Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005
Sport DV
ÚRVALSDEILD
ENGLAND g
Southampton-Arsenal 1-1
0-1 Freddie Ljungberg (45.). 1-1
Peter Crouch (67.).
Aston Villa-Everton 1-3
0 1 Leon Osman (17.), 1-1 Nolberto
Solano (4S.), 1-2 Tim Cahill (48.),
1-3 Leon Osman (67,).
Crystal Palace-Birntingham 2-0
1 -0 Andy Johnson, víti (41.). 2-0
Andy Johnson, viti (68.).
Tottenham-Fulham 2-0
I -0 Freddie Kanoute (78.), 2 0
Robbie Keane (90.!.
Man. Utd.-Portsmouth 2-1
1 0 VVayne Rooney (8.), 1 1 Gary
O'Neii (47.), 2-1 VVayne Rooney
(81.).
Middlesborough-Charlton 2-2
0-1 Matt Holland (14 ), 1 -1 Chris
Riggott (74.1, I 2 Shaun Bartlett
(80.1, 2-2 P mny Graham (86.)
Newcastle-Bolton 2-1
1-0 Lee Bowyer (35.), 1-2 Stelios
Giannakopoulos (41.), 2-1 Kieron
Dyer (69,!
Cliehea 27 Staðan 215 1 50-8 68
M<in. Utd. 28 18 8 2 47-17 62.
Aisen.íl 28 17 7 4 64 32 58
Eveiton 28 15 6 7 34-29 51
Liverpool >7 13 4 10 41-29 43
M'horo 28 11 9 S 43-37 42
Bolton 28 11 7 10 36-34 40
Tottenham 27 11 ó 10 35-30 39
Ch.ulton 27 1! 6 10 32-38 39
A. Villa 28 9 8 11 32-37 35
Newcast. 27 8 10 9 39 44 34
Man. City 27 8 9 10 31 29 33
Birmingh. 28 8 8 12 31-35 32
Portsm, 28 8 6 14 31-42 30
Fulham 27 8 5 14 33-46 29
Blackburn 27 0 1011 24-36 28
C. Palace 28 6 7 15 32-45 25
Soton 28 3 1213 29-44 21
Norwich 27 3 1113 26-52 20
WBA 2 7 2 1213 23-49 18
Markahæstir:
Thlerry Henry, Arsenal 19
Andrew Johnson, Crystal Palace 18
Jermain Defoe, Tottenham 11
Robert Pires, Arsenal 10
Jimmy Floyd Hasselb., M’boro 10
Andy Cole, Fulham 10
Aiyegbeni Yakubu, Portsmouth 10
Wayne Roonev, Man. Utd. 9
Robbie Keane, Spuis 9
Fredrik Ljungberg, Arsenal 9
Shaun Wright-Phillips, Man. City 9
Milan Baros, Liverpool 9
Paul Dickov, Blackburn 9
Paul Scholes, Man. Utd. 8
Didier Drogba, Chelsea 8
Eiður Smari Guðjohnsen, Chelsea 8
Nolberto Solano, A. Villa 7
Peter Crouch, Soton
Jose A. Reyes, Arsenal
Alan Shearer, Newcastle
Ai jen Robben, Chelsea
Frank Lampatd, Chelsea 7
Manchester United minnkaði forystu Chelsea í ensku úrvalsdeildinni niður í sex
stig um helgina þegar liðið lagði Portsmouth að velli, 2-1. Sigurinn var ekki
átakalaus en hinn ungi Wayne Rooney kom til bjargar þegar mest á reyndi.
Rooney bjargoöi
Man. United
Sir Alex Ferguson, stjdri Man. Utd., játaði eftir leik Man. Utd. og
Portsmouth um helgina að hann hefði óttast að þeir misstu af
möguleika á titlinum áður en Wayne Rooney bjargaði United með
glæsilegu sigurmarki níu mínútum fyrir leikslok. Rooney skoraði
bæði mörk United í leiknum og United er eina liðið sem á
möguleika á að ná Chelsea þar sem Arsenal gerði aðeins jaftitefli
gegn Southampton.
„Ég hélt í alvöru að við værum að
missa af titlinum og mér var mikið
létt þegar Rooney skoraði," sagði Sir
Alex. „Annars hefðum við átt að
klára þennan leik í fyrri hálfleik og
það var mikið áfall að fá mark á
okkur snemma í síðari hálfleik. Við
höfum unnið marga svona leiki
síðustu ár. Svona úrslit sýna bara
viljann og baráttuna sem býr í þessu
liði. Wayne var langbestur á vell-
inum í dag. Hann er sigurvegari og
sýndi það í þessum leik.“
Rooney skoraði fyrra mark sitt í
fyrri hálfleik og Gary O’Neil jafnaði
fyrir Portsmouth þegar aðeins 90
sekúndur voru liðnar
hálfleiknum.
United á góðan möguleika á að
skera forystu Chelsea niður í þrjú
stig þegar það mætir Crystal
Palace um næstu helgi en
Chelsea mætir Norwich
eftir að United hefur
leikið gegn Palace.
Allt getur gerst
„Við verðum að halda
okkar striki og vinna alla leiki.
Þá er aldrei að vita hvað
gerist,” sagðiFergusonogJoe
Jordan, stjóri Portsmouth,
tók í sama streng.
