Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 9
Lilja Sigurðardóttir
HIN SÆLA VON
Endurkoma Sesú hefur verið nefnd hin
sæla von og hefur haldið uppi Guðs trúu
þjónum í gegnum erfiðleika og myrkur
liðinna alda. Nói og Daníel litu fram
til þess tíma. Þeir lifðu og störfuðu,
trúir og dyggir sínu hlutverki. Ljós
Guðs orðs hefur ætíð logað - Guð hefur
átt sína fulltrúa, sem hafa haldið
kyndlinum á lofti.
En svo dimmt hefur myrkrið oft
verið, að sagt er um Guðs börnin, að
ekki hafi heimuinn átt slíka menn
skilið. En þeir öðluðust þó eigi
fyrirheitið, þar sem Guð hafði oss fyrir
séð það sem betra var, til þess að þeir
því aðeins skyldu fullkomnir verða, að
vér yrðum það ásamt þeim. (Heb
11.39-40).
Guð hefur búið okkur dásamlega
framtíð, það sem ekki kom upp í huga
nokkurs manns, allt það sem Guð hefur
fyrirbúið þeim, sem elska hann.
Hér þekkjum við sjúkdóma, vonbrigði
og erfiðleika í alls konar mynd -heimur-
inn stynur. Ófriðaröflin og friðar-
spillirinn eru augljós í heimsmálunum og
í lífi einstaklingsins. Fólkið þráir
eitthvað betra, en veit ekki hvar er að
leita að því.
Óvinurinn hefur blindað svo mjög. En
Guð hefur kallað börn sín til að halda
sannleiksmerkinu á lofti. Borg, sem
stendur uppi á fjalli, fær ekki dulist
og ekki kveikja menn heldur ljós og
setja það undir mæliker, heldur á
ljósastikuna og þá lýsir það öllum, sem
eru í húsinu.
Guð hefur gefið okkur orð sitt til
þrá að miðla það öðrum. í því verki
megum við ganga með djörfung að hásæti
náðarinnar, til þess að við öðlumst
miskunn og hljótum náð til hjálpar á
hagkvæmum tíma.
Hann hefur líka sagt: "Ekki með
valdi né krafti, heldur fyrir anda
minn." Oá, náð Guðs opinberast sálu-
hjálpleg öllum mönnum og kennir hún oss
að afneita óguðleika og veraldlegum
girndum og lifa hóglátlega, réttvíslega
og guðrækilega í heimi þessum, bíðandi
hinnar sælu vonar og dýrðaropinberunar
hins mikla Guðs og frelsara vors 3esú
Krists.
Hann gaf sjálfan sig fyrir okkur til
þess að hann leysti okkur frá öllu
ranglæti og hreinsaði sjálfum sér. til
handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra
verka. Þetta eru dásamleg orð og
innihaldsrík. Gesús kom ekki aðeins til
að opinbera okkur lyndiseinkunn föður-
ins, heldur til að frelsa okkur frá
syndum okkar. Tökum eftir því, að þegar
engillinn birtist Gósef, sagði hann við
hann um barnið, sem María átti að ala,
og skalt þú kalla nafn hans Gesú, því að
hann mun frelsa lýð sinn frá syndum
þeirra. Ekkert minna en það.
Það er syndin, sem er gleði- og
friðarspillirinn. En Guð er eyðandi
eldur syndinni. Nafn 3esú, Immanúel,
þýðir einnig: "Guð er með oss." Hugsum
okkur það, - Guð sjálfur á meðal
mannanna. En við höfum sorglega lýsingu
9