Bræðrabandið - 01.09.1985, Page 7
Nú eru Sjöunda dags aðventistar
rúml. 4,5 milljónir safnaðarmeð1ima í
184 löndum og reiknað er með að 2
milljóinir nýrra meölima bætist við á
næstu 5 árum. á sl. 5 árum jókst
mðelimatalan í Mið-Ameríku um 20,6 % í
S-Ameríkku um 18% og í Afríku Indlands-
hafsdeildinni um 16,75 og í Austur-
Afríku 14,7%
Kristniboðar
Á síðustu 5 árum hafa aðvent.istar
sent út 1508 nyja kristniboða á launum.
En það er annar hópur kristniboða sem er
ennþá stærri. Hér er um að ræða sjálf-
boóaliða, presta sem eru á eftirlaunum
og ungt fólk sem gefur ársstarf til
starfsins. Fjöldi þessara er 2147 á
sama tímabili.
ráðstefnunnar: Boðun fagnaðarerindisins
af meiri krafti en nokkru sinni fyrr.
Næsta 5 ára tímabil mun einkennast af
átaki í boðun og útbreiðslustarfi sem
nefnist "Uppskera 90" og stefnir að því
að tvær milljónir nýrra safnðarmeðlima
bætist í aðventfjölskylduna. Þó að
söfnuðurinn setji sér tölulegt markmið
þá er áherslan á frelsun sálna í Guðs
ríki. Mark Finley, hinn nýi yfirmaður
útbreiðslustarfsins í okkar deild,
vitnar í bókina Acts of the Apostles,
bls. 9 og segir: "Söfnuðurinn er af Guði
útvalið verkfæri mönnum til frelsunar.
Hann var skipulagður til þjónustu og
hlutverk hans er að flytja heiminum
fagnaðarerindið."
Mættum við öll finna okkar stað og
köllun í verki Drottins.
Erling B. Snorrason
^ ^ ^
STÓRKOSTLEG RÁOSTEFNA
Heimsráðstefna Sjöunda dags aðvent-
ista er sannarlega inikilfengleg, og ekki
ólíklegt að hún sé "Sameinuðu þjóðirnar"
í sannasta skilningi. Mannhafið er
gífurlegt og ólíkt flestum öðrum
mannhöfum þá eru þarna "sérhver þjóð og
kynkvísl tunga og lýður" sem bræður og
systur "samhuga, hafa sama kærleika,
einn hug og eina sál."
Bæði í skrúógöngunni um miðborg New
Orleans niður á Oackson torgið og eins í
kr istniboðsskrúðgöngunni inni í sýning-
arhöllinni var þaó ólýsanleg tilfinning
að vera þarna fulltrúar íslands.
Oeanette var í íslenska þjóðbúningnum
með íslenska fánann og undirritaður hélt
á skiltinu með nafni fslands. Þessi
litla eyþjóð úr Norðurhöfum á hlut í
ísrael Guðs. Frelsarinn segir: "Og
þetta fagnaðarerindi um ríkið verður
prédikað um alla heimsbyggðjna öllum
þjóðum til vitn isburðar. Og þá mun
endirinn koma." í versinu á undan segir
hann: "En sá sem staðfastur er allt til
enda, mun hólpinn verða."
Þetta var grunntónninn í samkomum
"Biblían leggur á okkur sjálf
þá ábyrgð að stuðla að hamingju
okkar. Vió eigum að líta á Ijós
lífsins. Nytsemi okkar er komin
undir okkar eiqin lífsstefnu." - DL
186.
* * *
"Gleymdu aldrei í samskiptum
þínum við náunga þína að þú ert að
fást við eign Guðs. Verið vin-
gjarnleg, verið samúðarfull, verið
kurteis. Virðið eign þá er Guð
hefur keypt. Komið fram við hvert
annað með miskunnsemi og kurteisi."
- DL 237.
7