Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Blaðsíða 14
74 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 Neytendur DV • Merrild kaffi á 11% afslætti til 2. mars í Þinni verslun í Kópa- vogi. • í Sparversluninni í Bæjanind erBorganes skinka á 20% afslætti til 1. mars. • Nautastrimlar Nóatúns verða á 30% niðurgreiddu verði til 2. mars. • Hringiðjan að Dunhaga 5 býður upp á frítt ADSL-Router gegn 12 manaða samning í 1 Gb-flokki og gildir það tilboð til 2. mars. • Barn að eilífu eftir Sigmund Erni Rún- arsson er á 1.990 krónur hjá JPV-út- gáfu að Bræðrar- borgarstíg 7 og er það 60% afsláttur. • Hljóðfærahúsið að Laugaveei 176 býður Beech Custom Absolute Yamaha-trommusett með 20% af- slætti til 31. mars. • DigitalSony dcrpc330-tökuvél er á 37% afslætti hjá Expert í Skútuvogi 2 til 26. mars. • Hundraðlítra hjólbörur eru á 45% afslætti hjá Múrbúðinni Smiðjuvegi 72 og gild- ir tilboðið til 22. mars. • Skorri á Bfldshöfða 12 býður Traveller-ferðakolagrill til 24. mars með 33% afslætti. Ódýrasta bensínið} Vt'rd miúast við 95 oktan i •.jáífsafarciðski Höfuðborgarsvæðið Leiðrétting DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Gæludýr er að finna á mörgum íslenskum heimilum og gæludýraverslanir eru margar að berjast um hituna. Verð á gæludýrum getur verið misjafnt og hægt er að fá hamstra á allt frá fimmhundruð krónum og fugla upp að fimmhundruð þúsund krón- um. Gunnar Vilhelmsson í Dýrarikinu segir samkeppnina á markaðnum af hinu góða. 45% verDmunur á hðmstrum aðstöðu sem bæði eigandi smásölu- verslunar og sem heildsali því þar er hann í ákveðinni samkeppni við sjálfan sig. „Svo sel ég líka alls kyns vörur sem snúa að dýrum í stór- markaði og þeir eru oft með töluvert lægri verð en í dýrabúðunum sem er samkeppni og ég fagna því vegna þess að flest öll sam- keppni er góð,“ segir Gunnar. „Það er alveg gífurlegt úrval á gæludýramarkaðnum á fslandi" VERÐMUNUR A GÆLUDYRUM Tölurnar standa fyrir verð á hverju stykki. Gæludýrabúö Hamstur Gultfiskur Gári Dtsarpáfagaukur Fiskó - Hlíðasmára 900 590 2900 12.000 Trítla ehf- Nethyl 500 350 2400 10.000 Dýraland - Mjódd 500 390 2900 14.000 - Krlnglunni 500 350 2900 12.000 -Spönglnnl 500 350 2900 12.000 ' Dýrarlkið - Grensásveg 900 350 3500 12.000 -Akureyrl 900 350 2900 12.900 Furðufuglar og fylgifiskar - - Hafnarstræti 500 390 2500 10.000 -Bleikargróf 500 690 2900 11.000 - Borgamesi 850 690 2500 11.000 Vatnaveröld - Keflavfk 500 390 2500 9.000 Blómabær, Egilsstöðum 600 395 2900 Ekki til Allt 1 hund og kött Kjamanum - Selfossl 990- 890- 2900 12.000 Verð í íslenskum gæludýrabúðum er nokkuð sanngjamt þegar skoðaðar eru niðurstöður verðkönnunar sem DV gerði á fjórum tegundum gæludýra. Samkeppnin er mikil á höfuðborgarsvæðinu en verð úti á landsbyggðinni er einnig svipað. í gæludýra-heimin- um hafa myndast stórar blokkir, eins og í svo mörgu í íslensku við- skiptalífi. Þessar blokkir eru Dýraríkið, Dýraland og Furðufuglar og fylgifiskar. Gunnar Vilhelmsson eigandi Dýraríkisins segir gríðar- lega mikið lagt í þjónustu og að samkeppni sé af hinu góða. „Það er alveg gífurlegt úrval á gæludýramarkaðnum á íslandi og miðað við svona lítinn markað er það