Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 13

Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 13
LUNGNAKRABBA-PARSÓTT Búist er við, að lungnakrabbi geti orðið farsótt í mörgum þróunarlöndum miðað við aukningu reykinga. Sem dæmi er bent á að í Hong Kong hefur dauðsföllum af völdum lungnakrabba fjölgað á seinni árum -dauðsföll kvenna þar eru hæst í heiminum. í rannsókn á 260 Hong Kong-lungnakrabba-sjúklingum reyktu 92 af hundraði karla og 56 af hundraði kvenna. Áætlað var að konurnar hefðu andað að sér öðrum krabbameinsvaldandi efnum frá steinolíueldavélunum, sem 91 af hundraði kvensjúklinganna notaði. KÚBA 0G KRABBAMEIN Þrátt fyrir að á Kúbu séu reyktir vindlar, er krabbameinsdauðatíðni há þar. Lungnakrabbadauðatíðni kvenna á Kúbu er hærri en annars staðar, að Englandi og Hong Kong undanskildum. En dauði vegna annarra krabbameina er undir meðallagi. KRABBAFARSÓTT í KÍNA Krabbameinsfarsótt er spáð í Kína, ... "þegar nógu margt fólk sem nú hefur efni á að kaupa sígarettur, reykir nógu langan tíma." Lungnakrabbamein hefur tvöfaldast þar frá 1963 til 1975 en þá var það um 25 af 100.000. Á sama tíma fækkaði dauðsföllum af völdum krabba í hálsi og móðurlífi um helming. Kínverskar sígarettur eru jafnmikill eiturfarvegur og sígarettur frá Banda- ríkjunum, Evrópu og Oapan. Lungnakrabbatíðni hjá kínverskum körlum (þ.e. 50,2 af 100.000 í Shanghai) er hærri en í ýmsum samfélögum Norður- Ameríku, Evrópu og Oapan. Sígarettu- reykingar valda 75 til 80 af hundraði lungnakrabbameina. SUÐUR-AFRÍKA 0G ZIMBABWE Krabbameinstíðni í vélinda og magaopi í svertingjum í Durban, S-Afríku og Zimbabwe er meðal þess hæsta í heiminum að Turkmenistan í Sovétríkjunum einu undanskildu. ÍRAN - KRANSÆÐASOÚKDÓMAR Rannsókn, sem gerð var á 1.400 kransæðasjúklingum í Asfhan, íran, leiddi í ljós, að 98,4 af hundraði reyktu. Meðalreykingar þeirra voru 24,9 sígarettur á dag þ.e. tæplega 1 1/2 pakki. Þessi rannsókn úrskurðaði reykingar mesta áhættuþátt varðandi hjartasjúkdóma. Þessi frétt er samkvæmt Ameríska Krabbameinsfélaginu. 13

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.