Bræðrabandið - 01.07.1984, Síða 7

Bræðrabandið - 01.07.1984, Síða 7
"Fordæmi Krists bannar manngreinar- álit við borð Drottins. Að sönnu útilokar opinber synd þann seka. Það kennir Heilagur andi ótvírætt. En fram yfir það má enginn fella dóm. Guð hefur ekki eftirskilið mönnum að ákveða hver skuli vera við slíka athöfn. Því að hver getur lesið hjörtun? Hver þekkir hismið frá hveitinu? Hver maður prófi sjálfan sig og eti síðan af brauðinu og drekki af bikarnum." "Hver sem etur brauðið eða drekkur bikar Drottins óverðuglega, verður þess vegna sekur við líkama og blóð Drottins." "Því að sá sem etur og drekkur án þess að dæma rétt um líkamann, hann etur og drekkur sjálfum sér til dóms." ... "í hópinn geta komið menn sem í hjarta sínu eru ekki þjónar sannleikans og heilagleikans en vilja samt taka þátt í athöfninni. Ekki skal banna þeim það. Vottar eru þar staddir er einnig voru við þegar öesús laugaði fætur lærisvein- anna og Oúdasar. Fleiri augu en mannleg eru þar sjónarvottar." Sama. SÉRHVER SAFNAÐARMEÐLIMUR ÆTTI AÐ VERA VIÐSTADDUR "Enginn skyldi útloka sig frá kvöldmáltíðinnivegna þess að einhverjir óverðugir kunna að vera viðstaddir. Sérhverjum lærisveini er ætlað að vera þar opinberlega og bera því þannig vitni að hann meðtaki Krist sem persónulegan frelsara. Það er við slík tækifæri, við athafnir sem hann hefur sjálfur boðað til sem Kristur hittir fylgjendur sína og veitir þeim þrótt með návist sinni. Óverðug hjörtu og hendur geta jafnvel útdeilt sakramentinu en Kristur er þar engu að síður til þess að annast börn sín. Allir sem koma með trú sína staðfasta í honum munu hljóta ríkulega blessun. Allir sem vanrækja þessar stundir guðdómlegra forréttinda munu bíða tjón. Um þá má með réttu segja: "Þér eruð ekki allir hreinir."" Sama ÓSÝRT BRAUÐ OG ÓGER3AÐ VÍN "Kristur er enn við borðið sem páskamáltíðin hefur verið fram borin á. Ósýrðu brauðin sem etin voru um páskana eru fyrir framan hann. Páskavínið er á borðinu óspillt af gerjun. Þessi tákn notar Kristur til að útskýra sína eigin flekklausu fórn. Ekkert mengað af gerjun, ímynd syndar og dauða, gæti verið tákn "lýtalauss og óflekkaðs lambs"." Sama bls. 653. TIL MINNINGAR UM KROSSFESTINGUNA "Með því að taka þátt í kvöldmáltíð- inni, hinu brotna brauði og ávexti vínviðarins, boðum við dauða Drottins þangað til hann kemur. Svið þjáninga hans og dauða standa okkur þannig skýrt fyrir hugskotssjónum." Early Writings bls. 217. "Þegar við meðtökum brauðið og vínið sem eru tákn um brotinn líkama Krists og úthellt blóð hans, tengjumst við í 7

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.