Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 15

Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 15
HENRY JUUL EYLAND f. 21.06.1922 d. 21.02.1984 Hið hljóðláta fasið, það hlýlega bros og hlédrægt svipmót í auga draga um einstakan innri mann einkar geðþekka bauga. Þannig kynntist ég honum og þannig þekkti ég hann og þannig finnst mér honum best og réttast lýst. Mér er svo minnisstætt, þegar fundum okkar bar saman fyrst. Það var á árunum, þegar bróðir Eyland - eins og ég kallaði hann alltaf - leiddi hug alvarlega að trúmálunum áður en hann gekk í Aðvent- söfnuðinn 15. nóv 1976. Ég naut þeirra forréttinda að rannsaka Orð Guðs með honum. Einnig glímdi ég með honum við reykingavandamálið. í þessum kynnum skrifaði hann raunverulega upphafslínur þessarar stuttu minningar í líf mitt. ... Því hvað fann ég og sá? ... Ég fann þennan hljóðláta, varkára og hjartahlýja mann. Mann, sem bar viðmótshlýjuna í brosi sínu og viðbrögðum öllum. Mann, sem mér fannst jafnan of hlédrægur og lét sig hverfa um of í bakgrunninn, vegna þess, að hann bjó yfir svo miklu hið innra. Það staðfestist aftur þar sem hann starfaði sem gjörhæfur maður. Hann starfaði hjá Ríkisútvarpinu í 24 ár, hjá Sölusambandi íslenskra Fiskútflytjenda í 10 ár. Auk þess stundaði hann sjó- mennsku. Alls staðar var hann vel látinn, eftirsóttur og traustur starfs- maður. Kona bróður Henry Eyland var Þórey Þorsteinsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn og lifa þrjú þeirra foreldra sína. Þann. 21 . febrúar 1984 lést bróðir Eyland eftir þunga legu. Samkvæmt ráði ættmenna hans var hann jarðsettur frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Séra Erank M. Halldórsson framkvæmdi athöfnina. Öllum ástvinum hans bið ég blessunar Guðs. Blessuð sé minning hans. ODD JORDAL d. 3.mars 1984 Þann 3. mars s.l. barst sú harm- fregn, að bróðir Odd Oordal væri látinn. Hann var á ferð í Vestur-Afríku að líta eftir og opna nýjar hjálparstöðvar í þróunarstarfinu þar. Talið er , að um hjartabilun hafi verið að ræða. Árið 1942 byrjaði hann í starfi okkar og hefur þjónað því síðan sem prestur, deildarstjóri, sambands- og samtakaformaður, í Vest-norræna og sænska sambandinu, formaður Eþíópíu- kristniboðsins og deildarstjóri í Norður - Evropudeildinnin-Árið T977' tókst hann á hendur formennsku þróunarhjálpar N-Evrópudeildarinnar og þeirra erinda fór hann, er hann lést. Bróðir Odd Oordal var mikill íslandsvinur. Hingað kom hann nokkrum sinnum - meðal annars á æskulýðsmót. Hann vann hug okkar allra - og ekki síst unga fólksins. Hann hreyfst af náttúrufegurð íslands - kleif Heimaklett með mér. Við kynntumst í Bandaríkjunum 1955 og vorum nánir vinir ætíð upp frá því. __ Utför hans var gerð frá Tyrefjord, Noregi 13.mars s.l. Nú þökkum við allt, sem starf okkar naut frá honum, vottum syrgjandi ástvinum innilega samúð og blessum minningu hans. Oón Hjörleifur Oónsson Áhyggjur okkar eigum við að bera sjálf, en gleðinni eigum við að miðla öðrum. BRÆÐRABANDIÐ Ritstjóri og ábyrgöarmaður ERLING B. SNORRASON Útgefendur S. D. AÐVENTISTAR Á (SLANDI 3ón Hjörleifur Oónsson 15

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.