Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Blaðsíða 16
7 6 MÁNUDACUR 28. FEBRÚAR 2005
Heilsa DV
/ DV á mánudögum
Feitar konur eignast feit börn
Nýjar rannsóknir gefa til kynna að
offita erfist. Svo virðist sem offita erf-
ist frá móður tll barns og þegar börn-
in eru um 6 ára aldurinn eru börn sem
eiga feita móður 15 sinnum Ifklegri til
að vera feit. Þeir sem stóðu að rann-
sókninni vilja meina að (Ijósi þessarar
uppgötvunar sé brýnt að byrja strax
um 4 ára aldurinn að reyna að koma (
veg fyrir offitu. Fylgst var með 70
börnum frá fæðingu til 6 ára aldurs.
Fyrstu tvö árin var Ktill munur á þeim
en það breyttist um 4 ára aldurinn. Þá
urðu börn feitu mæðranna miklu
þyngri og um 6 ára aldurinn þá voru
þau bæði þyngri og með hærra fitu-
hlutfall f Ifkamanum.
Lítil börn fá
frekar sykursýki
Vísindamenn hafa fundið
ástæðuna fyrir því að
börn sem eru lítil
við fæðingu eru
frekaríhættuá
að fá sykursýki
síðar á lífsleið-
inni en þau
sem stærri eru.
Næringaskortur
í móðurkviði veld-
ur því að ffumur í briskirtli, sem
framleiða insúlín, skaðast. Fram-
leiði líkaminn lítið af slíkum
hormónum er hann ekki jafn vel
í stakk búinn í að stjórna blóð-
sykurmagni líkamans sem eykur
hættuna á sykursýki. Kemur
þetta fram í nýjasta hefti ffæði-
ritsins Diabetes. Rannsóknaraöil-
ar segja að sykursýkin komi yfir-
leitt ekki í ijós fyrr en á unglings-
árunum eða jafnvel sfðar.
Keisaraskurður
ekki lausnin
Keisaraskurðir minnka ekki
hættuna á þunglyndi móðurinnar
eftir fæðing-
una, sam-
kvæmt breskri
rannsókn. Því
hafði verið
haldið fram
að hægt væri
að minnka
hættuna á
þunglyndi
með því að skipuleggja keisara-
skurð fyrir fæðingu barnsins en það
reyndist ekki rétt samkvæmt niður-
stöðum rannsóknarinnar. 14 þús-
und breskar konur voru þátttakend-
ur í rannsókninni. Fæðing barns er
vitanlega stór hluti af iífi hverrar
konu sem tekst á við móðurhlut-
verkið og getur reynst streitumikill
atburður. Um 15% kvenna þjást af
þunglyndi eftir fæðingu barnsins
sem er svipað hlutfall og hjá þeim
sem þjást af almennu þunglyndi.
Knattspyrnu-
menn fá frekar
taugasjúkdóm
Nýleg ítölsk rannsókn gefur til
kynna að knattspymumenn eiga
það frekar á hættu að fá tauga-
sjiikdóm sem gæti leitt þá til löm-
unar eða dauða.
Sjúkdómurinn er
svipaður þeim
sem vísindamað-
urinn Steven
Hawking þjáist af
og heitir ALS.
Kom þetta í ljós
er verið var að
kanna notkun ólöglegra efna
meðal 24 þúsund knattspymu-
manna á Italfu en þá fundust 33
tilfelli um sjúkdóminn. Rannsak-
endur skoðuðu þá heilsuferil 7
þúsund knattspymumanna sem
höfðu spilað í efstu eða næstefstu
deild á Italíu á árunum 1970 til
2001 og komu þá í ljós 5 tilfelli.
Alla jafna og miðað við tíðni sjúk-
dómsins meðal almennings, he-
fði aðeins einn eða enginn átt að
greinast með sjúkdóminn. Engin
lækning er til við sjúkdómnum og
óvitað hvað orsakar hann, fyrir
utan nokkur sjaldgæf tilfelli um
arfgengi sjúkdómsins.
E V hvetur fólk til að senda inn hugmyndir á netfangið heilsa@dv.is og kaerilaeknir@dv.is ef fólk vill beina spurningum til Katrínar Fjeldsted. Heilsusíðan birtist í DV á mánudögum.
Hósti, eitt a( pðar-
einkennum Islendinga
Bergþóra spyr:
Sæli vertu Lýður
Mér leikur hugur á að vita
hvaða fyrirbæri hósti
sé eiginlega ? Af hverju
er fólk sem býr í þessu
landi síhóstandi ?
Maður fer ekki öðm-
vísi í kirkju nema einhver hósti,
hnerri eða sjúgi upp í nefið.
Hvað er eiginlega í gangi ?!
Þarf maður að fara til út-
landa til að losna við
þennan fjanda, því satt
að segja er ég ekkert
betri sjálf, hósta og ræski
mig í tíma og ótíma. Em
þetta umhverfisáhrif
eða aldagamall vani
þjóðar sem bjó við sult
og seyru mest allan sinn tilvist-
artíma ? Hósta nýbúarnir
kannski minna ?
kveðja Bergþóra
Sæl vertu Bergþóra
Hósta má hæglega kalla eitt af
þjóðareinkennum íslendinga. Hann
hefúr ugglaust fylgt okkur gegnum
aldirnar. AUavega er hósta iðulega
gerð góð skil í kvikmyndum
okkar sem fjalla um fyrri
tíma. Þar má oft sjá landann
með homös, róandi fram í
gráðið og hósta. Ég get tekið
undir þér með kirkjurnar,
þær virðast framkalla hósta
öðrum húsum betur, kannski
veldur þar mestu um loftkyrrð hús-
anna og helgi.
