Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2005, Blaðsíða 33
DV Lífíð
MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 33
„Tate Modern er einn af stóru hvölunum. Steypireyöur í úthöfum listaheimsins sem líöur áfram með
gapandi ginið og gleypir viöstööulaust það sem fyrir verður, allt frá ósýnilegu svifi til annarra minni
hvala. Skortur á snerpu og tannleysi er bættur upp með stærðinni einni saman og skriðþunganum. Stór-
hvelin, líkt og risaeðlurnar forðum, eiga í rauninni enga óvini nema sjálf sig; á endanum sligast þau
undan sjálfum sér,“ segir Hannes Lárusson eftir heimsókn sína í hið virta og snyrta listasafn á suður-
bakka Thames í London.
Gamla orkustööin í Battersea
að nútímalistasafni og hýsir stórs\
ar. Þarsýndi Ólafur Ellasson á liðm
sumri og setti nýtt aösóknarmet
Jessica Morgan Aðeins
fimmtán mínútur.
Að berast með straumnum inn
um ginið á Tate Modern á Thames-
bökkum í London er trúlega upplif-
un svipuð því að vera seiði innan í
belgnum á hval. Hinu mikla ginn-
ungagapi, sem áður var orkuver, en
það eitt að horfa upp í rjáfur þess
tugum metra fyrir ofan er nóg til að
fylla hvem meðalmann óttabland-
inni andakt. Ekki iiia tilfundið að
hengja sólina á snaga á þessum stað.
Hvað annað er mátulegt að gera? En
jafnvel sólin gengur til viðar í Tate
Modern. Iðandi íjöldinn í minja-
gripabúðinni er samt eins og stein-
runninn á sínum stað. Og óhaggan-
legir em glerveggirnir með nöfnum
styrktaraðila, máttarstólpa, velunn-
ara og vina, einstaklinganna og stór-
fyrirtækjanna sem reka fyrirtækið og
eiga ásamt almenningi.
Stjórnmálamenn jafnt sem stór-
eignamenn em samstíga í þeim
skilningi að menningin geti verið
afar heppileg þegar hvítþvo þarf
peninga eða láta þá hverfa svo h'tið
beri á. Þar sem áður var framleidd
orka er hstinni nú mokað inn og út
ásamt ógurlegu magni af föndur- og
barnadóti, minjagripum allskonar,
hönnunarvöm, póstkortum, eftir-
prentunum, bókum og bolum - og
kaffi. Því það safn mun ekki vera til
um þessar mundir í hinum vestræna
heimi þar sem cappuccinovélin er
ekki dýrkuð sem skurðgoð.
Parísarhjól
Tate Modern virðist hugsað sem
einhverskonar myndlistarskemmti-
garður. Hinir hæggengu rúhustigar
bæta þó varla upp tilfinnanlega
vöntun á rússíbana, kannski bót í
máh að parísarhjólið er á sínum stað
hinumegin við ána. í staðinn fyrir þá
síkátu grallara, Andrés og Mikka
hefur hér verið komið fyrir í hverju
herbergi hússins tveimur til þremur
varðmönnum klæddum í æpandi
liti, sískrafandi í talstöðvar sínar eða
kurteislega stuggandi múgnum ffá
tilfallandi sýningargripum. Stundum
segja varðmennirnir „sussh“ og setja
fingur á varir, einkum ef unghngar
eða krumpaðar hstamannatýpur
með tagl í hnakka standa fyrir glað-
beittum samræðum. Á nokkrum
stöðum stendur: Jafiivel hreinir fing-
ur skemma listaverk! í staðinn fyrir
græskulaust bros er komin eins kon-
ar exfstensíalísk skeifa.
Lista Mac
Tate Modem er McDonald’s lista-
heimsins. Aht gengur út á að fá hrá-
efni í heildsölu og á útsölu, halda
kostoaði á vörunni í lágmarki til þess
að standa undir launakostnaði og
auglýsinga- og kynningarkostnaði.
Listhráefninu er mokað upp, jafnvel
vaðið í gegnum grasrótar- og út-
kjáikatorfur með gapandi ginið, síð-
an er aht hakkað niður, sótthreinsað,
kryddað og sykrað og borið ffarn í
vemmilegri sósu uppeldis- og
kennsluffæði og sölumennsku. Und-
ir öhu saman kraumar draumurinn
um skjótfengna umbun með ólýsan-
legum brögðum sköpunarinnar.
Vara er list
í Tatevélinni em mörg tannhjól
en vélin sjálf er hluti af hinum al-
þjóðlega menningariðnaði með
biennölum, sýningarskemmum,
kaupstefnum og festivölum úti um
ahar jarðir, þar sem hst er með-
höndfuð eins og hver önnur vara,
útþynnt, umbreytt og er síðan á
ísmeygilegan hátt reynt að troða
ofan í sem flesta. Aht gengur þetta út
á að búa th arð í einni eða annarri
mynd og raka saman opinbem fé -
oft á fölskum forsendum. Á meðan
hstamenn heimsins fá að meðaltali 3
cent á tímann, malar menningariðn-
aðarvélin, ásamt herskörum sínum
af uppstrfiuðum hvítflibbum, mihi-
liðum og menningarembættis-
mönnum, guh. En ef saltið dofnar
með hverju á þá að salta það?
