Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2005, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Rltstjóri: MikaelTorfason Fréttastjóri: Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Rltstjóm: htstjorn@dv.is Auglýsingar auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Drelfing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Jónas Kristjdnsson heima og að heiman Hringrás yitleysunnar Baldvin Jónsson, ser- firæöingur (von- lausri sölu lamba- kjöts til útlanda, hefur búiö til Food & Fun, sem felst (, aö veitinga- hús leggja til aö- stöðu, landbúnaðurinn leggur til kjöt, fiskvinnslan leggur til freðfisk, Flugleiöir leggja til far- seöla og hótel leggja til her- bergi. S(öan er boöiö nokkrum erlendum miölungskokkum til keppni (matreiðslu. Blaða- mönnum ferðadálka, sem Iftið vit hafa á mat, er boðið til landsins til aö taka þátt (þessu gríni og þeir skrifa mergjaöar greinar um, hvað allt þetta sé frábært. Allt er auðvitað gern- ingur, tilbúningur og blekking frá grunni. Jyllandsposten fallerast jvllandsposten er ^einn fjölmiðl- L anna, sem lét i fallerast af Baldvini Jóns- syni. Þar skrif- ar Eva Plesner mergjaða grein um fsland og hina frábæru kokka þess. Þar er Siggi Hall kallaöur stjörnukokk- ur, þótt ég viti ekki til, aö hann hafi fengið neina stjörnu, aö minnsta kosti ekki hjá Michelin. Staöreyndin aö baki upp- hrópana Evu er, aö flest veit- ingahús (Reykjavfk eru léleg og fæstir kokkar kunna nokkuð meö fisk aö fara. Eva telur greinilega, aö keppniskokkarnir séu heimsfrægir, hefur ekki nennt aö afla sér meiri upplýs- inga, t.d. meö þv( aö fletta upp nöfnum þeirra á vefnum. Vestnorræn þeirri reglu, aö keppendur ( Food & Fun séu atvinnulitlir miðlungskokk- ar. Hjá Sigga Hall eldaði meist- arakokkurinn Michel Richard, sem hefur 19 stig af 20 á skala GaultMillau og Gayot, á Citronelle (Washington DC. Fyrstu verðlaun fékk hins vegar René Redzepi, miölungskokkur á Noma, kafflhúsi vestnorrænu sendiráðanna (Kaupmanna- höfn. Ég var á Noma um dag- inn og varð fýrir vonbrigðum. ( fyrsta lagi er veitingahúsiö hall- ærislega innréttaö (gamal- fögru pakkhúsi. f öðru lagi var maturinn ekkert sérstakur. Énda hefur Noma enga stjörnu í Michelin-biblíunni. o < Leiðari m Bergljót Davíösdóttir Lái það Ijósmyndaranum hversem erað lyfta upp myndavélinni þegar hann horfði á eina nýríku fjölskylduna sem valcti óskipta athygli fyrirað mœta á silfurlituðum Rolls Royce með svartan einkabílstjóra. Ný stétt - aðhlátursefni okkar hinna Aíslandi er til ný stétt manna; þeirra ný- ríku. Um er að ræða hóp manna sem á svo mikið af peningum að venjulegu fólki sundlar þegar tölur eru nefndar. Við hin getum ekki einu sinni ímyndað okkur allt það fé sem þetta fólk heftir á milli hand- anna. í krafti auðsins hegðar það sér eins og stjörnurnar úti í hinum stóra heimi og hefur skorið upp herör gegn fólki með myndavél- ar. Það þykir nefnilega ekki fínt í hópi þeirra nýríku að teknar séu af þeim myndir. Þannig apar þeir siðina eftir stjömunum. Flest þessara manna og kvenna hafa búið um sig í London þar sem þau geta eytt pen- ingunum sínum rétt eins og þau vilja, án þess að nokkur veiti því athygli. Hér á landi eiga þau ekki hægt um vik. Við íslendingar tökum fljótt eftir því ef einhver berst óeðli- lega á. Fljótt flýgur fiskisagan hér í fámenn- inu. í London blandast þau aröbum og öðr- um nýríkum og íbúar London em öllu vanir. Það þykir líka fínt að búa f London og slá um sig, en það má bara enginn hér heima vitaafþví. f DV í dag er frétt um hvemig litlir kallar, sem halda að þeir séu stórir, hegða sér og ♦ & , h. t > i hvað þeir leyfa sér. Þar segir af skósveinum þeirra ríku sem réðust að einum tónleika- gesta á Stuðmannatónleikum um páskana og hótuðu honum lífiáti. Lái það ljósmynd- aranum hver sem er að lyfta upp myndavél- inni þegar hann horfði á eina nýríku fjöl- skylduna, sem vakti óskipta athygli fyrir að mæta á Rolls Royce með svartan einkabfl- stjóra. Fjölskyldan var ofan í kaupið öll klædd í bleikt og einn meðlilma hennar brást hinn versti við þegar augu venjulegra fslendinga urðu kringlótt við þessa sjón. Hvemig er hægt að búast við öðm? Þetta er aðeins það sem við hin sjáum í bíómyndun- um! Við, sem ekki þekkjum svona gjálífi og vinnum í heilan mánuð fyrir því sem þetta fólk þénar á hverri mínútu, skiljum ekki svona. Og það sem meira er, okkur þykir þetta innilega hallærislegt og við hlæjum að nýrflca þotuliðinu í London. Enn meira hlæj- um við að litlu köllunum sem halda að þeir tilheyri hópnum vegna þess að þeir em í vinnu í London