„Þeir hafa gert það áður og hver
segir að þeir geti ekki gert það aftur?
Þeir hafa unnið 14 leiki af síðustu 17
og hinir þrír voru jafntefli. Ég sé ekki
að þeir séu neitt að hægja á sér. Ef
eitthvað lið getur
unnið þessa
forystu upp þá
er það Man.
Utd.,“
sagði Jordan.
Roy Carroll missti sæti sitt á
kostnað Tims Howard í leiknum og
telja því margir líklegt að Carroll hafi
leikið sinn síðasta leik fyrir United
en hann er án samnings í sumar og
hefur tvisvar hafnað samnings-
tilboði frá United.
henry&dv.is
siðan
Bjargvættur United Ruud Van
Nistelrooy og PaulScholes fagna
Wayne Rooney á stóru myndinni
en á Þeirri minni skorar hann
annað tveggja marka sinna
-Vf •
.,» -V ""
Stríð og friður
Um
tíma
Það er fastur liður
á hverju hausti að
stórleikur í enska
boltanum lendi á
sama tíma og ein-
hverjir af loka-
leikjunum í
íslensku
knatt-
spyrnunni.
Gjaldkerar
knattspyrnu-
deildanna reka
upp rama-
kvein, enda
munar um
hvern þús-
undkall í
töpuðum
að-
var reynt að hamla gegn þessu með
því að banna sjónvarpsstöðvunum
að sýna beint frá leikjum ytra á
sama tíma og spilað væri hér heima.
Þær tilraunir leiddu þó bara til þess
að fleiri mættu á sportbari og
horfðu á ensku stöðvarnar.
Þegar enski boltinn er annars
vegar, eiga íslenskir fótboltamenn
erfitt uppdráttar í keppninni um
vinsældir. Stöðugar feröir eru í boði
á leiki á Englandi og margir fara
oftar en einu sinni á ári. Gagnvart
enska boltanum er fjarlægðin engin
vörn.
En ef íslensku félögin barma sér
undan samkeppninni, hvað mega
þá frændur okkar írar segja? í hverri
viku streyma írskar boltabullur til
Englands og Skotlands. í Belfast,
höfuðstað Norður-írlands, má á
öðru hverju horni finna búðir sem
selja Rangers- eða Celtic-búninga.
Enski boltinn er sömuleiðis í mikl-
um metum og í fjölda ára hafa
kaupsýslumenn í Dublin látið sig
dreyma um að koma upp liði í
ensku deildinni, til dæmis með því
að kaupa upp félag og flytja til eyjar-
innar grænu.
Slök deildakeppni
Á sama tíma fylgjast sárafáir
með írsku og norður-írsku deild-
unum. Félögin þar eru litlu
sterkari en íslenskú knatt-
spyrnuliðin og varla hægt að
tala um hreina atvinnu-
mennsku. Áhorfenda-
fjöldinn er lítill miðað
stærð samfélagsins
og tekjur af sjón-
varpsútsendingum
eða sölu búninga og
gripa hverfandi.
Landsliðin tvö draga að
sér áhorfendur, en leik-
mennirnir spila allir á
Englandi og eru jafnvel
fæddir þar óg uppaldir.
Ein þeirra leiða sem
nefridar hafa verið til að
rétta hlut fra gagnvart
grönnum sínum, er að
sameina írsku og norður-írsku
deildirnar. Sá háttur hefur raunar
lengi verið hafður á í rugby-íþrótt-
inni, en írar og Norður-írar tefla
fram sameiginlegu landsliði í þeirri
fautaíþrótt.
Stjómmálin og sagan em
stærstu hindranirnar í vegi
þess að úr sameiningu geti
orðið. Margir mótmælendur
* á Norður-Irlandi óttast að
sameiginleg deild yrði fyrsta
skrefið í átt að sameigin-
legu knattspyrnu-'
landsliði. Ýmsir em
líka smeykir um að
leikir milli liða
kaþólikka og
mótmælenda
yrðu átylla- of-
beldis og ögr-
ana. Sá ótti er
ekki ástæðulaus,
enda löngum
verið stutt í
trúarhatrið í
Roy Carroll er
Norður-íri.
stuðningshrópum fótboltaunnenda
á eynni.
Tímamótaleikur
Vináttuleikur sem haldinn verð-
ur á þriðjudagskvöldið, er af mörg-
um talinn prófsteinn á það hvort
friðurinn á írlandi sé orðinn svo
traustur að hættandi væri á sameig-
inlega deild. Þar mætast norður-
frsku liðin Derry City og Linfield.
Fyrmefnda félagið er í hjarta
kaþólska samfélagsins á Norður-
írlandi, en hrökklaðist snemma á
áttunda áratugnum úr norður-írsku
deildinni og hefur nú í um fimmtán
ár keppt í deildarkeppninni sunnan
landamæranna.
Fræg er sagan af því þegar liðs-
menn IRA höfðu undirbúið
sprengjutilræði í tengslum við Evr-
ópuleik Derry og Benfica, en hættu
við á síðustu stundu af ótta við að
leiknum yrði aflýst. Þótt vissulega
hafi fótboltinn oft verið gerður að
skálkaskjóli ofbeldisverka em miklu
fleiri dæmi um hið gagnstæða, þar
sem menn slíðra sverðin til að snúa
sér að því sem raunverulega skiptir
máli - að horfa á góðan leik.