Meinlaus Jósef
Á færibandinu í Tate Modern er
um þessar mundir maðurinn sem
hrærði duglega í fitu, dulspeki, póh-
tík og ýmsu öðru, vildi breyta heim-
inum th betri vegar og dansaði með
úlfíbúriíNewYorkumárið. Envirð-
ist nú sjálfur vera orðinn tannlaus
úlfur í búri alþjóðlega menningar-
iðnaðarins. Ekki verður betur séð en
hinn viðsjárverði galdrakah sé nú
sauðmeinlaus þýskur afi. Þegar bet-
ur er að gáð er Joseph Beuys á ljós-
myndum reyndar oftar en ekki harla
kátur og brosandi. Kannski er næsti
viðkomustaður sýningarinnar þrátt
fyrir aht Main Street-gaheríið í Disn-
ey World í Florida.
Söngur kaffivéla
Ef gestir láta ekki glepjast af
sírenusöng kaffivélannna, þá liggur
beinast við að rúha aftur niður sömu
leið. Engum er þó sleppt út fyrr en
hann hefur skyggnst inn í hið allra-
hehagasta: minjagripabúðina. Strax
við innganginn blasa að sjálfsögðu
við Beuys-minjagripirnir. Áhir sýni-
lega gerðir fyrir búðina af tilefni sýn-
ingarinnar: skissubók bundin inn í
grátt fflt, hth tafla með krít, bolir með
stflfærðri mynd af hatti spámanns-
ins, hvítir fyrir konur, dökkir fyrir
karla. Á víð og dreif, eins og af tilvilj-
un, liggja aht um kring Beuys-bækur
og Beuys-póstkort. Aht th sölu á upp-
sprengdu verði. Þama er einnig frá-
bærlega lummó hhðartaska úr fflti,
hugsanlega þarfaþing ef menn láta
freistast th að kaupa eitthvað af
prentvörunni sem er á boðstólum.
Menningin virðist einmitt kynt
upp af þungum bókum og prentdóti,
hektarar trjáa liggja í valnum í minja-
gripabúð Tate Modem. En viti
menn, kemur Beuys þá ekki óvænt
sterkur inn, umhverfisvemdarsinn-
inn og græninginn. Gestum Tate er
nefnilega boðið upp á að kaupa
Beuys-trjáhólk (hólk með uppvaf-
inni skógarljósmynd) á 15 pund og
því heitið að andvirði hólksins verði
notað th að gróðursetja tré í Tate-
skóginum sem á að vera staðsettur
rétt fyrir utan London, nema hvað?
Stundarfjórðungur
Tate Modem er, eins og öh of-
vaxin framleiðslufyrirtæki, vél sett
saman úr mörgum misstómm tann-
hjólum, í hlutverkum varðmanna,
afgreiðslufólks, safnakennara, bfl-
stjóra, bamapía, listfræðinga, kynn-
ingarfuhtrúa, kokka, sölumanna,
sýningarstjóra, skrifstofufólks,
starfsmannastjóra, ræstitækna o. s.
frv. Ein ffamhhð, eitt vörumerki, eitt
andht.
Grátbroslegt að einmitt í þessum
fyrirtækjum em starfsmennirnir iðu-
lega auðkenndir með dinglandi
plasthúðuðum merkimiðum með
mynd, nafiii og númeri. í öhum
velsmurðum vélum verða öh tann-
hjóhn að snúast í innra samhengi. Th
að upphfa virkni vélarinnar af eigin
reynslu kom ég í kring fundi með
einum af starfsmönnum vélarinnar
th að ræða aðkahandi listræn
málefni. Eftir að hafa pantað hinn
táknræna cappuccinoboha var kvik
Tate-konan ekki fyrr sest niður en
hún lýsti yfir af átakalausu kæruleysi:
„I only have 15 minutes!" og
skömmu seinna „Now, the fifteen
minutes are up (dear)!“ Fimmtán
mínútur hafa hafa löngum verið
hvort heldur er í hæstu eða lægstu
lögum samfélagsins.
Skamma stund
Að fá vinsamlega athygli í fimmt-
án mínútur er kannski það sem
einstaklinga, stofnanir og þjóðir
dreymir um. Nú þegar halda á Lista-
hátíð myndlistarinnar á íslandi 2005
skulum við vona að fimmtán
mínútna athyglismarkinu verði náð!
Þegar konan stóð upp tókst mér
af snarræði að lesa á dinglandi
merkimiðanum nafnið Morgan,
Jessica. í sömu svifum fór ég að átta
mig á eðh fundarins. Jessica hafði
fimlega brugðið fyrir sig tungutaki
hstarinnar og framkvæmt táknræn-
an, einfaldan geming: „Ég er að sýna
þér í hnotskum hvernig upplifun á
15 mínútna athygli er í augum hinna.
Ég er þið og þú ert við í þessu tilfehi,
skilurðu!?"
Ég var kominn langleiðina niður
rúhustigana þegar ég skhdi th fuhs.
Frábært! Rölti framhjá hátalara þar
sem heyra mátti lágværa en skræka
rödd segja í síbylju: thank you, thank
you, thank you, thank you. Brosti
næstum út að eyrum, jafhvel hló,
innra með mér á leiðinni út um gátt-
ina miklu. Ytra bros, hvað þá hlátur,
hæfir ekki í ginnungagapi stórhval-
anna. In the brave new world of art
it’s, Oh, so quiet, ssshh, ssshh...“
Hannes Lárusson