Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.04.1984, Blaðsíða 6
beisklega. Ég stóð bara þarna með galopinn munninn. Hann - hafði hann átt von á mér? Og ég sem hafði aldrei séð manninn áður! Hann tók upp óhreinan klút og fór að þurrka af sér tárin og snýta sér. Svo stóð hann þarna, hár og beinn í baki og sagði mér sögu sína: "Ég var alinn upp sem Sjöunda dags aðventisti. Ég átti dásamlega kristna foreldra. Ég var í aðventbarnaskólum, menntaskólum og háskólum. Þegar ég varð eldri, fékk ég ógurlegan áhuga á gömlum bílum. En þá sagði einn af safnaðar- meðlimunum mér að hann gæti ekki ímyndað sér, að ég gæti verið góður kristinn einstaklingur, og á sama tíma tekið þátt í sölu gamalla fornbíla. Þetta gerði mig bálreiðan. Og ég lét þetta gera mig bitran; mér fannst söfnuðurinn vera á móti mér. Þetta var fyrir 48 árum, og ég hef ekki farið í kirkju síðan. En ef þú vissir hve mig langar til þess! Mig langar í alvöru að tilheyra fólki Guðs!" Hann þagnaði til að snýta sér aftur. "Og núna í þrjár vikur hef ég beðið og grátið til Oesú að hjálpa mér, eða ég dey!" Varir hans fóru að titra aftur. Við töluðum og báðum og áttum yndislega stund saman. Tveim klukku- stundum seinna vorum við enn að tala saman og enn á ný faldi hann andlit sitt í höndum sér og grét. En í þetta sinn fannst mér gráturinn hljóma sem gleði- grátur. Hann virtist hafa losað sig við bitru hugsanirnar og falið þær Oesú, um leið og hann sagði að með hjálp Guðs og náð ætlaði hann að koma aftur í söfnuð- inn. Einu sinni enn þurrkaði hann augun og snýtti sér svo þakkaði hann mér af öllu hjarta fyrir að hafa komið. Og þar sem ég gekk til baka að húsbílnum, sendi ég þakkarbæn til Guðs. Hann hafði á algjörlega ófyrirsjáanlegan hátt gert fríið mitt fullkomið. Ella Ruth er prestsfrú og rithöfundur. Hún býr í Somora í Kaliforníu. Tekið úr Aðventist Review 16. sept. 1982 Ólrikka Sveinsdóttir þýddi. ■ GUÐSÞOÓNUSTUR OG SAMKOMUR SAFNAÐARINS —► BLS. 8 sýnt rétt skilríki þar að lútandi. Við ákveðin tækifæri getur verið viðeigandi fyrir söfnuði okkar að vera ávarpaðir af embættismönnum ríkisstjórnar eða framámönnum þjóðfélagsins. Öllum öðrum skyldi meinaður aðgangur að ræðustólnum nema leyfi sé veitt frá skrifstofu Samtakanna eða kristniboðssvæðisins. Það er skylda sérhvers safnaðarformanns, prests og formanns Samtaka að sjá til þess að þessari reglu sé fylgt. (Sjá einnig bls. 184,187,275). ■ SUMARMÓTIÐ 1984 VERDUR 10. - 18. AGOST Nánar um mótið f næsta blaði. ÓTVARPSGUÐSÞOÓNUSTA 6. HAÍ Útvarpsguðsþjónustan í ár verður frá Safnaðarheimili Sjöunda dags aðventista í Keflavík. Upptakan verður hvíldardag- inn 28. apríl, en útvarpað sunnudaginn 6. maí kl. 11:00. Guðsþjónustan er í umsjá Þrastar Steinþórssonar og Suður- nesjasafnaðar. BASAR BARNASKÓLANS í REYK3AVÍK Basar og flóamarkaður Barnaskólans í Reykjavík gekk vel. Skólinn þakkar mikinn og góðan stuðning bæði í munum, kökum og gjöfum. Innilegar þakkir. Oeanette Snorrason Kærleikurinn er sá höfuðstóll, sem vex því meir, sem hann er meira notaður, en hann rýrnar, ef maður miðlar engum af honum. 6

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.