Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2005, Side 28
n 28 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 Helgarblað W Berglind Ólafsdóttir ákvað að hætta í sálfræði í kennaraverkfalli árið 1997 þegar henni bauðst að taka þátt í keppninni Hawiian Tropic í Los Angeles. Hún varð strax heilluð af borginni og bauðst fjölmörg verkefni sem fyrirsæta. Fáum íslendingum sem freistað hafa gæfunnar í Hollywood hefur gengið eins vel og Berglindi en stjarna hennar ris skært og hefur hún nú verið tilnefnd sem ein kynþokkafyllsta kona í heimi af hinu þekkta karlatímariti FHM. Hættað vera liósk Eg veit ekki hversu merkilegt þetta er,“ sagði Berglind þegar DV hafði samband við hana í vikunni. Berglind var hógvær og vildi alls ekki gera mikið úr þessum eftirsótta titli sem margar frægustu og kyn- þokkafyllstu konur heims keppast um. í fyrra var það Britney Spears sem hlaut titillin. Berglind var á leiðinni út á flugvöll þaðan til Hawaii þegar DV náði tali af henni. Frami hennar hefur verið skjótur þó hún segi mikla vinnu framundan ef hún ætli að ná þeim markmiðum sem hún hefur sett sér. það að komast áfram hér,“ segir Berg- lind sem saknar fjölskyldu sinnar mik- ið en bætir það upp með því að vera í góðu sambandi við þau í gegnum síma og netið auk þess sem hún hafl stórt málverk af Hafiiarfirði, heima- bænum sínum, uppi á vegg sem henni þykir afar gott að horfa á. „Ég hef h'tinn tíma núna það er verið að sækja mig, ég er á leiðinni til Hawaii," segir Berglind sem býr í Beveriy Hills ásamt eiginmanni sínum George Santana í glæsilegu húsi sem þau keyptu af engum öðrum en tón- skáldinu og píanóleikaranum Burt Bacharach. Húsið tóku þau allt í gegn enda hafði það verið innréttað á átt- unda áratugnum í glamúrstíl diskó- tímabilsins. Aðspurð segist Berglind enn vera mikill íslendingur í sér þó svo að hún hafi haft h'tinn tíma til að koma heim síðustu ár þar sem hún hefur verið upptekin við að byggja upp frama sinn í Hollywood. „Ég er alltaf mikill íslendingur í mér og hugsa oft heim. Maður þarf að fóma miklu fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.