Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 Helgarblað DV Fréttaskýring I kjölfar sjálfsmorðs blaðamannsins og rithöfundarins Hunters S.Thompson hefur flóð minningargreina og umQallana birst í vestrænum flölmiðl- um. Mikið er rætt um gonzo-blaða- mennskuna í þessu sambandi enda var Hunter frumkvöðull hennar. En hvað er gonzo og á fyrirbærið framtíð fyrir sér? Getur gonzo lifað án Hunters S. Thompson? ;;; Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Auglýsing um breytingu á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstartil kynningar tillögur að breytingum deiliskipulagi í Reykja- vík. Kleifarsel 28 - Seljaskóli. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kleifarsel 28, lóð Seljaskóla. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggingarreitur breytist lítil- lega að norðanverðu, færist út um þrjá metra og að vestanverðu við íþróttahús Seljaskóla, verður komið fyrir upplýstum sparkvelli með gerfigrasi með tilheyrandi girðingum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Reitur 1.173.1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.1 sem afmarkast af Laugavegi, Vitastíg, Grettisgötu og Frakkastíg. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja á baklóðum húsa við Laugaveg 52, 56 og 58, við nokkur hús á reitunum verður leyfð hækkun og stækkun húsa. Lóðirnar að Grettisgötu 33b og 35b verði sameinaðar og á ónýttri lóð við Grettisgötu 37b verði leyfð nýbygging á tveggja hæða húsi og eins er hægt að nýta lóðina undir aðflutt hús. Við nokkur hús verða leyfðar viðbyggingar og hækkun. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Skeifan - Fenin. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Skeifunni vegna lóðarinnar að Skeifunni 5. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að reka sjálfs- afgreiðslustöð fyrir eldsneyti á afmörkuðum hluta lóðarinnar að Skeifunni 5. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 - 16:15, frá 25. febrúar til og með 11. apríl 2005. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega eða á netfangi skipuiag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 11. apríl 2005. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 25. febrúar 2005 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK ♦ SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 Hunter S. Thompson „Við vorum með tvo poka afgrasi, 75 töflur af meskallni, fimm arkir afsterkri sýru, saltbauk hálffull- an afkókaini, og heila vetrarbraut afmarg- litum örvandi, róandi, öskrandi og hlæjandi pillum og einnig lltra aftekíla, lltra af rommi, kassa af Budweiser, hálfpott afhrá- um eter og tvær tylftir afamyls." Sjálfur hefur Hunter S. Thompson sagt að það hafi verið Bill Car- dosa sem fann upp orðið gonzo. Hann sagði að það væri eitt- hvað Boston-orð yfir skrýtna hluti eða furðulega. Hugsanlega er það komið úr ítalska orðinu gonzo eða spænska orðinu gonso, en bæði orðin þýða bjáni. í nýlegri umfjöllun á BBC online kafar blaðamaðurinn Andrew Walker í málið og veltir því fyrir sér hvort Gonzo-blaðamennskan muni lifa af andlát Hunters. Gonzo-blaðamennskan á rætur sínar að rekja til fyrirbrigðisins „nýja blaðamennskan" eða „new joumal- ism“ sem kom fram í lok sjötta ára- tugar liðinnar aldar og við upphaf hins sjöunda. Menn á borð við Tom Wolf, Truman Capote, Norman Mail- er og Hunter sjálfan þróuðu þessa stefiiu þar sem mörkin á miili skap- andi skrifa og blaðamennsku voru óljós og þessu tvennu oftast blandað saman. Blaðamaðurinn sjálfur var lykilpersóna í skrifunum sem voru í fyrstu persónu eintölu. Á þessum tíma var hippakynslóðin að koma fram ásamt blómaaflinu, brimbretta- köppum, „hot-rod“-bflum, uppák- omum og ástarsamkomum. Tónninn í skrifunum var litríkur og leitandi þar sem tilfinningar og hugsanir höfund- arins léku lausum hala í umfjöllun- inni. Sá svalasti á jörðinni En þótt Hunter S. Thompson sé talinn frumkvöðull gonzo lögðu margir aðrir hönd á plóginn í upphafi eins og t.d. Terry Southem sem New York Times sagði eitt sinn að væri svalasti maður jarðarinnar. Terry vann sem dálkahöfundur og hand- ritshöfundur í myndum á borð við Dr. Strangelove, Barbarefia og Easy Rider - svölustu vegamyndina. Andlit Terrys, prýtt sólgleraugum, er að finna á umslagi Bítlaplötunnar Sargent Pepper Lonely Hearts Club Band. Munurinn á Hunter og öðrum var sá að hann var tilbúinn til að prófa allt þegar kom að vímuefnum, lögleg- um sem ólöglegum. Tom Wolf lét það til dæmis ekki eftir sér að taka inn LSD eða sým er hann skrifaði költ- bókina Electric Kool-Aid Acid Test. En eins og Wolf sagði um Hunter: „Hann var eitthvað algerlega nýtt í blaðamennsku og bókmenntum." Héðan í vom engar hömlur. Höfund- urinn varð að sögunni/fréttinni. Hefðbundinni uppbyggingu var fleygt út um gluggan og í staðinn kom