Bræðrabandið - 01.07.1984, Síða 4

Bræðrabandið - 01.07.1984, Síða 4
mun það vera mér blessun og það mun verða mikil gleði á himnum. Guð elskar söfnuð sinn veikburða eins og hann er og hann elskar mjög hvert og eitt okkar. Þegar við leitum hans í einfaldri barnslegri trú mun hann leiða okkur og kenna okkur þann veg sem við eigum að ganga." I HÚM GEBQ Þflf) 5EH HLIM GflT Oohan Oapp, kennari í við guðfræði við Helderberg College í Suður-Afríku. Svolítill reykur liðast upp frá garðinum á bak við húsið hennar Drienie Dippenaar. Hún er önnum kafinn við að búa til sápu í stórum potti sem stendur yfir opnum eldi. Drienie er eini Sjöunda dags aðventistinn í litla bænum Reddersburg, langt inni í suðurhluta Orange Free State fylkisins í Suður- Afríku. Þó hún eigi nokkra góða vini þá eru fordómarnir gegn undarlegri trú Drienie svo sterkir að hún hefur verið utangarðs í sínu heimahéraði. Þar sem hún stendur og hrærir í sjóðandi fitunni með stórri sleif kviknar skyndilega í kjólnum hennar. Þar sem hún er ófær um að hlaupa að næsta vatnskrana slekkur hún logana með berum höndunum. Síðan heldur hún áfram við vinnu sína eins og ekkert hafi í skorist og hellir sjóðandi fitunni í lítil mót. Það er enginn tími til þess að setja smyrsl á brunasárin. Hún verður að hafa sápuna tilbúna til þess að fara með hana á markaðinn ásamt niðursoðnum ávöxtum. Þetta kristniboðsverkefni hennar hefur gefið henni slíkan ákafa að hún reynir að gera eins mikið og hún getur á eins stuttum tíma og hægt er. Og þetta er ekkert nýtt fyrir henni hún er vön því að brenna sig á höndunum. Ýmis konar ógæfa og slys h-afa skaddað líkama Drienies - en ekki anda • hennar. Á meðan hún gekkst undir meðferð við holdsveiki varð hún varan- lega blind þegar hjúkrunarkona af slysni setti karbólsýru í augu hennar í stað þess lyfs sem átti að nota. Andlit hennar er afskræmt af holdsveiki og sjónin farin og þá fær hún fréttir að sonur hennar sé dáinn. Eftir þetta yfirgefur eiginmaður hennar hana. Og enn kveðja hörmungar dyra hjá henni. Nú er fóturinn tekinn af fyrir neðan hné til þess að stöðva drep sem komið er í fótinn. Þegar Drienie útskrifast frá sjúkra- húsinu forðast flestir fyrri vina hennar hana af ótta við holdsveikina. Fjöl- skylda hennar snýr baki við henni vegna þess að hún hefur tekið skírn inn í Aðventsöfnuðinn. Hún lærir að bjarga sér sjálf. Hún lærir að ganga á hnjánum og gera heimilisstörfin sjálf, að matreiða, sjóða niður, búa til sápu -allt þetta sjónlaus. Fáir hafa liðið eins mikið og Drienie Dippenaar. Þótt hún sé í sárum vegna þess að hún er yfirgefin af fyrri vinum og ástvinum þá hefur hún neitað að láta af trú sinni á Guð. Hún hefur ákveðið að lifa einungis fyrir hann og fyrir aðra sem þurfa á fagnaðarerindinu að halda. Þrátt fyrir bæklun sína hefur Drienie orðið sérfræðingur í niðursuðu á svo til öllu. Þar á meðal banönum, appelsínum, vínberjum og perum. Og fyrir ágóðann af heimaniðursoðnum vörum kaupir hún Biblíur prentaðar á Sotho sem er ein af mállýskum Suður-Afríku og gefur síðan Biblíurnar fátækum afrískum f jölskyldum. Stundum er hún með vitnis- burð á samkomum annarra trúfélaga bæði hjá svörtum og hvítum. Þótt hún núna búi á dvalarheimili fyrir aldraða aðventista og hennar fyrri störf þess vegna orðin eitthvað minni þá biður hún fyrir starfinu og vinnur fyrir aðra við sérhvert tækifæri. * 4

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.