hjá þeim nýríku. Það er aumkunarvert að fylgjast með þessum Utlu gæjum. Það hefur aldrei þótt fínt að berast á. Og það þykir heldur ekki fínt að vera nýríkur. Það em aðeins þeir sem ekkert axmað hafa til unnið en að eiga peninga sem svona hegða sér. Þeir em aðhlátursefni venjulegra íslendinga. Svanhildur og Þórunn Arnn Pálma til Onrnh VIÐ A DV HÖFUM fylgst náið með leit Opruh að hinni fiíllkoinnu íslensku konu. Undanfamar vijotr hefur tökulið á hennar vegum verið hér á landi og tekið nokkrar íslenskar dívur í pmfur. Aðeins ein verður fyrir valinu og á hún að kynna land og þjdð fyrir Banda- ríkjamönnum. NÚ STENDUR BARRÁTTAN á milli Svan- hildar Hólm og Þómnnar Lámsdóttur. Önnur þeirra verður fyrir valinu ein- hvern tíma upp úr næstu mán aðamótum. Þær em báðar mjög góðir fulltrúar lands og þjóðar. Og gætu látið gott af sér leiða. Við á DV erum með hugmynd. ARON PÁLMI ER UNG- UR íslendingur sem við á DV höfum verið iðin við að segja fréttir af. ' Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir lækn- ■ isleik. Æska hans er ónýt. y Hann fær hana ekki aftur því henni eyddi hann í víggirtum ung- lingafangelsum Texasfylkis. Hann á sér ekkert líf. Bara vonina um að losna úr stofufangelsinu í Texas, því hann er nú á skilorði, og fái að koma til íslands. HÉR BfÐUR HANS FJÖLSKYLDA sem er tilbúin til að taka á móti honum. Hér bíður hans líka þjóð sem tekur honum opnum örmum. Við vitíun sem er að ef hann hefði farið í læknisleik og hag- að sér eins og kjáni á íslandi hefðum við veitt honum hjálp í stað þess að i m'ðast á honum og rústa æsku hans. ÞETTA ER ALVEG ÖRUGGLEGA mál sem Oprah myndi kveikja á rétt eins og Joan Rivers. En hér aftar í blaðinu segj- um við litla hetjusögu af konu á Kefla- víkurflugvelli sem kynnti mál Arons Pálma fyrir Joan Rivers þegar hún millilenti hér á landi. Oprah er jafn skiiningsrík og Joan. HÚNÆTTILÍKA AÐ TAKA miklu betur í beiðni íslendinga um að fá Aron Pálma heim ef jafn frambærilegar konur og Þórunn Lárusdóttir og Svanhildur Hólm myndu útskýra málefni þessa unga íslendings fyrir henni. Þá er von að Aron Pálmi komi heim. Sem er miklu þarfara en að fá hingað hatursfull- an og leiðinleg- an skákmann. Svanhildur Hólm Gæti ver- ið á teið til Opruh. Bobby-nefndin loks nytsamleg RJF er félagsskapur skákáhuga- fólks sem spratt upp í kringum björgun Bobbys Fischer. Þetta eru allt þvílíkir mannvinir og náðu ein- stökum árangri í að fá samsæris- kenningasmiðinn og skákmanninn Bobby Fischer lausan úr haldi firá Japan. Fáir gætu leikið það eftir og nú um páskahelgina lýsti nefndin því yfir að hún ætlaði að snúa sér að réttlátari málstað en að fó Bobby Fischer til landsins. Nú ætla þeir að reyna að koma Aroni Páhna til landsins. Þessu fögnum viö á DVinnilega. Viö sögðum fyrst frá málefnum Arons Pálma fyrir rúmu ári síöan. Harm var ungur að árum dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir læknisleik og eyddi æsku sinnií alræmdum ung- lingafangelsum íTexas. Aron ernúí stofufangelsi, fjarri íjölskyldu og vinum, og má hvorki vinna né hreyfa sigán þess aö vera með stað- setningartæki fast viö ökkla. Æska hans hefur verið " ' " “ ein samfelld martröö og ís- lensk stjómvöld hafa gert alvegfá- ránlega títiö fyrir þerman unga ís- lending. Kannski þeir hlusti á vini Bobbys Fischer. Aron Pálmi Eyddi æskunni I fangeisi ITexas. \í k 111 Burt með Bobby Fischer Leiðarar erlendra stór- blaða hafa fjallað um * komu Bobbys Fischer A tO Islands og gagn- rýna margir íslend- inga fyrir að taka á S móti þessum sam- W hengislausa brjálæð- | ingi. Og það jafnvel i þótt hann hafi einhvern ^*#§| tíma verið góður í skák. Simon Wiesenthal-stofhunin hef- ur einnig gagnrýnt okkur fyrir að sýna gyðingahöturum jafn mikla samúð og við gerum. Vísa þeir til Bobbys Fischer og Eðvalds Mikson. En það var maður sem stofnunin vildi ná tah af vegna ásakana um að hann hefði tekið þátt í að útrýma gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. ÍBobby Fischer Skákmaður og bullukollur. Viö hér á DVgetum nú ekki skrifað undir það að íslend- ingar séu I upp til hópa gyðingahatarar. Enda er hinn venjulegi fs- lendingur ekki par hrif- ■** ■ in af afskiptum stjóm- valda af þessum Bobby Fischer. f óformlegri könnun fs- lands í dag kom fram að um 70% vildu ekki fá þerman kjaftfora bullukoll til landsins. En hann er gæludýr nokkurra skákmarma sem virðast hafagóð tök á íslensk- um stjómvöldum. Því harm gerir sjálfan sig og okkur öll að fíflum. Því segjum viö á DV einfaldlega: Burtmeð Bobby Fischer!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.