Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 10
á þeim móttökum, sem hann hlaut. Hann
kom til eignar sinnar og hans eigin menn
tóku ekki við honum, en öllum þeim sem
tóku við honum, gaf hann rétt til að
verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn
hans. Að vera barn Guðs er hinn mesti
heiður, sem okkur getur hlotnast.
Og tökum eftir því, að Oesús telur
sér ekki vanvirðu að kalla okkur bræður,
því að bæði sá sem helgar og þeir sem
helgaðir verða eru allir frá einum
komnir. Og hann segir líka við föður-
inn: "Ég mun kunnugt gjöra nafn þitt
bræðrum mínum." Og enn fremur: "Sjá, ég
og börnin, er Guð gaf mér."
En hvernig má heimurinn vita, að við
erum Guðs börn. í Oóhannes 13.35 lesum
við: "Af því skulu allir menn þekkja, að
þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið
elsku hver til annars." Og Desús. sagði:
"Þetta er mitt boðorð að þér elskið
hvern annan, eins og ég hefi elskað
yður." "Eins og þú hefur sent mig í
heiminn, hefi ég líka sent þá út í
heiminn, og þeim til heilla helga ég
sjálfum mig, til þess að þeir einnig í
sannleika skuli vera helgaðir." Vinir,
Oesús helgar sjálfan sig fyrir okkur.
Athygli alheimsins beinist að okkur.
Ekkert hefur verið til sparað sem varðar
hamingju og eilífðarvelferð okkar.
Ekkert nema vilji mannsins sjálfs
getur hindrað áform Guðs, sem þó mun ná
fram að ganga um síðir. "Hversu oft hefi
ég ekki viljað saman safna yður eins og
hæna safnar saman ungum sínum undir
vængi sér, en þér hafið ekki viljað
það." Hvað slíkt viðhorf hlýtur að særa
kærleiksríkt hjarta Guðs. hann beitir
ekki þvingun, hann aðeins laðar og
leiðir og stendur við dyrnar og bankar.
Hann þráir að koma inn. Viljum við opna
og hjálpa öðrum til að gjöra slíkt hið
sama.
Oesús sagði: "Komið til mín, allir
þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og
ég mun veita yður hvíld. Lærið af mér,
því að ég er hógvær og af hjarta
lítillátur, og þá munuð þér finna sálum
yðar frið."
Ó, gangan með Guði er hin sælasta
sem hugsat getur. Hann hefur ekki lofað
okkur að vera undanskilin mótlæti og
erfiðleikum, en hann hefur lofað að vera
með okkur og bera byrðina með okkur.
Davíð í hinum mörgu þungu reynslum
sínum, hvíldi í Guði.
"En mín gæði eru það að vera nálægt
Guði", segir hann "ég hefi gjört herrann
Drottinn að athvarfi mínu, til þess að
segja frá öllum verkum þínum." (S1
73.28).
Oá, við erum kölluð til að kunngjöra
dáðir Drottins og að opinbera vilja hans
í lífi okkar.
Sálmaskáldið segir þann mann sælan,
"sem situr í skjóli hins hæsta, sá er
gistir í skugga hins Almáttka, sá er
segir við Drottin: "Hæli mitt og háborg,
Guð minn, er ég trúi á!"" (S1 91.1-2).
Guð er ekki aðeins voldugur kraftur
þarna uppi, heldur umhyggjusamur faðir á
meðal okkar. Oá, "góður og réttlátur er
Drottinn, þess vegna vísar hann syndurum
veginn. Hann lætur hina voluðu ganga
eftir réttlætinu og kennir hinum voluðu
veg sinn.
Allir vegir Drottins eru elska og
trúfesti, fyrir þá, sem gæta sáttmála
hans og vitnisburðar." "Ef einhver
óttast Drottinn, mun hann kenna honum
veg þann, er hann á að velja." (S1
25.8-10,12). Og í 23. sálminum segir
skáldið, að Guð leiði sig um réttan veg
fyrir sakir nafns síns. Er ekki dásam-
legt að mega hafa slíkan ráðgjafa og vin
sér við hlið? Og loforðið er, að við
megum heyra rödd tala til okkar, er
segi: "Hér er vegurinn, gangið hann", ef
við höldum til hægri eða vinstri.
Hvílíkur vinur, Guð vill vera okkur. Ó,
að hann megi fá að vinna það undir-
búningsverk í huga og hjarta okkar, sem
hann vill. Oá, tilgangur hinnar
jarðnesku göngu okkar hér, er að líkjast
Oesú meira og verða hæf gjör fyrir
himininn.
Spurt er: "Hver fær að gista í
tjaldi þínu, hver fær að búa á fjallinu
þínu helga?"
Og svarið er: "Sá, er fram gengur í
sakleysi og iðkar réttlæti og talar
sannleik af hjarta, sá, er eigi talar
róg með tungu sinni, eigi gjörir öðrum
mein og eigi leggur náunga sínum
svívirðing til" (S1 15.1-3). Og í 24.
sálmi er sömu spurningu svarað með
orðunum: "Sá er hefir óflekkaðar hendur
og hreint hjarta, eigi sækist eftir
hégóma og eigi vinnur rangan eið. Hann
mun blessun hljóta frá Drottni og
réttlætingu frá Guði hjálpræðis síns."
Mætti það verða reynsla okkar allra
og mættum við í sannleika taka undir með
postulanum Oóhannesi, er hann segir:
"Kom þú, Drottinn Oesús." ■
10