Bræðrabandið - 01.07.1984, Blaðsíða 16
PATRIARCHS AND PROPHETS
ÆTTFEÐUR OG SPAHENN
ELLEN G. WHITE
Nýlega fengum við þýðingarstyrk til
að gefa út bókina Patriarchs and
Prophets eftir Ellen G. White. Þessi bók
er fyrsta bindið í bókaflokknum Conflict
of the Ages (Átök aldanna) . I þeim
bókaflokki er Deilan mikla fimmta og
síðasta bindið og Desire of Ages (sem
oft hefur verið kölluð Þrá aldanna)
þriðja bindið. Síðast nefnda bókin kemur
út um leið og prentsmiðjan okkar í
Finnlandi getur prentað hana sem verður
fljótlega eftir að þeir hafa sjálfir
prentað þá bók á finnsku. Bókin verður
ríkulega myndskreytt með tveggja dálka
blaðsíðum og í tveim bindum. Allur
bókaflokkurinn, fimm bindin, verður í
átta bindum sem er nýmæli.
ÚRDRÁTTUR FRÁ PENNA ELLEN WHITE
ÚR BÓKINNI PATRIARCHS AND PROPHETS BLS.
85-89
Enok gekk með Guði í 300 ár. "Þessi
ganga hans var ekki í sýn eða leiðslu,
heldur í öllum skyldustörfum daglega
lífsins. Hann gerðist ekki einsetumað-
ur, sem lokaði sig algjörlega frá
umheiminum, því að hann hafði verk að
vinna fyrir Guð í heiminum. í fjöl-
skyldunni, í samneyti sínu við aðra
menn, sem eiginmaður og faðir, vinur og
borgari var hann hinn staðfasti, dyggi
þjónn Drottins.
Hjarta hans var í samræmi við vilja
Guðs, því að "mega tveir menn verða
samferða, nema þeir mæli sér mót" (Amos
3,3). Og þessi helga ganga með Guði hélt
áfram í 300 ár. Það eru fáir kristnir
menn, sem ekki væru miklu einlægari og
leituðu meira eftir Guðs vilja, ef þeir
vissu, að þeir ættu aðeins stuttan tíma
eftir ólifað eða að koma Drottins væri
rétt fyrir dyrum.
En trú Enoks óx því meir og kærleik-
ur hans varð því sterkari eftir því sem
aldirnar liðu.
Enok var maður, sem átti sterkan og
mjög þjálfaðan huga og bjó yfir mikilli
þekkingu. Honum hlotnuðust sérstakar
opinberanir frá Guði. En þótt hann væri
í stöðugu samfélagi við himininn og
hefði ávallt fyrir augum hinn guðlega
mikilleika og fullkomnun, þá var hann þó
einn hinna auðmjúkustu meðal manna. Því
nánara samfélag hans við Guð, því dýpri
var tilfinning hans fyrir eigin veik-
leika og ófullkomnun....
Enok ... varði ... miklum tíma ...
til íhugunar og bænar. Þannig beið hann
frammi fyrir Guði og leitaði skýrari
skilnings á vilja hans, svo að hann
mætti framkvæma hann. Fyrir honum var
bænin eins og andardráttur sálarinnar.
Hann lifði í andrúmslofti himinsins. ...
"Sælir eru hjartahreinir. því að
þeir munu Guð sjá," (Mt 5.8). I 300 ár
hafði Enok leitað eftir hreinleika
sálarinnar, að hann mætti vera í samræmi
við himininn. Dag eftir dag hafði hann
þráð nánari tengsl og nánara og nánara
varð þetta samfélag, uns Guð tók hann
til sín. Hann hafði staðið við þröskuld
hins eilífa heims, aðeins skref á milli
hans og lands hinna sælu, og nú opnuðust
hliðin og gangan með Guði, sem hafði
varað svo lengi á jörðinni, hélt áfram,
og hann gekk gegnum hlið hinnar helgu
borgar - hinn fyrsti á meðal mannanna að
ganga þar inn."
Systir White segir okkur, að hin
guðlega lyndiseinkunn þessa spámanns
tákni þá helgi, sem þeir verði að hafa
öðlast, sem endurleystir verði frá
jörðinni, þegar Jesús kemur aftur.
Þá mun illska og óguðleiki verða
mikill, en eins og Enok mun fólk Guðs
leita hreinleika hjartans og samræmis
við vilja hans, uns þeir endurspegla
líkingu Krists.
Eins og Enok mun það segja fólkinu
frá endurkomu Clesús og þeim dómum, sem
vitjað mun verða, og með guðlegum
samræðum og fordæmi munu þeir álasa
syndir hinna óguðlegu.
Eins og Enok var hafinn upp til
himins, áður en heiminum var eytt í
vatni, þannig munu hinir réttlátu, sem á
16