Bræðrabandið - 01.09.1985, Page 5
Hjálparstarf aðventista (ADRA) vinnur nú
að 135 verkefnum í 5 heimsálfum og notar
árlega um rúman milljarð ísl. króna til
þessa starfs.
Þúsund dagar uppskeru.
Á þeim þúsund dögum fyrir heimsráð-
stefnuna sem kallaðir voru "Þúsund dagar
uppskeru" voru 1 milljón 171.390 manns
skírðir í Aðventsöfnuðinn. Nettóvöxtur-
inn á síðast liðnum 5 árum var að
meðaltali 6% á ári en síðasta árið 8%.
Frá Rússlandi
Mikhail Kulakov formaður starfs
Sjöunda dags aðventista í Sovétríkjunum
skýrði frá því í skýrslu sinni að
aðventistar byggðu kirkjur og skírðu
nýja meðlimi alls staðar í Rússlandi.
Frá 1983 hafa 4000 verið skírðir inn í
Aðventsöfnuðinn. Árið 1984 voru byggðar
19 nýjar kirkjur. Núna eru rúml. 32.000
safnaðarmeðlimir í Sovétríkjunum. Hann
sýndi sýnishorn af Biblíum, sálmabókum
og öörum trúarlegum bókmenntum sem
aðventistar hafa prentað í Sovétríkjunum
á undanförnum mánuðum. Kulakov sagði að
ungir aðventprédikarar væru sendir til
Austur-Þýskalands til frekari menntunar.
Frá Suður-Ameríku
Nú eru 656.000 Sjöunda dags aðvent-
istar í Suður-Ameríku. í Perú eru
Aðventistar stærsta kristna trúfélagið á
eftir Kaþólsku kirkjunni. í borginni
Sao Paulo eru 300 aðventkirkjur. Yfir
100.000 aðventungmenni hafa fengið
skírteini fyrir að hafa lesið alla
Biblíuna á einu ári. Meira en 1 milljón
manna hafa skráð sig á Biblíuskólanám-
skeið. Sjöþúsund og fimm hundruð
bóksalar seldu meira en Sjö og hálfa
milljón kristilegra bóka og 35 milljón-
ir blaða á síðustu 5 árum.
Frá Suður-Evrópu
Frá Suður-Evrópu koma þær fréttir að
söfnuðurinn eigi eða leigi 41 útvarps-
stöð á ítalíu, Frakklandi, Belgíu,
Portúgal og Spáni. Utvarpsstöð Aðal-
samtakanna á ítalíu hefur verið stækkuð
og sendir nú út 40 klst á viku á 15
tungumálum.
Frá Afríku
Afríku- Indlandshafsdeildin saman-
stendur af 31 landi þar sem franska og
enska eru aðaltungumálin. Höfuðstöðvar
deildarinnar eru í Abidjan á Fílabeins-
ströndinni. Vestur-Afríkusambandið og
Nígeríusambandið sem áður tilheyrðu
Norður-EvrópudeiIdinni tilheyra nú
þessari nýju Afríkudeild. í Þessari
nýju deild eru um 500.000 aðventistar
sem tilbiðja Guð sinn í 2400 kirkjum.
Jacob Nortey frá Ghana var valin
formaður deildarinnar og það er reiknað
með því að meðlimatala þessarar deildar
tvöfaldist á næstu 5 árum. í höfuð-
borginna Accra í Ghana var aðeins 1
kirkja fyrir um aldarfjórðungi en núna
eru þar 20 kirkjur.
Kína
í fyrsta skipti í meira en 30 ár kom
fulltrúi frá Kína. Hann gaf skýrslu um
Aðventsöfnuðinn í þessu stóra landi. í
máli og myndum fengum við að sjá
framgang starfsins í Kína. W.K. Shang
frá Hong Kong sagði meðal annars að
aðventistar hafa leyfir til þess að hafa
guðsþjónustur í kirkjum sínum á hvíldar-
deginum og þar sem engin kirkja er
safnast margir aðventistar saman til
guðsþjónustu á heimilum.
Trúfrelsi
Dr. B.B.Beach sem er leiðtogi
5