frelsarans, tileinkar sálin sér hið andlega líf Krists. Sú sál fær andlegan styrk frá hverri kvöldmáltíð. Hin biblíulega skírn, niðurdýfingarskírnin, er stöðug minning um upprisu Krists. "Eða vitið [jér ekki", segir Páll, "að allir vér, sem skírðir erum til Krists Oesú, erum skírðir til dauða hans? Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins. Því að ef vér erum orðnir samgrónir honum í líkingu dauða hans, munum vér einnig vera það í líkingu upprisu hans." (Róm.6.3-5). Það sem hér hefur verið sagt um páska Biblíunnar, kvöldmáltíð og skírn svarar því hvers vegna Sjöunda dags aðventistar halda ekki þá páska sem nú eru víða haldnir, enda eiga þeir ekki rætur sínar í Biblíunni. Hins vegar höfum við gjarnan samkomur á páskunum vegna hins mikla fjölda landsmanna sem einmitt þá daga, fremur öðrum, sækja kirkju. Prédikunin í kirkjum aðventista á páskunum fjallar án efa um dauða og upprisu Krists, fagnaðarboðskapinn. Ekkert tækifæri skyldi látið ónotað til að boða Krist, og hann krossfestan, dauða hans og upprisu til þess að þeir sem á hlýða verið "gjörendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess" (Oak 1-22), verði "greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi." (Róm 6.4) Á engan betri hátt getur kristinn maður minnst upprisu Krists en með því að lifa nýju lífi fyrir trú á hann. EBS 2

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.