algert brjálæði að standa í því að bjóða upp á svo öfluga þjónustu," segir Gunnar Vilhelmsson í heildsöl- unni íslensk tækni sem er einnig eigandi Dýraríkisins, en hann sér- hæfir sig í gæludýrum og því sem tengist þeim. „En fyrst maður er byrjaður á þessu og er að leggja þetta allt á sig þá er ég ekki tilbúinn að snúa aftur við,“ bætir Gunnar við. „Um þetta misræmi sem er á milli búða í könnuninni vil ég segja að það sé mjög gott að fá svona ábendingu svo hægt sé að leiðrétta þetta því verðin eiga að vera þau sömu í báðum búðunum," segir Gunnar þegar hann er spurður um mismuninn á verðum á gárum og dísarpáfagaukum á milli búða sinna. Gunnar er í dáb'tið sérkennilegri -1þessari verslun eru allar tegundir hamstra og gullfiska seld á sama verði. Veröin sem gefin eru upp á hömstrum eru miðuð viö venjutegan hamstur, ekkl dverghamstur. Gullfiskaverðlö er ódýrasti mögulegl gullflskur I hverrl verslun. Gárinn er heföbundlnn gárapáfagaukur af ódýrustu gerö. Verð dlsapáfagauka er mlöaö viö ódýrasta verðið á ótömdum fugli á hverjum staö fyrir slg. í heildsölunni fslensk tækni er venjulegur gullfiskur á 176 krónur og dfsarpáfagaukur á 7.363 stykkið I smásölu. Hamstrana og gárana er erfiðara að setja fram á heilsöluverði þar sem heildsalinn selur eingöngu sér innflutta undaneldishamstra og fugla til ræktanda og eru þeir þvf dýrari en eintökin sem fást á almennum markaði. Gunnar Vilhelmsson „En fyrst maður er byrjaður á þessu og er að leggja þetta allt á srg þáerég ekki tilbúinn aðsnúa aftur vi6." Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu segir neytendur númer eitt Atlantsolía kennir bensíndælingu Hugi Hreiðarsson Markaðsstjórinn segir nýju stöðina brotl sögu olíu og bensínsölu / höfuðborginni. Slægö ýsa Roðflettýsa kostar ekki 1500 krónur I Vör heldur 1050 krónur. í föstudagsblaðinu í síðustu viku var sagt að verð á roðlausri ýsu í Fiskbúðinni Vör væri 1500 krónur. Hið rétta í málinu er að verðið er 1050 krónur þegar eng- in tilboð eru í gangi. „Fyrsta skóflustungan var tekin sfðast- liðinn miðvikudag og áætlað er að verkið taki um 80 daga, svo opnunin ætti að verða í byrjun maí,“ segir Hugi Hreiðars- son, markaðsstjóri hjá Atlantsolíu um fyrirhugaðar framkvæmdir á byggingu nýrrar bensínstöðvar félagsins í Reykja- nesbæ. Þetta verður fyrsta stöð félagsins utan höfuðborgarsvæðisins og að sögn Huga verður hún með sama hætti og hin- ar. „Svo erum við með kennslu á sjálfsal- ana á Sprengisandi alla virka daga frá 9 til 19 og um helgar frá 10 til 16, en það er hugsað fyrir eldri borgarana og þá sem ekki eru vanir mannlausum sjálfsaf- greiðslustöðvum þar sem muna þarf pin- númer til að hefja dælingu, „ segir Hugi og skorar á neytendur að kynna sér virkni þessara sjálfsala hjá „kennaranum" á staðnum. „Markmið okkar er að gera vel fýrir neytendur og það er gott til þess að vita að eftir áralanga fákeppni stóru stöðv- anna höfum við náð að koma upp þjón- ustustöð í Reykjavík, þrátt fyrir að sam- keppnisaðilar hafi reynt ýmislegt til að koma í veg fyrir það. Okkur hefur tekist það sem Irwing Oil tókst ekki á sínum tíma,“ tekur Hugi Hreiðarsson fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.