Bræðrabandið - 01.07.1984, Page 8

Bræðrabandið - 01.07.1984, Page 8
huganum neyslu máltíðarinnar í loftsaln- um. Við virðumst vera á leið gegnum garðinn sem helgaður var af kvöl hans sem bar syndir heimsins. Við sjáum fyrir okkur baráttuna sem það kostaði að sætta okkur við Guð. Kritur er leiddur fram krossfestur meðal okkar." DA bls. 661. FÓTAÞVOTTARATHÖFNIN Sálmur Lokaorð. Eftir guðsþjónustuna taka safnaðar- systurnar af borðinu og safnaðarþjónarn- ir ganga frá því sem kann að vera afgangs af brauðinu og víninu með því að brenna brauðið og hella víninu niður. HVER MÁ frahkvæma KVÖLDMÁLTÍÐARATHÖFN. "Er hann nú hafði þvegið fætur lærisveina sinna sagði hann: "Ég hef gefið yður eftirdæmi til þess að þér breytið eins og ég breytti við yður." Með þessum orðum var Kristur ekki einungis að bjóða mönnum að iðka gestrisni. Þau fólu í sér meira en að þvo fægur gestanna til að hreinsa af þeim ferðarykið. Kristur var með þessu að stofna til trúarathafnar. Fordæmi Drottins gerði þessa auðmýkjandi athöfn að heilagri athöfn. Hún skyldi haldin af lærisveinunum til þess að þeir minntust ætíð kenningar hans um auðmýkt og þjónustu. Þessi helgiathöfn er af Kristi fyrirskipaður undirbúningur undir sakramentisþjónustuna. Meðan dramb, sundurþykkja og valdabarátta viðgengst, getur hjartað ekki komist í samfélag við Krist. Við erum ekki við því búin að meðtaka líkama hans og blóð. Þess vegna ákvað Desús að minningin um auðmýkt hans skyldi fyrst heiðruð." Sama bls. 650. TILLAGA UM SKIPAN KVÖLDMAlTÍÐARGUÐSÞOÓN- USTUNNAR Áður en guðsþjónustan hefst ætti að vera búið að koma öllu fyrir sem á þarf að halda. Safnaðarsysturnar ættu að ganga frá brauðinu og víninu, koma með hreinan dúk og leggja á kvöldmáltíðar- borðið. Safnaðarþjónarnir ættu að undirbúa fyrir fótarþvottarathöfnina. Eftirfarandi skipan mætti viðhafa: Gengið til fótaþvottarathafnarinnar Safnast saman til kvöldmáltíðarinn- ar. Sálmur (sé þess óskað) Blessunar beðið yfir brauðinu. Brauðið brotið af prestum eða safnaðarformönnum. Það gefið safnaðarþjónum sem síðan deila þvi út til fólksins Blessunar beðið yfir víninu. Það gefið safnaðarþjónunum sem síðan deila því út til fólksins. Kvöldmáltíðarathöfn skal framkvæmd af vígðum presti eða safnaðarformanni. Safnaðarþjónar, þótt þeir séu vígðir, geta ekki framkvæmt þessa athöfn, en þeir geta aðstoðað með því að deila út víninu og brauðinu til safnaðarmeðlim- anna. kvöldmAltíð fyrir hina soúku Ef einhver safnaðarmeðlimur er veikur eða getur ekki af einhverjum öðrum ástæðum farið að heiman til þess að vera viðstaddur kvöldmáltíðarguðs- þjónustu í tilbeiðsluhúsinu, má hafa sérstaka athöfn fyrir hann á heimilinu. Þessa athöfn getur aðeins vígður prestur eða safnaðarformaður haft. Safnaðar- þjónar eða safnaðarsystur sem aðstoða við reglulegar kvöldmáltíðarathafnir geta verið með honum. SAFMDAllHliIMILI AmiíMKIRIUIJAMR RliYIUWÍIÍ GJAFIR OG FRAMLÖG Lokaátak Staðan 30.júní 600.000,- 144.018,00 Systrafélagið Alfa Keflavík 7.000,00 N.N. 5.000,00 Hallfríður Guðjónsdóttir 700,00 Sverrir Guðjónsson 7.000,00 19.700,00 Ný staða 163.718,00 8

x

Bræðrabandið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.