Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Qupperneq 15
DV Helgarblað LAUCARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 15 hlut í félaginu sem þau greiddu tæpar hundrað milljónir króna fyrir. Arla'tektinn að yfirtökunni var eigin- maður Elínar Hirst, Friðrik Friðriks- son rekstrarhagfræðingur, sonur Friðriks Kristjánssonar sem fór fyrir meirihlutanum og hafði starfað með Óla sem stuðningsmaður knattspyrnufélagsins Þróttar. Hríslan fer að blómstra Rekstur Olís var lengi í járnum og um tíma munaði litlu að hjónin misstu fyrirtækið í gjaldþrot. Talið var að Landsbankinn hefði unnið á móti hjónunum sem höfðu eignast fyrirtækið í andstöðu við bankann sem var langt kominn með að koma því í hendurnar á Skeljungi. ÓU og Gunnþórunn náðu svo að tryggja rekstur fyrirtækisins þegar þau fengu olíurisann Texaco til að fjár- festa í 30 prósenta hlut í Olís. Árið 1990 varð Olís fyrst íslenskra fyrirtækja til að fara í hlutabréfa- útboð. Bréfin í Olís seldust á háu gengi eins og heitar lummur og þar með var rekstrargrundvöllur félags- ins tryggður til framtíðar. Félagið hafði nú öðlast gríðarlegan styrk og meðbyr samfélagsins sem fylgdist með þessum rösku alþýðuhjónum sigra í baráttunni við íslenskar valda- og ættarklíkur fortíðarinnar. Sigurinn var sögulegur og sætur, upphafið að nýjum tímum í ís- lenskri viðskiptasögu sem endur- speglast í blómlegu viðskiptaum- hverfi samtímans. Gunnþórunn hefur sjálf líkt vexti fyrirtækisins við líflitla hríslu sem þeim tókst að rækta með þeim árangri að hún varð að stóru og blómlegu tré. Óli Kr. deyr óvænt Skömmu eftir að Óh og Gunn- þórunn höfðu komið Olís á lygnan sjó féll Óli skyndilega frá eftir hjartaáfall. Óli Kr. Sigurðsson lést 9. júlí 1992. Sorg Gunnþórunnar var gríðarleg og minnstu máttí muna að hún bugaðist og seldi frá sér allar eigur þeirra hjóna. Hún hefur sagt að hluti af henni hafi hreinlega dáið með Óla en skyndilega hafi hún fengið kraft til þess að taka málin í sínar hendur. Hún reis hratt upp og hefur sagt að hún hafi frestað sorg- arferlinu til þess að hugsa um fýrir- tækið sem hafði verið þeim hjónum svo mikils virði og í raun eins og barnið þeirra. Gunnþórunn, sem hafði átt helmingshlut í Sundi á móti Óla, byrjaði á því að kaupa hlut sona Óla sem þeir höfðu erft í félaginu en helstu verðmæti fýrirtækisins lágu í 45 prósenta hlutnum í Olís. Þar með var Sund komið alfarið í eigu Gunn- þórunnar sem öllum að óvörum ætlaði sér mikil áhrif innan karla- veldisins Olís sem hún átti meiri- hluta í. Fyrir henni var þetta mikið tilfinningamál, þar sem Olís hafði verið þeirra hjartans mál. Gunnþórunn tekur málin í sínar hendur Gunnþórunn þótti sýna það að hún hefði mikið viðskiptavit og kom af miklum krafti inn í rekstur Olís með margar nýjar hugmyndir sem menn voru mishrifnir af. Þetta fór fyrir brjóstið á mörgum starfs- mönnum fyrirtækisins sem þótti hún of afskipta- og smámunasöm. Henni fór smám saman að leiðast erfið samskipti við suma stjórnar- og starfsmenn Olís en Gunnþórunn hefur tilhneigingu til að forðast það sem hún flokkar sem slæma orku, en kann þá kúnst að láta umtal ekki hafa áhrif á sína innri ró. Auk þess að berjast innan fýrir- tækisins sem hún hafði byggt upp með manni sínum barðist hún við sorgina sem hún hafði í raun aldrei látið yfirbuga sig. Hún var farin að leitast eftir því að finna irmra jafn- vægi og það fór að spyrjast út að hlut- ur Gunnþórunnar í Ólís væri til sölu. Fékk milljarð fyrir Olís Á þessum tíma hafði kanadíski olíurisinn Irwing sýnt því áhuga að koma inn á íslenska markaðinn. Það endaði með því að hart var barist um hlut Gunnþórunnar þar sem Skeljungur, Olíufélagið og Irwing höfðu öll áhuga á að eignast hann. Gunnþórunn hagnaðist vel á þessu kapphlaupi risanna en að lokum seldi hún Olíufélaginu og Texaco hlut sinn og hagnaðist um einn milljarð króna á sölunni. Hún ákvað að einfalda viðskipta- umsvif sín og seldi heildsöluhlut- ann til Danól. Við það breyttust all- ar áherslur Sunds sem síðan hefur komið við sögu í eignaumsýslu og sem fjárfestir í fjölmörgum ólíkum verkefnum. Gunnþórunni hefur tekist að ávaxta Olísgróðann með undraverðum hætti en áætlað er að auðævi hennar skipti nú mörgum milljörðum. Hún fjárfesti snemma í deCODE, keypti á lágu gengi og seldi á marföldu kaupverði. Börnin tekin við Gunnþórunn hefur að mestu hætt afskiptum af Sundi sem er nú stjórnað af syni hennar Jóni Krist- jánssyni og tengdasyni Páh Magn- ússyni. Systkinin Jón og Gabríela eiga nú jafnan hlut í Sundi á móti móður sinni. Fjölskyldan er sögð afar samrýmd og hefur uppgangur Sunds verið stöðugur síðustu ár. Jón, sonur Gunnþórunnar, virðist hafa erft viðskiptavit móður sinnar og fer um viðskiptalífið eins og huldumaður sem lítið sem ekkert ber á þó svo hann sé með mestu fjársýslumönnum landsins. Sund átti um tí'ma stóran hlut í Samskip- um sem var seldur með góðum hagnaði. Sjóvík, sem er að hluta til í eigu fjölskyldunnar, keypti nýlega Iceland Seafood Corporation sem áður var dótturfélag SÍF í Bandaríkj- unum. Fyrirtækið var selt til Sjóvík- ur fyrir 4,8 milljarða króna. Sjóvík var fýrir með umfangsmikinn rekst- ur í Asíu með um 3000 starfsmenn. Styrkurinn sóttur inn á við Gunnþórunn eyðir nú mestum tí'ma í að njóta þess að vera með barnabörnunum eftir að hafa kom- ið afrakstri stórkostlegs ævistarfs í hendur barna sinna. Andlega sviðið hefur alltaf heillað Gunnþóru sem meðal annars þakkar velgengni sína því að vera andlega meðvituð. Meðvituð handleiðsla hefur verið hennar hægri hönd í viðskiptum með þeim árangri sem raun ber vitni. Þangað sótti hún styrkinn sem bar hana áfram þegar á móti blés, þar til hún sigraði að lokum. freyr@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.