Út frá læknisfræðinni er hósti
skilgreindur sem einkenni, ekki
Læknirinn
LýðurÁrnason
svarar spurningum
lesenda og gefur
góð ráð um heilsu.
sjúkdómur. Ástæða hans er ertingur
í effi hluta öndunarvegarins, oftast
frá hálsi. Hósti er ein algengasta um-
kvörtun þeirra sem leita til lækna og
jafhan hluti af öðru einkenna-
mynstri sem alla jafna kallast kvef.
Húsráð Lýðs
Meðferð við hóstanum eingöngu
er bæði óþörf og engin góð til, ég vil
þó nefna nokkur húsráð. Gott er að
velgja hálsinn með súpulögg eða tei,
einnig er kæling góð, mjólkurhrist-
ing nefni ég sérstaklega. Jegermeist-
er-snafs fyrir háttinn er ágætur val-
kostur fyrir fullorðna sem á annað
borð kunna með slíka miði að fara,
hóstamixtúrur á markaði finnast
mér gagnslitlar. Þar sem hósti fer oft
í gang þegar fólk leggst út af er þjóð-
ráð að sofa sitjandi sé þess kostur.
Haldi hósti vöku fyrir umhverfinu er
upplagt að slamma sér niður í fjar-
lægasta horni hússins, slfk tillitsemi
vekur oft mikið þakkiæti annarra.
Sé hósti langvinnur og/eða einn
á ferð er sjálfsagt að leita læknis, í
sumum tilfeOum má finna undir-
liggjandi orsök og ekki má gleyma
lyfjahósta en sum geta valdið Olvíg-
um ertingshósta.
Óþarfi að hlaupa strax til
læknis
Almennt ráðlegg ég fiOIorðnu,
frísku fólki að hlaupa ekki strax tíl
læknis þó hrjái það hósti og hornös,
leyfa tímanum að vinna sitt áður en
sloppunum er blandað í málið, oft-
ast er mesta hrynjan yfirstaðin á tíu
dögum.
Varðandi nýbúana hef ég ekki
getað gert greinarmun á þeirra hóst-
um og annarra en hef þó órökstudd-
an grun um að íslendingar hósti oft-
ar en ekki af vana fremur en þörf.
Kannski þetta kjöltur sé sprottið af
svipuðum meiði og skyrp knatt-
spyrnumannanna, segjum það
bara...
með kærri kveðju
LýðurÁmason læknir
í lífi hverrar konu kemur að breytingaskeiðinu. Þessi tími fer misvel í konur en
flestar lenda þó í því að bæta einhverjum kílóum á sig.
ffráð tilað grennast eftir breytingaskeiðið
1. Ekki kenna estrógeninu um. Þaö er ekki
þvi að kenna að aukakilóin eru að setjast á
þig. Það sem þú borðar og hreyfing
hefur meira að segja um þyngar-
aukningu eftir breytingaskeiðið
en hormónar.
2. Farðu róiega (áfengi. Passaöu
þig á kaloríumiklum áfengis-
drykkjum. Það eru sterk tengsl á
milli áfengisneyslu og þyngdaraukn-
ingar. Minnkaðu drykkjuna allavega um
helming.
3. Styrktu líkamann. Vöðvarýrnun hefurþað
oft í för með sér að fita kemur i staðinn. Eftir
þrltugt byrja vöðvarnir að rýrna og eina
leiðin til að koma I veg fyrirþetta er
að stunda Ifkamsrækt.Reglulegar
æfingar endurnýja horfna vöðva
og brenna kaloríum um leið.
4. Ekki svelta þig. Gleymdu lág-
katoríumegrunarkúrum. Allt fyrir
neðan 1.200 kalorlur hægir á efnaskipt-
unum sem gerir það að verkum að það
verður erfiðara að grennast.
5. Hver biti telur. Allt smakkelsi viö matar-
gerð og át fyrir framan sjónvarpið hleðst
utan á þig. Slepptu því að narta
og þú sleppur við allt að 200
kaloríur á dag.
6. Ekki éta yfir þig á veitinga-
stöðum. Passaðu þig á
skömmtunum þar og annað
hvortdeildu matnum með ein-
hverjum eða taktu helminginn
með þér heim. Ekki troða I þig
bara til að klára afdisknum.
7. Borðaðu hollan mat. Einbeittu þér að mat
sem hefur mikla næringu og er fullur af
vítamínum, steinefnum og öðrum nær-
ingarefnum. Bökuð kartafla er saðsam-
ari og næringarrfkari en skammtur af
frönskum.
8. Slappaðu af. Farðu f freyðibað, hlust-
aðu á róandi tónlist eða gerðu það sem
þér finnst best til aö minnka stress. Hátt
hlutfall stresshormóns sem heitir cortis-
ol bætir meiri fítu á þig og það getur
gert breytingaskeiðið enn verra.