Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 8

Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 8
KENNA ÆTTI BÖRNUM LOTNINGU. "Foreldrar, hefjið upp staðal kristindómsins í hugum barna ykkar. Hjálpið þeim að hafa öesú sem daglegan förunaut. Kennið þeim að bera djúpa lotningu fyrir húsi Guðs og skilja að þegar þau ganga inn í hús Drottins ættu þau að vera lítillát og undirgefin í hjarta og hugsa sem svo: "Guð er hér. Þetta er húsið hans. Hugsanir mínar verða að vera hreinar og hvatir mínar heilagar. Ég má ekki byrgja með mér neinn hroka, öfund, afbrýðisemi, illar hugsanir, hatur eða blekkingu því að ég er að ganga inn í návist heilags Guðs. Þetta er sá staður þar sem Guð finnur fólk sitt og blessar það. Hinn hái og háleiti, hann sem ríkir eilíflega og heitir Heilagur lítur á mig, rannsakar hjarta mitt og les leyndustu hugsanir og athafnir lífs míns." Sama bls. 494. HÁTTPRÝÐI OG KYRRÐ í GUÐSHÚSI "Þegar tilbiðjendurnir ganga inn í samkomustaðinn, ættu þeir að gera það með háttprýði og ganga hljóðlega til sæta sinna. ... Samræður um veraldlega hluti, hvísl og hlátur ætti ekki að leyfa í húsi Guðs, hvorki á undan eða á eftir samkomunni. Einlæg og virk guðhræðsla ætti að einkenna tilbiðjend- urna. Þurfi sumir að bíða fáeinar mínútur, eftir því að samkoman hefjist ættu þeir að varðveita með sér hugarfar sannrar helgunar með hljóðri íhugun og lyfta hjartanu til Guðs í bæn um að samkoman verði þeirra eigin hjörtum til sérstaks gagns og leiði til sannfæringar og afturhvarfs annarra. Þeir ættu að minnast þess að himneskir sendiboðar eru í húsinu. Við verðum öll af indælu samfélagi við Guð vegna eirðarleysis okkar, vegna þess að við eigum ekki stundir til íhugunar og bænar. Það þarf oft að íhuga upp á nýtt andlegt ástand hjartans og laða þarf huga og hjarta til sólar réttlætisins. Hafi fólkið til að bera sanna lotningu gagnvart Drottni þegar það kemur inn í helgidóminn og minnist þess að það er í návist hans mun í þögninni birtast mikil mælska. Hvíslið, hlátur- inn og orðræðurnar sem kynnu að vera saklausar á almennum athafnastað ættu ekki að eiga sér stað í því húsi þar sem Guð er tilbeðinn. Það ætti að búa hugann undir það að hlýða á orð Guðs, svo að mark sé á því tekið og það hafi á viðeigandi hátt áhrif á hjartað." Sama bls. 492. FYRIRKOMULAG SAMKOMA SAFNAÐARINS Sérhver söfnuður ætti að skipuleggja guðsþjónustur og samkomur sínar eftir þörfum. Miki1vægastar þessara fyrir tilbeiðslu, nám og starfsemi safnaðarins eru guðsþjónustan á hvíldardeginum, kvöldmáltíðin , bænasamkoman , hvíldar- dagsskólinn, ungmennasamkoman og kristniboðssamkoma safnaðarins. Aðal- fundir, til þess að hafa rekstur og fjármál safnaðarins í góðu lagi, eru einnig mikilvægir. GESTRISNI Sérhver söfnuður ætti að rækta með sér anda gestrisni. Ekkert er eins niðurdrepandi fyrir andlegt líf safnaðar eins og kalt og stífnað andrúmsloft sem hrekur burtu gestrisni og kristilegt samneyti. Meðlimirnir ættu að rækta þennan mikilvæga þátt kristilegs lífernis og reynslu. Sérstaklega ætti þetta að vera til staðar í sambandi við tilbeiðsluna á Guði. Sérhver gestur sem tilbiður með okkur ætti að fá hjartan- legar móttökur og finna að hann sé velkominn. Það er skylda embættismanna safnaðarins að ganga frá því að einhver taki gestina sérstaklega að sér og bjóði þá velkomna sem koma á samkomur safnað- arins. "Gleymið ekki gestrisninni, því að vegna hennar hafa sumir hýst engla án þess að vita." Heb 13.2. ÓHEIMILAÐIR RÆÐUMENN í SÖFNUÐUM OKKAR Undir engum kringumstæðum skyldi prestur, safnaðarformaður eða embættis- maður safnaðarins bjóða ókunnugum eða óheimiluðum einstaklingum að hafa samkomu í okkar söfnuðum. Mönnum sem hefur verið vikið úr prestsstörfum, eða sem hefur verið vikið úr söfnuðinum annars staðar, eða undirförlum einstakl- ingum sem hafa ekkert umboð frá söfnuð- unum,ætti ekki að leyfa að komast í ræðustóla okkar fyrir tungulipurð. Þess skyldi sérstaklega gætt að koma í veg fyrir slíkt. Sérhver sem er traustsins verður að hálfu safnaðar okkar mun geta BLS. 6 8

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.