Bræðrabandið - 01.07.1984, Qupperneq 12
stöðin er við Atlandic Road í Serakunda
þar sem Dr. Louis Nielsen og kona hans
Rut vinna að því er virðist 24 tíma í
sólarhingnum. Þeim til aðstoðar er
Esther systir Rutar og svo innfæddir.
Dr. Nielsen er forstöðumaður kristni-
boðsstöðvarinnar og stjórnar þar ýmsum
verkefnum. Við kristniboðsstöðina er
fræðsla fyrir fullorðna í endurnýjaðri
stjórnunarbyggingu. Óskar Sensen
trésmiður frá Skodsborg heilsuhælinu,
sjálfboðaliði sem nú er kominn á eftir-
laun kom og hjálpaði til í nokkra
mánuði.
Einnig er veitt fullorðins fræðsla í
félagsmiðstöðinni við kirkjuna okkar í
Kanifing. Þessi sama bygging er notuð
sem barnaskóli á morgnana. Börnin munu
fljótlega fara í skóla í New Oeshwang
þar sem hinn nýji skóli mun gera það
mögulegt fyrir 400 börn að fá menntun.
Þetta verkefni er að mestu leyti
fjármagnað af SIDA (Þróunnarsamvinnu-
stofnun Svíþjóðar) og mun skólinn verða
tekinn í notkun í haust. IIDA (Sam-
vinnuþróunarstofnun íslands) veitti
styrk í vatnsöflunarverkefni við
skólann. Grunnskólamenntun mun verða
veitt á morgnana og fullorðnir geta svo
komið í skólann á kvöldin og síðdegis.
Níutíu prósent fullorðinna kunna ekki að
lesa né skrifa og 40% yngri kynslóðar-
innar skortir enn viðunandi menntun.
Hinir fullorðnu læra ensku, stærð-
fræði, sauma, tréiðn og landbúnað. Dr.
Nielsen er ekki aðeins skólamaður og
guðfræðingur, hann er einnig garðyrkju-
maður með matjurtagarða sem sitt
sérsvið. Konan hans og Esther kenna
heimilisfræði.
Þeim til aðstoðar er Samuel Mendy
sem er prestur og kennararnir Elisabeth
Frazer, Sampa Korea, Oalimank Gibba, og
Ooseph Writer, allt innfæddir menn.
Það er búið að grafa brunna á New
Oeshwang svæðinu og fljótlega munu þeir
hafa eigin vatnsturn og áveitukerfí svo
að þorpsbúar geti ræktað grænmeti
sjálfir og auk þess eru þarna tvö önnur
garðyrkjusvæði.
SENIGAL: Eftir að við vorum búnir að
vera í Gambíu heimsóttum við sjúkrastöð
aðventista í Niaguis, ekki langt frá
Ziquinchor í Suður Senigal. Sjúkraskýl-
ið mun fljótlega verða betrumbætt og
gert að sjúkrastöð með 12-16 rúmum og
aðallega sinna því hlutverki að mæður
og börn. Hjúkrunarkonan Ishmael Kongo
frá Fílabeinsströndinni og aðstoðar-
hjúkrunarkona hafa ábyrgð á heislugæslu
11 þorpa þar á meðal holdsveikraþorps.
Á fundi með fulltrúum þorpanna varð
það fljótlega ljóst hversu mikils virði
sjúkraskýlið var íbúum þessa svæðis og
sérstaklega var þeim hlýtt til íshmael
Kongo. Ishmael heimsækir þorpin og
kennir fólkinu grundvallarmeginreglur
hreinlætis og heilbrigðis. Þegar
sjúkrastöðin verður opnuð mun verða þörf
á meira starfsfólki til heilbrigðis og
kennslustarfa - presti/kennara, hjúkrun-
arkonu og ljósmóður.
SIERRA LEONE: Oft og mörgum sinnum
hefur sagan verið sögð af holdsveikra
sjúkrahúsinu í Masanga og jafnvel fest á
kvikmynd. Masanga er staður þar sem
fólk fer til þess að hjálpa fólki. Dr.
Roland og Birgitta Kazen, Dr. Lars Goran
Westmann, hjúkrunarkonan Betty Hewitt,
sjúkraþjálfarinn Max Chevalier og aðrir
starfa saman ásamt stórum hópi innfæddra
í Sierra Leone til hjálpar holdsveikra-
og lömunarveikissjúklingum.
Terre des Hommes (Holland, SIDA,
(Svíþjóð) og NORAD (Noregur) hjálpa
fólki til að hjálpa fólki. Vinir
Masanga senda peninga til að hjálpa við
menntun barn og fullorðinna. Að lækna
fólk er eitt. að kenna þeim iðn svo þau
geti séð fyrir sér er annað. Fólkinu er
kennt að rækta grænmeti og cassava til
þess að lifa af.
í nágrenni Masanga eru reknir litlir
grunnskólar. Rekstur þeirra er möguleg-
ur vegna gjafa vina og ættingja þeirra
sem starfa við Masanga.
Hvað þarf til til þess að reka
stofnun með 150 sjúklinga innan dyra og
miklu stærri hóp göngusjúklinga? Svarið
er: farartæki til þess að flytja þá til
sjúkrahússins alls staðar að af landinu
og sjúkragögn. Á meðan við heimsóttum
Masanga notaði Dr. Kasen síðustu
gifsumbúðirnar sem til voru en þær eru
notaðar eftir uppskurð á höndum og
fótum. Hvar átti að fá meiri gifsumbúðir
og hvenær og hvað mundu þær kosta?
Rannsóknarstofan þurfti nýjar birgðir af
efnum. Einnig er þörf á lyfjum fyrir
sjúklingana og holdsveikraeftirlitið í
þorpunum. Þá vantar bækur og önnur
kennslugögn. Sem betur fer þarf maður
ekki að ferðast alla leið til Masanga
til þess að rétta hjálparhönd. Ávísana-
hefti og penni getur komið í staðinn
fyrir það!
12