mglingsleg og töfrum hlaðin rússí- banareið þar sem allt var leyfilegt. Ótti og angist í Las Vegas Úr bókinni Fear and Loathing in Las Vegas: „Við vorum með tvo poka af grasi, 75 töflur af meskalíni, fimm arkir af sterkri sým, saltbauk hálffull- an af kókaíni, og heila vetrarbraut af marglitum örvandi, róandi, öskrandi og hlæjandi pillum og einnig Ktra af tekfla, fitra af rommi, kassa af Bud- weiser, hálfpott af hráum eter og tvær tylftir af amyls." Eins og Andrew Wal- ker segir þá hlýtur þetta að hafa verið ein heljarinnar skógarferð. Þótt bókin teljist kannski ekki til bestu verka Hunters er hún samt lýsandi fyrir stfl hans og fif og hún er hrein gonzo-bók. En bókin sem kom Hunter á kortið í nýju blaðamennskunni var sagan um Hells Angels. Hunter bjó með nokkrum meðlimum mótorhjóla- gengisins og átti raunar sjálfúr Harl- ey-hjól á þeim tíma en sagan er skrif- uð, árið 1966. Hunter dregur ekkert undan í skrifum sínum um Hells Ang- els, lýsir fifi þeirra eins og það var, og er, með tilheyrandi dópsölu, vændi og eififum hópferðum þvers og kruss um Bandaríkin. Skömmu eftir að bókin kom út tóku nokkrir Hells Ang- els-meðlimir sig til og börðu Hunter næstum því til bana. Ekki af því að þeir voru óánægðir með bókina, heldur bara af því að þeir voru þannig gaurar. Breytti pólitískum skrifum Segja má að Hunter hafi haft svip- uð áhrif á pólitísk skrif í Bandaríkjun- um og Woodward og Bemstein höfðu á rannsóknarblaðamennskuna. Hunter varð pólitískur ritstjóri tíma- ritsins Rolling Stone fyrir forsetakosn- ingamar 1972 og hann skrifaði ítar- legar greinar í hreinum gonzo-stfl, fyrst um baráttu demókrata til að verða útnefndir ffambjóðandi flokksins og síðan um baráttu þeirra Georges McGovem og Richards Nixon um embættið. Greinar hans vöktu mikla athygli enda var Hunter ófeiminn við að segja skoðun sín á frambjóðendum. Til dæmis sagði hann að Humbert Humfrey gaggaði eins og fimm hænur á spítti og að Ric- hard Nixon væri dökka hliðin á bandaríska drauminum. Blaðamenn- imir sem fylgdu frambjóðendunum í sérstökum rútum um landið byrjuðu að slást um eintökin af Rolling Stone um leið og tímaritið kom á sölustað- ina og brátt vildu ailir skrifa eins og Hunter. Síðan þá hefur fjölmiðlaum- ræðan í kosningabaráttunni verið mun opnari og ákafari en hún var áður en Hunter kom til sögunnar. Fyrirmyndin að Duke frænda Hunter varð að átrúnaðargoði meðal blaðamanna sem skrifuðu um pólitlk í Bandaríkjunum og hann var auðþekkjanlegur í hópnum með flugmannasólgleraugun sín, sígar- ettumunnstykkið og barðamikinn hatt sinn. Teiknimyndasöguhöfund- urinn Gary Trudeau notaði Hunter sem fyrirmynd að persónunni Duke frænda í Doonesbury-myndasög- unni. Ferill hans hjá Rolling Stone varð endasleppur eftir að tímaritið sendi hann til Víetnam til að fjalla um stríðið. í stað þess að fjalla um stríðið eyddi Hunter tíma sínum í drykkju á bar í Saigon og reifst stöðugt í símanum við Jann Wenner útgefanda Rolling Stone því Jann hafði afturkallað líftryggingu Hunt- ers. Sakaði Hunter útgefandann um að vera að breytast í gróðapung sem hugsaði meir um að þéna peninga en velferð starfsmanna sinna. Sískrifandi Hunter S. Thompson var sískrif- andi allt fram að sjálfsmorði sínu. Á síðustu tveimur árum var hann dálkahöfundur á vefsíðu ESPN og skrifaði þar um íþróttir, einkum bandarískan fótbolta í gonzo- stflnum. Margar umíjallanir hans fjölluðu um reiði eða gleði Himters yfir því að hafa unnið eða tapað veð- málum við hina og þessa um úrslit leikjanna, en veðmál voru alltaf ein helsta ástríða Hunters, að byssum frátöldum. Hunter hataði Repú- blikanaflokkinn eins og pestina en hann var stoltur meðlimur í Rifflasambandi Bandaríkjanna, National Rifle Association. Á heimili hans í Aspen Colarado var heilt vopnabúr til staðar auk sérstaks æfingasvæðis fyrir skotfimi. Hunter var vanur að skjóta af byssum sínum á öllum tímum sólarhringsins, ná- grönnum sínum til nokkurrar armæðu. Og hvað varðar spuming- un um hvort gonzo lifi af án Hunters má vitna aftur í Andrew Walker sem segir að mergurinn málsins sé sennilega sá að í sínu hreinasta formi var eini sanni gonzo blaða- maðurinn Hunter S. Thompson sjálfur. Dó eins og hann lifði Hunter S. Thompson framdi sjálfsmorð 67 ára gamall með því að skjóta sjálfan sig í höfuðið. Hann dó því eins og hann lifði - á eigin for- sendum. Lokaorðin hér eru hans: „Ef ég hefði skrifað allan sannleikann eins og ég hef þekkt hann á síðustu tíu árum væru í dag um 600 manns, ásamt sjálfum mér, rotnandi í fang- elsisklefum allt frá Ríó til Seattle. Al- ger sannleikur er mjög sjaldgæf og hættuleg vara í tengslum við atvinnublaðamennsku." Teiknimyndasöguhöfundurinn Gary Trudeau Notaði Huntersem fyrirmynd að persónunni Duke frænda iDoonesbury-myndasögunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.