Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 11
LANDSSAMBANDIÐ GEGN ÁFENGISBÖLINU Fimmtudaginn 26. janúar 1984 var fulltrúafundur Landssambandsins gegn áfengisbölinu haldinn að Eiríksgötu 5, Reykjavík öón Helgason dómsmálaráðherra og Ólafur Haukur Árnason áfengisvarnaráðu- nautur fluttu erindi á fundinum og ræddu þeir áfengismálin á breiðum grundvelli og þann mikla vanda sem við væri að fást vegna vaxandi áfengis- neyslu og margs konar annarra vímuefna sem fylgdu í kjölfarið. Tjónið væri gífurlegt á mörgum sviðum þjóðlífsins og kostnaður mikill af völdum áfengisneyslunnar. Nauðsynlegt væri því að efla mjög verulega hvers konar forvarnarstarf til þess að draga úrNáfengissölu og áfengisneyslu. Allmiklar umræður urðu um þessi mál og samþykkti fundurinn nokkrar ályktanir sem fylgja hér með. Það er von Landsambandsins að ályktanirnar geti komið að gagni í baráttunni gegn því böli sem áfengis- og önnur vímuefnaneysla veldur. Það er samdóma álit þeirra sérfróðu manna, sem til þessara mála þekkja, að mesta nauðsyn beri til að efla sem mest hvers konar fyrirbyggjandi aðgerðir og starf til þess að komast út úr þeim ógöngum sem í stefnir í þessum efnum. Væntir Landssambandið góðs liðsinnis í^málum þessum. Reykjavík 6. febrúar 1984 Landssambandið gegn áfengisbölinu. ÁLYKTANIR FULLTRÚAFUNDAR 26. GAN. 1984 I. Fulltrúafundur Landssambandsins gegn áfengisbölinu, haldinn 26. janúar 1984, samþykkir eftirfarandi: Allir hugsandi íslendingar munu nú viðurkenna að mikil vá er fyrir dyrum vegna vaxandi neyslu vímuefna. Því þarf að efla baráttu gegn allri neyslu fíkniefna og ganga á hólm við dýrkun þeirra í þjóðfélaginu. Dýrkun áfengis er opinská en það er enn sem komið er hljóðara um dýrkun annarra, bráðhættu- legra vímugjafa. Viðhorf í áfengismálum hafa mjög mikil áhrif á viðhorfin til annarra vímuefna. Þó að vímugjafar séu mjög mishættulegir til neyslu og heilsutjónið komi misfljótt fram er það sjálfsblekking að gera ráð fyrir því í nútímaþjóðfélagi að geta stjórnað því hvaða vímugjafa fólk notar meðan vímuástand er viðurkennt sem eðlilegur þáttur í daglegu lífi manna. Áf engislögin frá 1969 eru að mörgu leyti góð. Innan ramma þeirra er hægt að bæta margt í áfengisvörnum. En þeim er ekki fylgt. Stjórnvöld hafa brugðist í framkvæmd þeirra og látið viðgangast að þau séu sniðgengin og jafnvel brotin og slíku leyft að verða "hefð", t.d. í sambandi við sölu áfengs öls í fríhöfn- inni á Keflavíkurflugvelli. Tilgangur áfengislaganna samkvæmt 1. grein þeirra er auðsær. Þeim er ætlað að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu. þau eru sett fólki til varnar gegn öflum þeim er hagnast vilja á sölu áfengis en rannsóknir hafa sannað að heildartjón af völdum áfengisneyslu er í beinu hlutfalli við heildarmagn hreins vínanda sem neitt er og fer að litlu eða engu leyti eftir því hvort hann kemur úr veikum eða sterkum drykkjum. Úthlutun leyfa til sölu og meðferðar áfengis á að stefna að því að draga úr eða koma í veg fyrir misnotkun þess. Það er í samræmi við yfirlýstan tilgang laganna. Þessu hefur þó verið snúið við í framkvæmd þeirra. Sé vissum skilyrðum

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.