Bræðrabandið - 01.07.1984, Síða 6

Bræðrabandið - 01.07.1984, Síða 6
nöfn þeirra sem ekki eru viðstaddir þegar tilkynningin er flutt og síðan heimsækja þá í vikunni og bjóða þeim að koma, eða ritarinn láti þau vita um athöfnina og hvetji þá til að koma. í sumum söfnuðum er talað um mikilvægi væntanlegrar kvöldmáltíðar- athafnar á hvíldardeginum næst á undan. Allir safnaðarmeðlimir eru hvattir til að undirbúa hjörtu sín og gera upp öll mál við hvert annað. Þegar þeir síðan koma að borði Drottins viku síðar getur athöfnin orðið þeim miklu meiri blessun. FRAHKVÆMD KVÖLDMÁLTÍÐARATHAFNARINNAR Á kvöldmáltíðarguðsþjónustunni ætti presturinn eða safnaðarformaðurinn að koma fram fyrir hinn bíðandi söfnuð með sannarlega andlegan boðskap sem hefur að þungmiðju endurlausnarstarf Krists og andsvar hins kristna. Ræðan ætti að vera stutt, gagnorð og markviss. Ef tími leyfir ætti að nota um það bil 10 mínútur til vitnisburðasamkomu í lok ræðunnar. Síðan ætti fólkið að tjá sig sameiginlega með því að söfnuðurinn rísi á fætur og helgist Drottni á meðan presturinn eða safnaðarformaðurinn flytur stutta bæn. Söfnuðurinn tekur þá síðan þátt í fótaþvottarathöfninni þar sem karlar og konur eru hver í sínu lagi. I kirkjum þar sem aðeins er um að ræða einn sal með engum hliðarherbergjum má nota tjald til þess að skipta salnum þannig að bræðurnir geti notað annan hlutann og systurnar hinn. Safnaðar- þjónar og safnaðarsystur ættu að hafa vatnsílát, handklæði og vatn til reiðu. í kaldri veðráttu skyldi vatnið hitað. Þeir sem stjórna athöfninni eiga að sjá til þess að enginn verði útundan. Eftir fótaþvottarathöfnina koma bræðurnir og systurnar aftur saman til kvöldmáltíðarinnar sjálfrar. Safnaðar- systurnar ættu að hafa komið brauðinu og víninu fyrir á kvöldmáltíðarborðinu áður en guðsþjónustan hefst. Presturinn/ prestarnir og safnaðarformaðurinn/safn- aðarformennirnir fara á sinn stað við borðið með brauðinu og víninu. Eftir að sálmur hefur verið sunginn tekur presturinn eða þjónandi safnaðarformaður hvíta dúkinn af brauðinu og les síðan 1Kor 11.23,24 eða viðeigandi ritningar- grein úr guðspjöllunum. Síðan er beðið um blessun Guðs yfir þessum táknmyndum. Alls staðar þar sem því verður við komið krýpur allur söfnuðurinn á meðan blessunar er beðið yfir brauðinu. Á meðan brauðið er brotið lætur þjónandi prestur eða safnaðarformaður viðeigandi orð falla eða fer með viðeigandi ritningargrein eða söfnuðurinn syngur vers úr viðeigandi sálmi eða organistinn leikur lágt viðeigandi trúarlega tónlist og heldur því áfram á meðan táknmyndunum er deilt út. Presturinn/prestarnir og safnaðar- formaðurinn/safnaðarformennirnir rétta safnaðarþjónunum diskana með brauðinu á: safnaðarþjónarnir gefa það söfnuðinum þannig að hver kvöldmáltíðarþátttakandi geti fengið hluta af hinu brotna brauði. Þegar safnaðarþjónarnir koma aftur eftir að hafa gefið söfnuðinum þá réttir presturinn eða þjónandi safnaðarformaður þeim brauð, síðan tekur annar safnaðar- þjónninn diskinn og gefur prestinum eða þjónandi safnaðarformanni . Hver einstaklingur heldur á sínum hluta af brauðinu þar til þjónandi presturinn eða safnaðarfomaðurinn hafa fengið þannig að allir neyti brauðsins saman. Ef tveir vígðir menn (vígðir sem prestur eða safnaðarformaður) þjóna þá gefa þeir hvor öðrum brauð. Allir skyldu setjast og fara með hljóða bæn á meðan brauðsins er neytt. Presturinn rís síðan á fætur og lætur dúkinn yfir brauðið, tekur dúkinn af víninu, og les 1Kor 11.23,26 eða viðeigandi ritningargrein úr guðspjöll- unum. Söfnuðurinn ætti alls staðar þar sem því verður við komið að krjúpa afur á meðan blessunar er beðið yfir víninu. Eftir að allir hafa fengið af víninu ættu allir þátttakendur að flytja hljóða bæn. Þegar þjónandi prestar eða safnaðarformenn hafa fengið af víninu ætti að breiða dúk yfir það sem eftir er af táknmyndunum. HVER3IR MEGA TAKA ÞÁTT "Þegar trúaðir koma saman til að halda kvöldmáltíð eru þar viðstaddir sendiboðar ósýnilegir mannlegum augum. í hópnum getur verið einhver Oúdas og sé svo, þá eru þar sendiboðar myrkrahöfð- ingjans því að þeir standa að baki öllum sem neita að láta stjórnast af Heilögum anda. Himneskir englar eru einnig þar. Þessir ósýnilegu gestir eru viðstaddir allar slíkar athafnir." DA bls. 656. 6

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.